19.9.2014 | 18:38
Sjálfhverfir landsmenn með miklar kröfur
http://www.dv.is/frettir/2014/9/19/baud-thingmonnum-ad-skoda-myglu/
Hún er sár að þingmenn komu ekk að skoða myglu.
Ég hef þrjár athugasemdir:
1. Það mætti þingmaður. Jón heitir hann. Samt er hún fúl að þingmenn mættu ekki. En samt mætti allavega einn í þetta furðulega mission.
2. Þingmenn eru þingmenn. Ekki mygluskoðarar. Sjóndeildarhringurinn hjá henni er frekar stuttur. Hún heldur að ef hún er í vanda þá eiga allir landsmenn að finna til með henni og gera allt fyrir hana, ma.a. þingmenn. Meira segja ráðherra á að mæta heim til hennar. Mundi þegn í einhverju öðru landi gera þær kröfur að fá ráðherra heim til sín að skoða veggi inni hjá sér? Nei! Svo fara með þetta í blöðin.
3. Hvað er DV að flytja fréttir af svona sjálfhverfum einstaklingum.
kv
Sleggjan
Athugasemdir
Sammála þessu.
RÚV sýndi líka frétt frá þessu.
Þetta er bara enn eitt dæmið um hvernig hugsunarháttur almennings er. Ef það er eitthvað að þá er fyrst litið til stjórnmálamanna.
Þetta er vafasöm vegferð.
hvells
sleggjuhvellur, 19.9.2014 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.