Rétt hjá Vilhjálmi

" bend­ir á að laun hafa hækkað um 1,29% um­fram neyslu­verðsvísi­tölu á síðastliðnum 33 árum"

Þetta er sönnun þess að lánið hefur fylgt launum. Menn verða að horfa á heildarmyndina. Það er ekki hægt að bölvast yfir því að lánið hefur tvöfaldast ef á sama tíma hefur launin þín tvöfaldast einnig.

Ég er sammála Vilhjálmi að það er FÁSINNA að miða EKKI við 0% verðbólgu.

Fólk á að vita hvað verðtrygging er....sérstaklega ef þú ætlar að taka tugmilljóna króna mál........   þegar kemur að stórum fjárhæðum og stærstu fjárfestingu lífs þíns þá er kominn tíma á að þú takið smá ábyrgð neytandi góður.

Þú ert ekki að kaupa lifrapylsu í Bónus.

hvells


mbl.is Fásinna að miða við annað en 0%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vilhjálmur leikur sér að meðaltölum, og hvellurinn fellur í gildruna.

Launavísitalan fylgir meðaltölum, ekki samningsbundnum launahækkunum stéttarfélaga á vinnumarkaði.

Ofurlaunahækkanir t.d. (milli)stjórnenda undanfarið koma líka inn í launavísitöluna og skekkja hana alveg stórkostlega.

Á meðan laun samkvæmt kjarasamningum hækka um 10.000 krónur kemur skriða af hálaunafólki og hækkar sín laun um hálfa miljón.

Svona hefur þetta alltaf verið.

Enda hafa kjarasamningsbundnar launahækkanir aðeins verið um 70% frá aldamótum, en launavísitalan hefur hækkað um yfir 100%, og verðtryggingin líka.

En það gagnast þeim ekki neitt sem þiggja laun samkvælmt kjarasamningum að launavísitalan haldí í við verðbólguna, það skýrist af ofurlaunahækkkunum þeirra sem mest höfðu fyrir.

Til þess að laun samkvæmt kjarasamningum nái að halda í við verðtrygginguna þarf að hækka laun um 30-40% í næstu samningum.

Það er raunveruleikinn, þegar menn láta ekki blekkjast af meðaltölum.

Sigurður (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 18:05

2 identicon

Heyr heyr!

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 18:05

3 identicon

Heyr heyr hvellurinn, þ.e.a.s. ! :)

Og þó að kjarasamningsbundnar launahækkanir hafa aðeins verið 70%, Sigurður, þá hafa launin hækkað langt umfram kjarasamninga á þessu tímabili (og langt umfram verðbólgu þar að auki)!

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 18:08

4 identicon

...þar fyrir utan hefur Vilhjálmur alltaf verið á móti öllum leiðréttingum á lánum heimilanna.

Það hefur þó farið lítið fyrir honum undanfarið í þessari umræðu eftir að hann laug til um bankainnstæður félags fjárfesta sem hann stýrir.

En honum fannst einmitt alveg ljómandi fínt að þiggja björgunarpakka frá ríkinu til að bjarga þeim peningum, þá gerði þessi hræsnari engar athugasemdir við aðstoð ríkisins.

Sigurður (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 18:09

5 identicon

Svo er nú frekar kaldhæðnislegt af þér að ásaka menn um að láta "blekkjast" af meðaltölum þegar þú greinilega skoðar þau ekki einu sinni sjálfur. Sjá t.d.:

https://datamarket.com/is/data/set/1pln/#!ds=1pln!1oz8&display=line

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 18:10

6 identicon

En já, flott hjá þér að hjóla í manninn fyrst þú ræður ekki við málefnið.

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 18:12

7 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Ef að 100 manna vinnustaður fær 2% hækkun á laun sín sem voru 200.000 og forstjórinn fær 2 milljónir í hækkun launa það árið, þá hafa starfsmennirnir fengið að meðaltali 12% hækkun.
Þessi launavísitala er alveg út í hróa.

Jón Páll Garðarsson, 25.11.2014 kl. 19:35

8 identicon

Atli Bjarnason,

Annað hvort gefur þú þér ekki tíma til að lesa það sem ég skrifaði, eða hreinlega hefur ekki skilning á efninu.

Ég var að útskýra hvers vegna ekki er hægt að nota launavísitöluna til rökstuðnings að laun hafi haldið í við verðbólgu, Jón Páll bætir svo um betur með tölum til skýringar.

Reyndu að skilja efnið áður en þú heldur áfram bullinu.

T.d. nú síðast hækkuðu laun um 2,8% hjá þeim sem höfðu lægstu launin, en á sama tíma hækkuðu laun annarra hópa um hundruði þúsunda á mánuði með þeim afleiðingum að "laun hækkuðu" um 5-6% á tímabilinu.

Eftir stendur samt sú staðreynd að laun þeirra sem fá greitt samkvæmt kjarasamingum þurfa að hækka um 30-40% til þess að fylgja verðbólgunni frá árinu 2000.

Jafnvel þótt launavísitalan segi annað.

Svona er hægt að leika sér með meðaltöl og vísitölur, til að blekkja fólk eins og ykkur hvell.

Sigurður (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 21:38

9 identicon

Þetta er alrangt. Um leið og laun hækka hækkar verðránsvísitalan sem því nemur + verðhækkanir vöru og þjónustu. Launþegar eru dæmdir til að tapa - en hrægammar sitja að veisluborði - eftir lögum spilltra pólitíkusa - sem eiga nú í vök að verjast. Kerfi sem byggir á arðráni almúgans getur aldrei þrifist  til lengdar. Það sannar sagan.

Gogglið frábæra grein skýrs, sem enginn hefur hrakið með rökum:

Ólafur Margeirsson: Eilífðarvélin sem brást.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband