Verkalýðsdólgar og lygararnir

"Kaup­mátt­ur launa hækkaði um 3,5 pró­sent í júlí frá sama tíma í fyrra og er auk­inn kaup­mátt­ur með litl­um launa­breyt­ing­um tal­inn vís­bend­ing um að áhersl­ur við gerð síðustu kjara­samn­inga hafi tek­ist nokkuð vel."

"Hvað ein­stak­ar starfs­stétt­ir varðar hef­ur þjón­ustu- og af­greiðslu­fólk notið mestra kjara­bóta"

Þessar staðreyndir er þvert á það sem Vilhjálmur Birgisson og aðrir dólgar hafa haldið fram.

Svo betur fer hefur Hvellurinn verið duglegur að benda á staðreyndavillur hjá þessum lýðskrumsdólgum og núna höfum við staðreyndirnar fyrir framan okkur.

Síðustu kjarasamningar hafa aukið kaupmátt meira en nokkurntímann eftir hrun og þá mest hjá þjónustu og afgreiðslufólki. 

Kaupmátturinn hefur aukist meira eftir hóflega samninga fyrr á árinu en hann aukst ekki neitt eftir óhóflega samninga árin 2011 og 2012.

Verðbólgan át kauphækkanirnar.

Nú er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að hætta að hlusta á dólgana og einbeita okkur að staðreyndum og skynsemi.

hvells


mbl.is Laun stjórnenda ekki hækkað meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eru nú greiningadeildir bankanna ordinn hinn heilagi sannleikur? Ja hérna bara, ég segi nú ekki annad, Sleggjuhvellur.

Halldór Egill Guðnason, 16.9.2014 kl. 17:39

2 identicon

"Þessar staðreyndir er þvert á það sem Vilhjálmur Birgisson og aðrir dólgar hafa haldið fram."

Nú finnst mér að þú hafir farið fram úr þér. Ég efa það að margir hlusti á það sem að þú skrifar á þessu blogi þínu ef að þú ert með svona persónuárásir á fólk. 

Málefnin (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 18:08

3 Smámynd: sleggjuhvellur

Staðreyndirnar tala sínu máli.

hvells

sleggjuhvellur, 16.9.2014 kl. 19:14

4 identicon

Alveg sama. Þetta er persónuárás. Ég efa það að þú yrðir glaður ef að ég myndi kalla þig dólg á mínu blogi.

Málefnin (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 22:10

5 Smámynd: sleggjuhvellur

Talsmátinn og upprhópanir minnka oft vægi og virðingunna á það sem sagt er.

Það sígjast inn hægt og hljótt vonandi.

kv

Sleggjan

sleggjuhvellur, 17.9.2014 kl. 08:59

6 identicon

Rétt hjá Hvellinum, staðreyndir tala fyrir sig sjálfar.

Dude (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband