Færsluflokkur: Bloggar
17.9.2014 | 15:43
Órökstuddar dylgjur hjá félag bókagerðamrmanna
Í fyrsta lagi þá er þetta félag bókagerðamanna sem er sérhagsmunasamtök sem er að reyna að græða og grilla allann daginn. Þeir eru að græða af bókasölum og vilja halda því áfram.
Það er allt í góðu að græða. Það er jákvætt að græða. En gott að hafa þetta á hreinu þangað til lengra er haldið.
"Hækkun útsöluverðs bóka eykur námskostnað framhaldsskólanema og slælegar niðurstöður grunnskólabarna í alþjóðlegum lestrarkönnunum hræða."
þetta segja þeir... en VSK á bækur voru lækkaðar frá 14% niður í 7% árið 2007 og lestrarkunnátta og PISA árangur hefur hríðfallið eftir þessa lækkun og þessvegan er engin fylgni á milli lestrarkunnáttu og VSK staða á bókum.
Með öðrum orðum þá eru þetta eintómar dylgjur hjá þessum viðskiptamönnum.
hvells
![]() |
Bókatitlum kann að fækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2014 | 15:18
Áfellisdómur yfir Stefáni Eiríkssyni sem stjórnenda
"Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, telur áfangaskýrslu umboðsmanns borgarbúa, sem kynnt var í gær, gott tækifæri til að efla starfsemi sviðsins."
Það er greinilegt að Stefán hefur kynnt sér PR fræðin. Viðbrögðin hans við þennan áfellisdóm og sönnun um vanhæfni Stefáns sem stjórnenda túlkar hann sem "tækifæri" er ekkert annað en blekkingar.
Stefán er yfirmaður velferðarsviðs Reykjavíkur. Þar er samskiptavandi, stefnumótunarvandi, stjórnunarvandi sem bitnar á almenningi þessa lands. Stefán þarf að svara fyrir hans vanhæfni ellegar segja af sér.
Menn hafa krafist embættismönnum úrsögn með minna tilhefni.
hvells
![]() |
Sóknarfæri fólgin í skýrslunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2014 | 21:06
Píratar stiðja þetta
"Nóturnar á netið miðar að því að upplýsingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar verði gerðar almenningi tiltækar með rafrænum hætti á veraldarvefnum. Hin tillagan er af svipuðum meiði og gengur út á að fundargögn sem lögð eru fram á fundum nefnda og ráða Reykjavíkurborgar verði einnig gerð aðgengileg á veraldarvefnum."
Þetta er nánast skrifað upp úr loforðum Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Ég býst við stuðning frá þeim ekki satt?
hvells
![]() |
Vilja nótur borgarinnar á netið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2014 | 19:42
Sérhagsmunir gegn almenningi
"Þjónusta þeirra virkar þannig að viðskiptavinir geta pantað sér bíl í gegnum app í símanum, fyrir mun lægri fjárhæð en það kostar að taka hefðbundinn leigubíl."
Það er ljóst að sérhagsmunir reyna ávalt að skerða lífskjör almennings með því að berjast gegn framförum.
Uber gerir fólki kleypt að spara stórar fjárhæðir.
Uber gerir fólki kleypt að ná sér í auka tekjur með sínu farartæki og þar með auka sín lífskgæði og fjölskyldu sinnar.
Aukin nýting á fjármagni mun auka lífsgæði almennings.
Það eru öll rök sem benda til þess að Uber er frábær viðbót við þjónustu almennings en sérhagsmunir eru einsog þeir eru.... gefa skít í almannahag og vilja engu breyta.
hvells
![]() |
Lögbanni á leigubílana aflétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.9.2014 | 19:37
Hræðilegt frumvarp
Þetta frumvarp er hrákasmíð.
Það er hvergi getið um hinn aukna kostnað. Hver á að borga? Hvar á að skera niður til þess að eiga peninga fyrir þessu óþarfa aukakostnað.
Það hefur ekkert gefið í skyn að þessi óþurfti er eitthvað atriði.
Það er með ólíkindum hvernig þingmenn geta hagað sér og finnast sjálfsagt að nýta almannafé með þessum hætti.
Þetta hljómar ótrúlega sætt. Heilsugæsla í framhaldsskóla. En 10-15 nýjar "sætar hugmyndir" á ári mun gera Ísland gjaldþrota á þrem árum.
hvells
![]() |
Vilja heilsugæslu í framhaldsskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2014 | 19:35
Nokkuð ljóst
"Kristján segir að í sumum tilfellum komi það fyrir að leigusali borgi ekki af lánum sínum en taki jafnframt við greiðslu frá leigjanda. Í slíkum tilfellum geta leigjendum verið gert að rýma húsnæði með skömmum fyrirvara ef leigusali hefur ekki upplýst leigjendur eins og hann ætti að gera."
Fyrst voru allir að kenna fjármálafyrirtækjum um allt sem hefur farið útskeiðis.
En það er ljóst að leigusalinn er sökudólgurinn.
hvells
![]() |
Húsnæðið ekki íbúðarhæft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.9.2014 | 19:29
Kristín Ingólfsdóttir næsti forseti Íslands
Hvellurinn spáir því að árið 2016 mun Kristín Ingólfsdóttir bjóða sig fram til forseta Íslands. Og vinna.
Aron frá Keflavík mun einnig bjóða sig fram.
Ólafur Ragnar mun ekki taka slaginn. Þrátt fyrir áskoranir.
hvells
![]() |
Kristín hættir á næsta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2014 | 19:26
Gegn almenningi
Í hvert skipti sem tækniframfarir gagnast almenningi þá eru ávalt margar mótbárur. Ef við mundum alltaf hlusta á þær mótbárur þá værum við ennþá í moldarkofanum.
Það er hinsvegar frekar furðulegt að kjörnir embættismenn snúast í lið með hóteleigendum og verja þeirra sérhagsmuni gegn almenningi.
Airbnb veitir almenningi ódýrari gistingu.
Airbnb veitir almenningi auka tekjulind og eykur lífsgæði viðkomandi.
Airbnb sparar fjármagn með því að samnýta húsnæði og auka framleiðni fjármagnsins sem aftur leiðir til meiri hagvaxtar og betri lífsgæði almennings.
Það er allt sem mælir með Airbnb en samt eru sérhagsmunir sem berjast gegn þessari byltingu sem oft er kallað deilihagkerfið eða "the sharing economy"
hvells
![]() |
Berjast gegn Airbnb |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2014 | 14:17
Verkalýðsdólgar og lygararnir
"Kaupmáttur launa hækkaði um 3,5 prósent í júlí frá sama tíma í fyrra og er aukinn kaupmáttur með litlum launabreytingum talinn vísbending um að áherslur við gerð síðustu kjarasamninga hafi tekist nokkuð vel."
"Hvað einstakar starfsstéttir varðar hefur þjónustu- og afgreiðslufólk notið mestra kjarabóta"
Þessar staðreyndir er þvert á það sem Vilhjálmur Birgisson og aðrir dólgar hafa haldið fram.
Svo betur fer hefur Hvellurinn verið duglegur að benda á staðreyndavillur hjá þessum lýðskrumsdólgum og núna höfum við staðreyndirnar fyrir framan okkur.
Síðustu kjarasamningar hafa aukið kaupmátt meira en nokkurntímann eftir hrun og þá mest hjá þjónustu og afgreiðslufólki.
Kaupmátturinn hefur aukist meira eftir hóflega samninga fyrr á árinu en hann aukst ekki neitt eftir óhóflega samninga árin 2011 og 2012.
Verðbólgan át kauphækkanirnar.
Nú er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að hætta að hlusta á dólgana og einbeita okkur að staðreyndum og skynsemi.
hvells
![]() |
Laun stjórnenda ekki hækkað meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.9.2014 | 14:11
Bóla?
Alibaba er að velta meira en Ebay og Amazon til samans. (sjá mynd)
Það er alveg ljóst að þetta er topp fyrirtæki og mikla veltu. En er þetta fyrirtæki verðmætari en Starbucks? Eða 25 milljarða dollara.
25 milljarðar dollara er þrjúhundruðfallt núverandi tekjur. Það þarf mikla vaxtamöguleika til þess að réttlæta svona svakalegan margfalldara.
hvells
![]() |
Setur Alibaba heimsmet í útboðinu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)