Miðbæjarverðhækkanir miklar

Sleggjan keypti íbúð í fyrra. Byrjun árs.

101 Reykjavík. 2ja herbergja. Einmitt hverfið sem er eftirsóknarverðast og stærð íbúðar sem þörf er fyrir.

 

Húsnæðið mitt hefur hækkað um 34% á þessu eina og hálfa ári sem ég hef átt íbúðina.

 

Þetta er auðvitað ekki eðlilegt ástand á fasteignamarkaði til langs tíma. En til skamms tíma er hægt að hafa einhvern skilning á þessu miklu sveiflum.

 

kv

Sleggjan


mbl.is Lognið á undan storminum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er bara hluti af mynstri:

Verðið er fyrst varla viðráðanlegt, svo hækkar það þar til það er það bara alls ekkert, svo er það þar þangað til þeir sem hafa bjánast til að taka lán sem þeir hafa ekki efni á að borga af fara nógu margir á hausinn.

Verðfall.

Sami prosess endurtekur sig.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.11.2014 kl. 17:06

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hækkun á húsnæðisverði gagnast ekki þeim sem vantar húsnæði.

Þvert á móti gerir hún það erfiðara fyrir þá að fá húsnæði.

Hver býstu við að muni kaupa íbúðina á uppsprengdu verði þegar þeir sem vantar húsnæði hafa ekkki efni á því? Svar: Enginn.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.11.2014 kl. 20:07

3 Smámynd: sleggjuhvellur

Ef ég mundi setja hana á sölu á morgun.

Á þessu hækkuðu verði. Mundi hún seljast mjög fljótlega.

Þannig svar: Margir en aðeins einn fær að kaupa.

kv

slegg

sleggjuhvellur, 21.11.2014 kl. 00:16

4 Smámynd: sleggjuhvellur

Fjármögnun skiptir miklu máli.

Nú eru bankarnir að lána 90% fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð.

Það eru akkurat einstaklingar sem vilja kaupa litlar íbúðir miðsvæðis til að byrja með.

hvells

sleggjuhvellur, 21.11.2014 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband