Ekki svo einfalt

Hér er gengið út frá því að við Íslendingar erum að vinna langa vinudag útaf okkur finnst svo töff að vera upptekinn. Og því lengri vinnudag því minni afköst.

Þetta er allls ekki rétt.

Framleiðni vinnuafls skýrist af fleiri þáttur. 

McKinsey gerði skýrslu um Ísland og benti á leiðir til að auka framleiðni.

http://www.mckinsey.com/locations/Copenhagen/our_work/How_We_Work/~/media/Images/Page_Images/Offices/Copenhagen/ICELAND_Report_2012.ashx

 

Minnsta framleiðni er í landbúnaðinum og mesta framleiðni er í álverum og útgerð. Er það útaf bændur eru svo latir og vinna langan vinnutíma og álversstarfsemnn eru svo duglegir og vinna stuttan vinnutíma? Alls ekki.

Þessi munur skýrist að mörgu leyti af fjárfestingu. Það er mun meiri fjárfesting á bakvið hvern álversstarfsmann sem hjálpar við framleiðni.

 

Ef við tökum eitt einfalt dæmi.

Tveir menn sem þurfa að grafa jafnstóra skurði.

Einn er á gröfu sem kostar 70mkr

Og hinn er með skólfu úr Byko sem kostar 5500kr

Hver haldiði að verði fljótari að grafa skurðinn?

Gröfukallinn að sjálfsögðu. 

Er það vegna þess að gaurinn með skóflunni var að vinna svo langan vinnudag og fannst svo töff að vera í vinnunni?

Svari hver fyrir sig.

hvells


mbl.is Er þjóðin að drepast úr leti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sleggjuhvellur

Stundum þarf svona einfalt dæmi svo fólk vakni.

kv

slegg

sleggjuhvellur, 24.9.2014 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband