Áfellisdómur yfir Stefáni Eiríkssyni sem stjórnenda

"Stefán Ei­ríks­son, sviðsstjóri vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, tel­ur áfanga­skýrslu umboðsmanns borg­ar­búa, sem kynnt var í gær, gott tæki­færi til að efla starf­semi sviðsins."

Það er greinilegt að Stefán hefur kynnt sér PR fræðin. Viðbrögðin hans við þennan áfellisdóm og sönnun um vanhæfni Stefáns sem stjórnenda túlkar hann sem "tækifæri" er ekkert annað en blekkingar.

Stefán er yfirmaður velferðarsviðs Reykjavíkur. Þar er samskiptavandi, stefnumótunarvandi, stjórnunarvandi sem bitnar á almenningi þessa lands. Stefán þarf að svara fyrir hans vanhæfni ellegar segja af sér.

Menn hafa krafist embættismönnum úrsögn með minna tilhefni.

hvells


mbl.is Sóknarfæri fólgin í skýrslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki allt í lagi um borð? Á hvaða hátt er þessi skýrsla "sönnun um vanhæfni Stefáns"?

Stefán tók við sem sviðsstjóri þarna fyrir sléttum sex vikum - þann 1 sept síðastliðinn. Skýrslan er hinsvegar um ástandið eins og það er búið að vera síðastliðin ár, sem er örugglega ein af ástæðunum fyrir því að það var ráðinn þarna inn nýr stjórnandi. Eigum við ekki að gefa honum tækifæri til að taka á vandanum áður en við tökum fram heykvíslarnar og kyndlana?

Birgir (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 16:12

2 Smámynd: sleggjuhvellur

Skulum gera það. Þetta er áfellisdómur yfir stjórnendur þarna á bæ.

Stefán er ekki einn sökudólgur. Rétt er það. Leiðréttist það hér með.

hvells

sleggjuhvellur, 17.9.2014 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband