24.9.2014 | 21:24
Ósvífnir læknar og yfirmenn
Jæja , vælukórinn byrjaður.
En á sama tíma:
http://www.dv.is/frettir/2014/9/17/toppar-landspitalans-i-vellystingum/
Held að það sé auðvelt að hvað sem yfirlæknar segja, þau orð detta niður dauð vegna lúxusferðar sem kostar jafn mikið og læknatæki.
kv
Sleggjan
Skilja ekki vanda Landspítalans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
áhugavert
hvells
sleggjuhvellur, 24.9.2014 kl. 21:31
Veit ekki hvað Sleggjan á við.
Klárlega er að flæða undan íslenska heilbrigðiskerfinu sem er nú í fríu falli. Það er vanfjármagnað og það þarf umfangsmiklar skipulagsbreytingar til að auka afköst, nýta starfsmenn betur og rannsóknarþjónustu og til þess þarf að slá saman stofnunum og byggja nýtt.
Ef rekstrarkostnaður íslenska heilbrigðiskerfisins sem er einangrað og dreift er skoðaður er hann ákaflega lár ef miðað er við norrænu módelin ef kostnaður við heilbrigðiskerfi á einstakling og sama á einnig við ef Bandaríkin eru skoðuð.
Við getum líkt heilbrigðiskerfinu við bíl. Við keyrum ekki á Lexus, heldur á gömlum ryðguðum Fíat og við blasir gríðarleg álagsaukning næstu 2-3 áratugina. Spurningin hvort við séum að færast úr ryðgaða Fíatnum niður í lítinn kassabíl.
Sviðsmyndin er mjög fyrirséð. Það er nánast ómögulegt að fá inn hæfa sérfræðilækna en þeir eru allir menntaðir erlendis án þess að íslenska ríkið greiðir krónu fyrir það. Um 60% íslenskra lækna eru eldri en 50 ára, 30% 60 ára og eldri. Læknum hefur fækkað um næstum 40 að meðaltali á hverju ári frá 2008. Það er nánast svo að það er ákaflega erfitt að fá fólk og margt lykilfólk í íslenska heilbrigðiskerfinu er búið að fá nóg og því miður held ég ekki að menn hafa neitt gríðarlegan tíma til að snúa þessari ógæfu á betri veg. Menn eru að missa fólk út til bæði Bandaríkjanna og Norðurlandanna. Ég hef heyrt að það eru innan við 20% íslenskra krabbameinslækna vinna á Íslandi og það er ómögulegt að fá fólk til að koma. Launakjör, aðstaða, yfirgengilegt vinnuálag með vöktum, og stöðugur sparnaður freystar ekki fólks með launabáráttu og væli og ekki minnst er í raun Landspítalinn búinn að stórskaða orðspor sitt sem atvinnurekandi sem er gríðarlega alvarlegt.
Gunnr (IP-tala skráð) 25.9.2014 kl. 09:34
En lúxusferðin Gunnr?
kv
slegg
sleggjuhvellur, 25.9.2014 kl. 17:47
Slegg, þú meinar sem sagt að menn geti slátrað islenska heilbrigðiskerfinu fyrir tvo ráðstefnudaga hjá einhverjum örfáum stjórnendum Lsp.
So be it!
Þú getur rétt ímyndað þér að það munni keppast einkaaðilar að opna sjúkrahús á Íslandi, eða þá þó heldur í samkeppni við fjársveltan Lsp. Heldur þú að það sé margt fólk sem hefur efni á þessu þegar fólk er að væla yfir gjöldum sem myndu ekki duga fyrir bílastæðunum fyrir utan prívat klínikkur á td. Norðulöndum þar sem tíminn getur kostað milli 60-80 þúsund íslenskar og smá aðgerðir 160-250 þúsund íslenskar og þetta margfaldast. Raunar er hægt að slá upp þessu á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum, Englandi eða á Norðurlöndum. Það er enginn að fjárfesta í að byggja upp aðstöðu í fámenninu á Íslandi í einhverri samkeppni það er ekkert annað en glórulaus draumnsýn. Íslenska heilbrigðiskerfið getur augljóslega sent fólk á sjúkrahús í nágrannalöndum og reynt að fá tilboð þar.
Gunnr (IP-tala skráð) 25.9.2014 kl. 21:32
@2: Það sem þú nefnir er gríðarlega mikilvægt og ánægjulegt að sjá þig nefna þetta. Ég hef vitað af þessum lýðfræðilegu málum sem þú nefnir í þó nokkuð mörg ár. Vandinn er sá að þeir sem halda um budduna skilja ekki vandann. Það blasir við stórslys í heilbrigðismálum þjóðarinnar og afar fáir virðast skilja vandann. Sleggjan og hvellurinn virðast engan veginn átta sig á vandanum frekar en aðrir.
Gunnr nefnir rekstrarkostnað mismunandi heilbrigðiskerfa. Það hefur lítið upp á sig að slá um sig með tölum ef menn skilja þær ekki. Menn hafa sett út á kostnað í USA og vissulega er hann mikill en þar eru biðlistar nánast ekki til þó þar verði fljótlega breyting á. Biðlistar eru lögmál hérlendis og sums staðar erlendis.
Ef ég veiktist og þyrfti að leita til Gunnrs væri hann ekki að vinna fyrir mig, ég væri ekki vinnuveitandi hans heldur þriðji aðili. Það er vandamál.
Gunnr veit kannski af hverju lækna vantar ekki í USA?
Lykillinn hér, eins og annars staðar, er að hafa frjálsan markað með frjálsri verðmyndun. Slíkt fyrirkomulag væri líka heilbrigðisstarfsmönnum í hag líkt og sjúklingum. Í dag eru flest heilbrigðiskerfi undir hæl hins opinbera. Þegar menn skilja ekki vandann er ekki hægt að leysa hann :-(
Helgi (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 06:25
@Helgi
Það er augljóst að það þarf að nýta fé til heilbrigðiskerfisins betur og Ísland er örsmá eining. Menn einblína á byggingarkostnað á Íslandi en hvað varðar heilbrigðiskerfið er rekstrarkostnaðurinn sem er höfuðmálið. Hér er það vaktakostnaður, fjárfesting í þjálfun og ekki minnst aðgengi að starfsfólki. Það eru engin læknisfræðileg rök fyrir því að reka sjúkrahús í Keflavík, Selfossi eða Akranesi þegar stór hluti starfsfólksins býr á höfuðborgarsvæðinu og fólk sem er að gegna bakvöktum gerir það heiman frá sér á höfuðborgarsvæðinu. Röksemdin fyrir þessu er ekki læknisfræðileg heldur byggða/hreppastefna. Það að hafa sjúkrahús á Heimaey með um 4000 íbúum er í raun stórfurðuleg ráðstöfun og fleirra mætti týna til.
Það eru stöðugir flutningar fólks til rannsókna fram og bilbaka milli gamla Borgarspítalans (Landspítalans í Fossvogi) og Landspítalans, tvöfaldar vaktir og annað bull. Raunar er gjörgæsludeild á báðum stöðum í allt of litlu húsnæði hvor um sig og margfalt fleirra mætti telja. Erlendir og innlendir sérfræðingar telja að heildarsparnaður/hagræði af einungis af að sameina Landspítalan undir eitt þak eru alla vega 3 miljarðar á ári að leggja niður Akranes, Selfoss, Keflavík og Vestmanneyjar og sameina þetta allt mun væntanlega vera miklu hærri upphæð kanski 4 miljarðar á ári og það gerir 40 miljarða á 10 árum og 80 miljarða á 20 árum sem væri hægt að nýta til að bæta þjónustu enda eru menn að mæta flóðbylgju þegar gríðarstórir árgangar eru að skríða yfir 60tugt.
Það er væntanlega hægt að bjóða út einstaka verkliði hvað varðar aðgerðir en smæð og einangrun íslenska markaðarins gerir það í raun óraunhæft að halda að það komi aðilar til að byggja upp rándýra sjúkrahúsþjónustu án þess að langtíma og verðtryggðir þjónustsamningar séu í gildi. Traustið á íslenskum stjórnvöldum er ekki upp á marga fiskanna. Bendi raunar á að rekstur hjúkrunarheimila er í raun einkarekstur. Það er ekki hægt að reka þetta með tapi annars leggst þetta niður í raun um leið. Mörg lítil einkasjúkrahús hafa farið á hausinn m.a. á Norðurlöndum vegna þessa.
Það að halda að það verði einhver gríðarleg samkeppni er tálsýn nema þá um lykilstarfsmenn.
Besta tækifærið til að einkavæða er helsugæslan. Í Noregi fóru þeir þessa leið fyrir 13 árum, svíar hafa farið enn rótækari leið. Á Íslandi er þetta með 2 undantekningum miðstýrður ríkisrekstur.
Hvað varðar Bandaríkin er þar mörg kerfi og það er mismunandi milli fylkja. Það vantar sérfræðilækna á mörgum stöðum í Bandaríkjunum. Þar er gríðarleg skriffinska. Höfuðreglan er þar að 3. aðili borgar annað hvort sem það er ríkið sem áður var Medicare fyrir eftirlaunaþega, Medicaid fyrir fátæka nú sameinað undir Patient Protection and Affordable Care Act(PPACA) eða "Obamacare" eins og það er kallað og síðan tryggingarfélög sem flest eru með himinháar arðgreiðslur og það er óralangt frá því að vera paradís en klárlega margt sem hægt er að læra þar. Laun lækna eru í mörgum tilfellum langtum hærri sem og laun hjúkrunarfræðinga og annara fagstétta. Kostnaðurinn við heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna er nákvæmlega helmingi hærri nærri 18% af þjóðarframleiðslu meðan það er um 9% hér og þar er innifalin "byggðastefna".
Gunnr (IP-tala skráð) 27.9.2014 kl. 10:21
@Helgi,
Miðað við almenn íslensk launakjör, eftirlaunagreiðslur og bótagreiðslur get ég vart ímyndað mér að það verði stór hópur Íslendingasem hafi efni þessari draumsýn. Væntanlega ekki nema um 1 - 0,1%
Fyrir allnokkrum árum var stór hópur danskra stjórnmálamanna að skoða heilbrigðisþjónustuna í Sviss og fóru inn á eitt glæsilegasta einkasjúkrahús landsins og fóru að fárast yfir danska og spurðu hvers vegna ekki í Danmörku. Ástæðan var að rekstrarkostnaður þessa sjúkrahúss var 5-6 sinnum hærri en rekstrarkostnaður meðal dansks sjúkrahús. Það er ekki hægt að bera saman perur og rúsínur.
Ef fólk vill "keyra" á Lexus eða Mercedes þá verður að borga fyrir Lexus. Menn eru að "keyra" gamlan ryðgaða Fíata það verður kanski hægt að fá nýjan Tato Nano http://no.wikipedia.org/wiki/Tata_Nano. Það að halda að það sé hægt að spara einhverjar stórar upphæðir í íslenska heilbrigðiskerfinu verða fyrir miklum vonbrigðum.
Gunnr (IP-tala skráð) 27.9.2014 kl. 11:02
@Gunnr:
Hluti vandans er aðkoma hins opinbera og sú gríðarlega skriffinnska sem sú aðkoma hefur í för með sér. Skriffinnska kostar peninga. Þú miðstýrir aldrei sæmilega stórum einingum án þess að útkoman verði með einum eða öðrum hætti neikvæð.
USA heilbrigðiskerfið kostar mun meira en t.d. okkar en þar er fólk líka að borga fyrir meira og það hef ég nefnt við þig. Þú verður að vita hvað stendur á bak við þessi 18% í USA versus þessi 9% hérlendis. Þessar tölur segja ekki að kerfið í USA sé óhagkvæmara en hér.
Vegna þess að þriðji aðili borgar er fólki iðulega sama um kostnaðinn, það er vandamál í USA. Þar er sóun líkt og hér.
Ef heilbrigðiskerfið yrði einkavætt að verulegu leyti myndi fólk líka hafa meira á milli handanna því skattar ættu þá líka að lækka. Fólk væri því betur í stakk búið til að mæta slíkum útgjöldum. Mér finnst ekki í lagi að niðurgreiða heilbrigðisþjónustu fyrir fólk sem hugsar ekki um eigin heilsu. Reykingamaður á t.d. að þurfa að standa fjárhagsleg skil á sínum lífsstíl, ég á ekki að þurfa að borga þann reikning þó það sé þannig í dag. Fólk sem hreyfir sig ekki og er of feitt á líka að þurfa að greiða fyrir sitt val, það á ekki að vera hægt að senda mér reikninginn vegna þess hvernig það kýs að haga sínu lífi. Þetta gerir kerfið óhagkvæmt og veldur sóun.
Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á það hvernig verið er að spila með mannslíf. Vegna áralangs klúðurs íslenskra stjórnvalda mun fólk í vaxandi mæli láta lífið því heilbrigðiskerfið er ekki í stakk búið til að mæta þörfum þjóðarinnar. Læknaskortur er t.d. nokkuð sem fjölmiðlar hafa voðalega lítinn áhuga á að ræða - einhverra hluta vegna. Þegar áhugi var á að reisa hér einkasjúkrahús (á Reykjanesi í tíð síðustu ríkisstjórnar) var það kæft því þáverandi stjórnvöld voru alfarið á móti einkaframtaki. Erlendis er til heilbrigðistúrismi og hvers vegna má ekki leyfa einkaaðilum að freista gæfunnar hérlendis? Þeir Íslendingar sem vilja og geta greitt aukalega eiga að fá að gera það - sú forsjárhyggja sem riðið hefur röftum hér og annars staðar er alveg ótrúleg. Minnir að ég hafi séð nýlega að núverandi heilbrigðisráðherra sé alveg á móti því að einkavæða m.a.s. að hluta til heilbrigðiskerfið. Hvernig getur D verið flokkur atvinnulífsins með svona viðhorfi?
Þegar þetta klúður í heilbrigðiskerfinu fer að valda dauðsföllum (ef það hefur ekki þegar gerst) þarf að loka fyrrverandi, núverandi og verðandi þingmenn og ráðherra inni sem ekki skilja eða hafa þrek til að leysa vandann í stað þess að pönkast í heilbrigðisstarfsmönnum eins og ríkissaksóknari kýs að gera.
Helgi (IP-tala skráð) 28.9.2014 kl. 06:53
@Helgi,
Þegar menn álykta um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna er eins og að álykta um heilbrigðiskerfi Evrópu. Það verður að ræða þetta eftir ríkjum Bandaríkjanna og ef þette er skoðað verður myndin ekki einfaldari. Margir hafa mjög sterkar skoðanir á heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum og virðist þetta byggjast oft á upplýsingum í gegnum kvikmyndir eða frásögnur. Ég vann um tíma á gríðarstóru sjúkrahúsi á topp-10 listanum yfir "bestu sjúkrahús í Bandaríkjunum" í nokkrar vikur og kynntist starfseminni. Samanborið við norræn sjúkrahús er overheadið miklu stærra og skriffinskan hreint og beint yfirgengileg. Það er í raun algjör undantekning að fólk kemur og greiðir kostnaðinn úr eigin vasa. Það er heil lánadeild sem sér um fjármögnun. Það er aragrúi tryggingarsamninga og í raun tryggingafélagið sem ákveður hvaða þjónustu sjúklingurinn fær. Td. hvort fá sjúkraþjálfun eftir hjartaaðgerð eða slag og hversu mikla. Fær raunar að ráða að stórum hluta hvaða meðferð er í boði.
Án efa er meðferð geðsjúkdóma það versta og það er í raun skammarblettur á Bandaríkjunum hvernig hefur farið fyrir þeim sjúklingum og kollegar og vinir mínir í Bandaríkjum eru fyrstir til að viðurkenna það.
Ef venjulegir mælikvarðar eru notaðir þá er Bandaríska kerfið gríðarlega dýrt, næstum 2 falt miðað við þjóðarframleiðslu á við Noreg/Sv íþjóð (18% vs 9%) og skora lægra á öllum sviðum yfir heildina. Þú finnur þar það allra besta innan læknisfræðinnar og það allra versta og síðan mitt á milli.
Í Suðurríkjum Bandaríkjanna eru menn raunar kommnir á par við velstæð Afríkuríki hvað varðar árangur og óralangt lægra en í Evrópu eða Norður Evrópu.
Í Evrópu viðast hvar og einnig á Norðurlöndum ertu með privat heilbrigðiskerfi sem er utan við hið opinbera þar sem sjúklingurinn sjálfur, vinnuveitandi eða tryggingarfélag greiðir fyrir og er það viðbót við hið opinbera. Þetta er frekar dýrt tíminn hjá heimilislækni er um 20.000 - 25.000 íkr hjá sérfræðingi um 60-90.000 íkr. Þetta er um 2-3 faldur lögfræðingataxti. Raunar er ekkert sem hindrar íslendinga að sækja þessa þjónustu erlendis bæði á Norðurlöndum, Bretlandi og Bandaríkjunum og verðin eru að ég held ekki ósvipuð, þó heldur hærri.
Á Íslandi höfum við vanfjármagnað opinbert kerfi og einkennist af opinberri fátækt með lélegum húskosti, lélegum sjúkrarúmum, útslitngum dýnum, lélegum tækjum, lélegri mönnun og lágum launum. Ísland er að breytast í varahlutalager fyrir heilbrigðiskerfi nágrannalandanna þar sem fólk fer þangað í afleysingastörf. Það er að mér skilst enginn með yfirsýn hversu stór hlutinn en en margir eru in facto búnir að leggja niður stofupraxis og nánast meira eða minna farin þótt þau búi ennþá á Íslandi meira eða minna af fjölskylduástæðum
Ef menn halda að þeir fái betra og skilvirkara kerfi með að einkavæða þá þarf ótal margt til.
Einkavætt kerfi hefur í raun engar skyldur. Starfsemin getur verið lögð niður hvenær sem er. Vaktakostnaðurinn í heilbrigðiskerfinu sem er óheyrilegur leggst á hið opinbera, nema hið opinbera vill bjóða þetta út. Það að hafa 24tíma/365daga mönnun, með mannaðar skurðstofur, móttöku, rannsóknardeildir, hjúkrunarfólk, ritara, svæfingardeild kostar óheyrilegar fjárhæðir. Grundvallarskilyrðið er að það þarf bindandi þjónustsamning til fleirri ára ef nokkur myndi yfir höfuð leggja út í þetta. Vaxarbroddur einkavædda kerfisins er í Mið-austurlöndum og Austur-Asíu sem í Rússlandi og litla íslenska láglaunamíkróhagkerfið er á engan veginn samkeppnishæft. Til viðbótar kemur tungumálaþröskuldurinn. Íslensk læknastétt er upp til hópa afar vel menntuð og er alþjóðlega eftirsóttur starfskraftur enda menntuð erlendis. Íslendingar eru í raun komnir út fyrir Evrópu (þar með talinni Austur-Evrópu) hvað varðar launakjör.
Hvað er til ráða? Það þarf að bregðast við straks því annars held ég að hlutirnir fari hratt hrakandi. Það tekur ár/áratugi að byggja upp meðan það tekur vikur/mánuði að rífa niður.
Gunnr (IP-tala skráð) 28.9.2014 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.