16.9.2014 | 19:26
Gegn almenningi
Í hvert skipti sem tækniframfarir gagnast almenningi þá eru ávalt margar mótbárur. Ef við mundum alltaf hlusta á þær mótbárur þá værum við ennþá í moldarkofanum.
Það er hinsvegar frekar furðulegt að kjörnir embættismenn snúast í lið með hóteleigendum og verja þeirra sérhagsmuni gegn almenningi.
Airbnb veitir almenningi ódýrari gistingu.
Airbnb veitir almenningi auka tekjulind og eykur lífsgæði viðkomandi.
Airbnb sparar fjármagn með því að samnýta húsnæði og auka framleiðni fjármagnsins sem aftur leiðir til meiri hagvaxtar og betri lífsgæði almennings.
Það er allt sem mælir með Airbnb en samt eru sérhagsmunir sem berjast gegn þessari byltingu sem oft er kallað deilihagkerfið eða "the sharing economy"
hvells
Berjast gegn Airbnb | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hagsmunaaðiliar hafa alltof mikil völd.
Líka hér á Íslandi.
kv
Slegg
sleggjuhvellur, 17.9.2014 kl. 08:57
gegn almenningnum sem býr í íbúðahúsi og íbúðarhverfi og nú er það allt í einu orðið atvinnuhúsnæði með læti, rask, óþrifnað og allt sem fylgir því. hvað með þann almenning?
eins og í flestu þá virðistu ansi illa upplýstur því stór hluti á airbnb eru atvinnumiðlarar sem eru að leigja úti fleiri fleiri íbúðir
einnig fara þessar íbúðir af markaðnum þannig ég sé ekki hvaða almenning það er til hagsbóta.
tryggvi (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.