Sérhagsmunir gegn almenningi

"Þjón­usta þeirra virk­ar þannig að viðskipta­vin­ir geta pantað sér bíl í gegn­um app í sím­an­um, fyr­ir mun lægri fjár­hæð en það kost­ar að taka hefðbund­inn leigu­bíl."

Það er ljóst að sérhagsmunir reyna ávalt að skerða lífskjör almennings með því að berjast gegn framförum.

Uber gerir fólki kleypt að spara stórar fjárhæðir.

Uber gerir fólki kleypt að ná sér í auka tekjur með sínu farartæki og þar með auka sín lífskgæði og fjölskyldu sinnar.

Aukin nýting á fjármagni mun auka lífsgæði almennings.

Það eru öll rök sem benda til þess að Uber er frábær viðbót við þjónustu almennings en sérhagsmunir eru einsog þeir eru....  gefa skít í almannahag og vilja engu breyta.

hvells


mbl.is Lögbanni á leigubílana aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Málið snýst ekki um sérhagsmuni að ég tel. Þjónusta Uber og sambærilegra aðila, hvort sem hún er frábær eða ekki, verður að hlýta þeim lögum og reglum sem settar eru um fólksflutninga gegn gjaldi. Þar verða allir þjónustuaðilar að sitja við sama borð, en þjónusta þessara aðila virðist einhverra hluta vegna hafa náð að smokra sér undan venjubundnu regluverki um fólksflutninga, og um það snýst málið. Hins vegar skil ég ekki hvers vegna önnur leigubílafyrirtæki taka ekki upp samskonar pöntunarfyrirkomulag, og þannig auka nýtingu eigin bíla.

Erlingur Alfreð Jónsson, 16.9.2014 kl. 21:13

2 Smámynd: sleggjuhvellur

Uber er ekkert ósvipað og þú hringir í frænda þinn og hann skutlar þér.

Þetta eru allt skoðaðir og tryggðir bílar.

En það er sjálfsagt að afnema lög og reglur um fólksflutninga gegn gjaldi. Þetta á bara að vera á milli viðskiptavin og bílstjóra. 

Engar reglur.

En þeir sem vilja öryggi og reglur geta hringt þá í sérstaka leigubílastöð sem bíður uppá þá þjónustu og þeir geta þá borgað meira og þurfa mögulega að bíða lengur eftir bíl.

Þetta sníst allt um að gefa fólki frelsi til að velja.

hvells

sleggjuhvellur, 16.9.2014 kl. 21:22

3 identicon

og þeir sem vilja engar reglur geta pantað uber og verið rænt og svo auðvitað þeir sem eru vegfarendur þeir geta verið keyrðir niður og þá auðvitað er uber bara forrit og ekki neitt annað.

aðal sérhagsmunirnir hérna (og sama með airbnb) eru þeir hjá fjárfestingarsjóðum vestan hafs þó fyrirtækin sjálf séu nú örugglega skráð í skattaskjólum.

erlingur með pöntunarfyrirkomulag áttu við að panta í gegnum app? það er nú eitt af því sem gerir uber hættulegt að bílstjórinn þarf að taka hendur af stýri og ýta strax á takka í uber um að hinn vilji farið.

tryggvi (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 12:07

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ef regluverk um fólksflutninga gegn gjaldi er afnumið hverfur neytendaverndin. Hver leitarðu réttar þíns þegar bjátar á?

Hvernig geturðu verið viss um að bílar séu skoðaðir og tryggðir? Hvernig eru skil á VSK ef þetta er bara á milli kúnnans og bílstjórans? Það verður að gæta þess að þjónusutaðilar sitji við sama borð og að ekki halli á rétt neytandans.

@tryggvi: En já ég var að sjá fyrir mér einhvsrskonar app. Bílstjórar eru nú þegar að taka hendur af stýrinu til að slá inn í GPS, stilla útvarp og miðstöð, svara eða hafna símtali, o.s.frv. Það að samþykkja pöntun er ekki mikil viðbót.

Erlingur Alfreð Jónsson, 17.9.2014 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband