Vinstri popúlistar taka völdin

"Nýju flokk­arn­ir eru miðju­flokk­ur­inn Ciu­da­danos og Podemos, sem er nokk­urs kon­ar syst­ur­flokk­ur hins gríska Syr­iza. "

Ef þetta eru systurflokkar Syriza þá eru þetta öfga vinstri flokkar en ekki miðjuflokkar.

Stoppa niðurskurð þó að ríkið sé rekið með halla seinustu ár.

Endurvekja galna verkalýsðlöggjöf.

 

Málið með suður evrópu er að þar eru borgarar harðir sósíalistar. Alveg eins og lönd í suður ameríku. Þess vegna verður alltaf slæmt efnahagsástand í þessum löndum.

Margir NEI sinnar reyna að kenna evrunni um slæmu ástandi þarna... en nei.  Ekki nálægt því.

Vilteysan í Suður Evrópu skrifast á kjósendur þar í landi. Þeir eiga þetta skuldlaust.

Það þarf að bæta hagfræðiþekkingu á þessu svæði.

hvells


mbl.is Hillir undir breytingar á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kalla Syriza ekki öfgavinstriflokk og því síður Ciudadanos og Podemos. Hins vegar er Þjóðarflokkurinn (Poder popular, PP) hægri öfgaflokkur að mínu áliti, á sama róli og bandaríski Repúblikanaflokkurinn. Þjónkun flokksins við bandarísk yfirvöld er geigvænleg. Það er gott að sá flokkur hefur misst meirihluta á þingi, þótt ég sé ekki mjög hrifinn af Sósíalistaflokki Zapateros heldur, enda eru þetta sósialdemókratar.

Þegar ríki er neytt til að hafa þýzka mynt í staðinn fyrir sína egin, þá er efnahagsstjórn landsins ýmist í molum eða ekki til staðar. Uppskrift að vesöld.

Pétur D. (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 22:14

2 Smámynd: sleggjuhvellur

Engin Republikani er hægri maður vegna þess að þeir vilja ekki skera niður í ríksirekstrinum

þvert a móti vilja flestir í GOP debate auka pening í ríkisrekstur m.a herinn.

Það er greinilegt að þú kannt ekki muninn á hægri og vinstri og hefur takmarkaða þekkingu á efnhagsmálum og hagfræði og skilur ekki einfalda hluti.

ég verð bara að spurja hversu gamall þú ert Pétur.

hvells

sleggjuhvellur, 21.12.2015 kl. 00:04

3 Smámynd: sleggjuhvellur

Vanþekking hjá blaðamanni.

sleg

sleggjuhvellur, 21.12.2015 kl. 08:58

4 identicon

Hvaða vitleysa, Hvells. Það er hægripólítík að láta ríkið halda uppi endalausu og tilgangslausu hernaðarbrölti, meðan barizt skal með klóm og kjafti gegn stuðningi ríkisins við heilbrigðisþjónustu. Repúblikanar eru á yzta hægri væng stjórnmála, einu skrefi til vinstri við nazista.

Ég er mjög gamall og hef langa lífsreynslu, sennilega lengri en þú og meiri skilning á hvað sé raunverulega hægri og vinstri. Hins vegar er ekki alltaf hægt að setja alla stjórnmálaflokka í bása, en með Repúblikanaflokkinn er það auðvelt: Illa gefnir hægri öfgamenn.

Og það er dæmigert fyrir ESB-sinna eins og ykkur, að þið álítið alla evrópska stjórnmálaflokka sem eru andsnúnir ESB (Fjórða ríkinu) af góðum og gildum ástæðum, vera hægri öfgaflokka. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 22.12.2015 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband