Hálaunafólkið

Nú er VR farið að hugleiða verkföll. Innan þeirra vébanda eru einu hæstlaunuðustu stéttir á þessu landi.

Síðan Ólafía tók við formennsku í VR hefur allt farið úr böndunum. Hún er að stýra VR niður í glötun.

Það þarf að stoppa þessa konu.

hvells


mbl.is VR undirbýr verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég man nú bara ekki eftir að VR hafi nokkurn tíma farið í verkfall. Spurning hvort félagsmenn muni yfir höfuð samþykkja það.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2015 kl. 23:35

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

2.000.000.000.-kr lagdar í verkfallssjód og stendur hann nú í 3.000.000.000.-kr. Hvad liggur VR med digra sjódi, sem dregnir hafa verid af félagsmönnum, hver er ávöxtunin af theim og hvers vegna má ekki minnka greidslur félagsmanna í félagid? Er thad forsvaranlegt ad verkalýdsfélag liggi med ómaelda milljarda inni á sínum reikningum, svona bara "just in case". 

Halldór Egill Guðnason, 28.4.2015 kl. 06:31

3 identicon

Sammála ykkur báðum. Verkfallsrétturinn er ekkert annað að lögleiðing á samráði. Samráð og einokun eru ólögleg á öllum öðrum sviðum atvinnulífsins þar sem þau valda samfélagslegum skaða í öllum tilfellum þegar þeim er beitt. Verkföll eru þar engin undantekning. Það á að banna þetta samfélagslega mein sem verkfallsrétturinn er og láta starfsemi stéttarfélaga heyra undir Samkeppniseftirlitið.

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 28.4.2015 kl. 06:34

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það gengur auðvitað ekki að VR sé ekki lengur rekið sem hagsmunagæslufélag fyrir Sjálfstæðisflokkinn og orðið að alvöru stéttarfélagi, með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi.

Það þarf auðvitað að stoppa þetta!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2015 kl. 06:36

5 identicon

Það á að leggja af verkföll. En á móti stöðva alla vinnu eftir að samningar renna út. Það er óeðlilegt að löggjafinn, sem einnig er stór vinnuveitandi, þvingi fólk til vinnu þegar ekki eru gildir samningar um kaup og kjör fyrir þá vinnu. Og að vinnuveitendur græði á því að draga það að semja sem lengst.

Davíð12 (IP-tala skráð) 28.4.2015 kl. 08:55

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Davíð er það ekki verkfall að leggja niður vinnu? Hitt er rétt að vinnuveitendur hafa dregið lappirnar í samningum til að kalla á lagasetningar. T.a.m. hefur það verið aðaltaktíkin hjá LÍÚ í samningum, svo langt sem ég man.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2015 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband