Kemur alls ekki á óvart

Það er ekki eins mikil krafa um afköst á opinbera markaðnum. Þetta var vitað.

 

Alls ekki hissa.

 

Einkamarkaðurinn er alvaran, ekkert múður.

Opinberi markaðurinn eru blýantsnagarar með litla kröfu um afköst. Yfirmenn eru með allt annað hugarfar en framleðini og dugnaður.

kv

Sleggjan


mbl.is Opinberir starfsmenn oftar í fríi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Hið opinbera" & "afköst" eiga ekki heima í sömu setningunni.

Hið opnbera framleiðir ekkert.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.5.2015 kl. 17:23

2 Smámynd: sleggjuhvellur

Afköst meina ég kannski hversu margar skýrslur þarf að gera.

Eða hversu marga blýanta þarf að naga jafnvel.

kv

Sleggjan

sleggjuhvellur, 20.5.2015 kl. 17:40

3 identicon

Hefuru kynnt þér þetta eithvað Sleggjan eða eru þetta bara venjulegu fordómanir?

Á mínum vinnustað, LSH, þá er haldið utan um framleiðni og árangursvísa og unnið að því að gera ferlin í kringum verkefni okkar straumlínulagaðri og hraðari.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.5.2015 kl. 19:59

4 identicon

Jæja gamli.

Stendur skýrum stöfum að opinberir starfsmenn oftar í fríi.


Það er erfitt að melta þetta, en svona er þatta gamli.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 20.5.2015 kl. 21:24

5 identicon

Ég var ekki að mótmæla tölunum í þessari grein. Heldur því hvernig þú alhæfir að við blýantsnagarannir hugsum um hlutverk okkar :)

Frekar sláandi samt að þetta eru nánast 20 dagar á ári að meðaltali á móti 10. Einhver hluti af því er kannski vegna þess að stór hluti ríkisins er í heilbrigðisgeiranum og því líklegri til að smitast af hinu og þessu en það getur ekki útskýrt allan muninn.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 00:21

6 identicon

Var að rabba við aðila hérna á LSH um þetta og stór hluti af þessum aukaveikindadögum sem ríkisstarfsmenn hafa á sér er vegna þess hvernig samningar okkar við ríkið eru hvað varðar veikindaréttindi.

Ef opinber starfsmaður tilkynnir sig veikan á föstudegi eða daginn fyrir almennan frídag þá er eru frídagarnir taldir með þannig að ef þú tilkynnir um veikindi á föstudegi og mætir aftur á þriðjudegi þá eru veikindadagarnir taldir sem fös, laug, sun og mán í staðin fyrir bara fös og mán.

Freaky.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 12:49

7 Smámynd: sleggjuhvellur

Ég hef verið opinber starsmaður og einnig í einkageiranum. Það er einfaldlega öðruvísi hugarfar í gangi. Leiðinlegt að segja það.

kv

Sleggjan

sleggjuhvellur, 21.5.2015 kl. 21:31

8 identicon

Ég hef verið það líka og ég er óssammála. Hugarfar og hvernig fólk starfar er alltaf spurning um þann kúltúr sem yfirmenn koma upp og viðhalda á vinnustaðnum.

Helsti munurinn er sá að ríkisstofnanir fara ekki á hausinn þrátt fyrir slæman vinnu kúltúr og þannig nær hann kannski að grassera meira (alveg eins með fyrirtæki í einokunar stöðu).

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband