Brestir Frosta

Þegar maður ætlar að þykjast hafa vit á efnahagsmálum þá má ekki bera saman epli og apelsínur.

Ástæðan fyrir að til eru seðlabankar sem bjóða uppá vaxtalausa bindiskyldu er vegna þess að stýrivextir eru við frostmark í öllum helstu Seðlabönkum í heimi. Á Íslandi eru háir stýrivextir og því er tímagildi peninga mikið hærri en erlendis.

Ef Frosti væri í alvöru "rekstrarhagfræðingur" þá ætti hann að vita þetta en ég rannsakaði hans mentun og hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hann er með MBA gráðu frá Bretlandi. MBA gráða er meistaragráða í viðskiptafræði.

Hann Frosti er því viðskiptafræðingur en ekki rekstrarhagfræðingur.

Ég get hinsvegar ekki svarað fyrir það afhverju Frosti er að blekkja almenning með þessum hætti.

hvells


mbl.is Tugir milljarða í vexti til bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna telurðu að hér séu svo miklu hærri stýrivextir en annarsstaðar?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.12.2014 kl. 12:39

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eru stýrivextir það sama og vextir á bundnum innstæðum?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2014 kl. 14:14

3 Smámynd: sleggjuhvellur

Bjarni

Vegna verðbólugvæntinga

Guðmundur

Nei

hvells

sleggjuhvellur, 16.12.2014 kl. 18:53

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er orsakasamband milli stýrivaxta og bindiskylduvaxta?

Ef svo er, þá hvert?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2014 kl. 19:10

5 identicon

Peningar eru ávísun á verðmæti ekki satt?

Ef peningunum fjölgar hraðar en verðmætum þá verður hver eining t.d. hver króna verðminni = verðbólga.

Vextir verða til þess að peningunum fjölgar.

Ef stýrivextir eru hér hærri en hagvöxtur þá er líklegt að peningum fjölgi hraðar en verðmætum sem leiðir af sér verðbólgu.

Þannig að of háir stýrivextir valda verðbólgu.

Að hafa stýrivexti háa vegna verðbólgu væntina er því rökleysa þar sem þeir valda verðbólgunni sem þeir eiga að vera að berjast gegn.

Kanski að Frosti sé aðeins að velta þessu vandamáli fyrir sér, hann hefur einn örfárra málsmetandi manna í umræðunni talað fyrir aðgæslu í fjölgun peninga.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.12.2014 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband