Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sleggjan bönnuð á Eyjunni

Sleggjan er bönnuð á Eyjunni.

Fyrir bannið skrifaði ég athugasemdir undir eigin nafni.

Nú er búið að þagga í mér.

 

Eg veit af hverju. Ég er með óvinsælar skoðanir varðandi Ísrael, tek sérstaklega fram að þær eru ekki af trúarlegum toga því ég er trúlaus maður.

 

Við lifum í landi þar sem pólítíski rétttrúnaðurinn er allsráðandi. Þaggað er niður í þeim sem eru ekki með "réttar" skoðanir.

 

Sleggjan mun ekki hætta að segja sína skoðun. Geri það hér á blogginu og í athugasemdum á öðrum vefsíðum.

kv

Sleggjan


Það er vinstri stjórn á Íslandi

Vinstri stjórnin skar niður. Hægri stjórnin sem núna situr gefur í. Ef ég sem hægri maður og stuðningsmaður niðurskurðar og minnkunar á bákninu. Ætti ég samkvæmt þessu að kjósa vinstri stjórn næst. Ekki á ég að kjósa XD til þess að halda áfram að gefa í útgjöldum. 

 

Trackrecordið hjá XD er verri í góðærinu. Þar fór báknið út í þvílíka bólu. Aldrei XD.

kv

Sleggjan
10931544_10205918672754899_6165815001675062094_n

 


Öfugsnúnir stjórnmálamenn

Stjórnmálamenn tala mikið um frelsi og tjáningafrelsi á tryllidögum.

Einn stjórnmálamaður sagði að árásarnir í París voru vegna þess að hryðjuverkamennirnir eru illa við hinn frjálsa heim.

En hvað vilja stjórnmálamenn gera við frelsið þegar örfáir menn gera tilraunir til að ráðast á það?

 

Jú þeir minnka frelsið. Minnka ferðarfrelsi fólks, frelsinu til friðhelgi einkalífs og fleira.

 

Og hafa þeir mikla skömm fyrir.

hvells


mbl.is Munum finna fyrir hertum reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnin

Vantar meiri samkeppni.

Það gerum við með því að minnka reglugerðirnar. Alltof miklar kröfur eru til staðar ef stofna á banka. Eigandi Sparnaðar reyndi með mikið fjármagn á bakvið sig en það dugði ekki til.

Reglugerðir minnka, fleiri geta stofnað banka. Svo er neytendum val hvaða banka þeir treysta. Frelsið í hnotskurn.Samkeppni væri um vexti.

 

 

Við þessa dreifingu minnkar hættan á too big to fail dilemma sem er eitt það versta í fjármálageiranum.

kv

Sleggjan


mbl.is „Bankarnir hegða sér óásættanlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmungar á vinnumarkaði framundan

Læknar náðu með stöðu sinni og ótrúlegri heimtufrekju að sníkja himinháar hækkanir.

Á meðan er ríkissjóður stórskuldugur.

Úr Hagsjá Landsbankans. Vaxtagjöldin sem ríkissjóður ber eru ofboðsleg. Ekki eru þrýstihóparnir er fara fram á að þau lækki.

Það ættu allir að hafa áhyggjur af skuldasöfnun ríkissjóðs. Þvert á móti er verið að auka skuldir. Eða er búið að koma fram hvar á að SKERA NIÐUR  á móti? Hélt ekki.

kv

Sleggjan


mbl.is Læknadeilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurgreiðum skuldir frekar

Úr Hagsjá Landsbankans. Vaxtagjöldin sem ríkissjóður ber eru ofboðsleg. Ekki eru þrýstihóparnir er fara fram á að þau lækki.

Sleggjan  hefur alltaf viljað niðurgreiða skuldir. Forgangsmál.

Bíðum með glórulausar hækkanir lækna umfram annarra á vinnumarkaði.

Bíðum með "leiðréttinguna". Réttara sagt sláum  hana af.

Setjum markílkvótann á frjálsan markað. Allir milljarðarnir sem fást beint í niðurgreiðslu skulda.

Skerum niður ýmis gæluverkefni.

 

Alvöru hægri menn. Alvöru skynsamir menn. Ættu að vera sammála.

 

Kv

Sleggjan


mbl.is Mjög óvenjulegar aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægri menn orðnir að vinstri mönnum

Það er ekki bara á Íslandi þar sem hægri menn hafa orðið að vinstri mönnum.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/01/04/stefnir-i-gridarharda-valdabarattu-vestanhafs-stal-i-stal-milli-obama-og-republikana/

"Eitt helsta forgangsverkefni Repúblíkana er að koma í gegn hinni umdeildu Keystone olíuleiðslu sem ætlunin er að flytji olíu frá olíusöndum Kanada alla leið suður til Texas."

Sleggjan: Hérna vilja hægri menn byggja pípur sem eiga vera á könnu einkaaðila. Hægri menn löngu hættir að hugsa um að spara í ríkisútgjöldum.

 

"....þeir hafa einnig lýst yfir andstöðu sinni við breytta stefnu gagnvart Kúbu." Sleggjan: Kúbustefnan er á þá leið að Obama vill létta af viðskiptahindrunum. Leyfa frjáls viðskipti. Hægri menn vilja það ekki eins sorglegt og það hljómar.

 

"Hugsanlegt er að Repúblíkanar noti Kúbustefnu forsetans sem bitbein í samningaviðræðum um fjármögnun Heimavarnarráðs Bandaríkjanna (Department of Homeland Security)." Sleggjan: Áfram vilja hægri menn eyða skattpeningum í Homeland Security. Þess má til gamans geta að það var Bush Yngri "hægri maður" sem stofnaði þetta ríkisapparat sem er orðið stjórnlaust.

 

 

 

Svona getur pólítíkin verið skemmtileg.

kv

Sleggjan


Í fullum gangi

Fólkið í landinu vilja meiri lífsgæði.

Svo lengis em heimilin í landinu vilja betri líf þá ætti umsóknin að vera í gangi.

Á meðan Heimssýn vill skerða lífskjör almennings með þröngsýni.

hvells


mbl.is Aðildarumsóknin á byrjunarreit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjáum til

Það væri kannski ágætt að Grikkir mundu fara úr evrunni... með þeim efnahagslegu hörmungum sem því mun leiða af.

Þá sjá NEI sinnar hversu slæmt er að vera með sinn eigin gjaldmiðil sem hríðfellur.

Eina ástæðan fyrir því að Grikkland er ekki gjaldþrota er vegna evrusamstarfisins.

En gott mál... ef Grikkir kjósa yfir sig þessa vitleyus þá skulu þeir bara drekka það tevatn.

hvells


mbl.is Íhugar að sparka Grikkjum úr evrusamstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegt......mjög lélegt

Matarskatturinn hækkar um 4% og þeir kenna ríkisstjórninni um að hækka verð um 60&.

Það er ekkert að því að hækka verð en að kenna orðum um er aumingjaskapur.

hvells


mbl.is Rúnstykkin hækka um 60%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband