7.10.2014 | 12:57
Dólgslæti
Heimtufrekja lækna má flokkast sem dólgslæti....á kostnað samfélagsins.
Þeir fá 900 þúsund á viku ef þeir skreppa útá land.
Skurlæknar vilja svo 100% launahækkun.... athugið það 100% LAUNAHÆKKUN!!!
Það er ljóst að læknar eru í engum tengslum við íslenskan veruleika.
Þeir eru gjarnir á að benda á það að læknar í svíþjóð eru með þessi og þessi laun. Já eiga þá allar aðrar stéttir á Íslandi að heimta sömu laun og þeir í Svíþjóð eru með? Leiskólakennarar, stjórnmálfræðingar, lögfræðingar, prestar og svo framvegis?
hvells
Ríflega helmingur lækna hefur kosið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrst þessi flökkusaga um 900 þúsund á viku.
Ertu ekki að fara fram úr þér? Er þetta ekki verktakagreiðsla, við afleysingu i einmenningshérað fyrir 24 klst/ 7 daga viku eða 168 tíma Hefur þú reiknað út hvert tímakaupið er ef greitt er jafnaðarkaup og engin yfirvinna/næturvinna þá eru þetta um 5360 Íkr og þá er undanskilið launatengdar greiðslur og eftirlaun.
Er þetta ekki lægri en laun iðnaðarmanns? Hvað tekur rafvirki eða pípulagningamaður fyrir útselda vinnu?
Ef við lítum á þetta miðað við ábyrgð, menntun og álag þá myndi þá er þetta þegar allt er tekið saman búðarkasslaun í Noregi. Það að mæta á slysstað hafa taka á móti fæðingum og vera stand by allan sólarhringi. Hvað finnst þér réttlátt tímakaup fyrir svona vinnu? Veist þú hvað er greitt fyrir svona afleysingarstörf á Norðurlöndum?
Grunnlaun sérfræðings fyrir 40 stunda vinnuviku er ekki nema um 580.000 Íkr og það er 6 ára grunnnám og 1 árs kandídatsár og 5-12 ára sérnám oft erlendis með doktorsnámi og menn geta ekki einu sinni keppt við Svíþjóð sem er í raun í miklum vandamálum vegna atgerfisflótta. Laun læknis án sérhæfingar eru um 350 þúsund á mánuði. Íslenska ríkið er að greiða blaðafulltrúum/aðstoðarmanni ráðherra 900.000 á mánuði og mér skilst að það séu 2 slíkir á hvern ráðherra og það má greiða daglaun 5 lækna (með 350þúsund á mánuði) fyrir 2 slíka aðstoðarmenn.
Ætla menn að láta markaðinn ráða launakjörum og síðan getur fólk valið hvort það vill "..take it or leave it.." í bókstaflegri merkingu.
Gunnr (IP-tala skráð) 7.10.2014 kl. 23:51
Verkfallsaðgerðir lækna verða annað hvort ákaflega bitlaust vopn og það verður hugsanlega sett á þá lög. Ég held að að margir reikna með að margir læknar séu á því að þetta sé síðasta úrslitatilraunin hvort yfir höfuð sé hægt að bæta kjör og ef ekki eru þeir annað hvort alfarið eða af stórum hluta í raun farnir að vinna erlendis.
Þetta er afar langt og krefjandi nám og sérnám og fólk getu valið að koma heim fyrir 600.000 sem kanski mætti toga upp í 900.000 með óheyrilegu vinnuálagi og ná þannig launum aðstoðarmanns ráðherra. Tölurnar tala sínu máli það eru um 60% lækna yfir 50tugu og allt að 30% 60 ára og eldri og þeir sem klára núna í vor ætla ekki að ráða sig á Landspítalann og læknar eru samningslausir núna í 9 mánuði.
Á Íslandi er bæjarstjórum í litlum krummaskuðum borguð há luan. Sem og viðskiptafræðingum í gjaldþrota bönkum sem reknir eru á bak við höft og eru ekki teknir alvarlega nema á Íslandi en hver skyldi nú vera alþjóðleg eftirspurn eftir þessu fólki, svarið er augljóst engin, nákvæmlega engin frekar en eftir íslenskum lögfræðingum. Það er aftur á móti eftirspurn eftir verkfræðingum, rafvirkjum, smiðum og heilbrigðisstarfsfólki og það er einungis tímaspursmál hvenær það fer að tikka inn á launakjörin. Nemar í Svíþjóð og Danmörku fá styrki meðan á Íslandi er engu slíku til að dreifa og sérnám í læknisfræði er alfarið á kostnað viðkomandi einstaklings sem og á kosnað nágrannríkjanna sem vilja halda í þennan verðmæta starfskraft.
Gunnr (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 00:11
Ég þekki helling af viðskiptafræðingur sem eru komin í góða og vel launaða vinnu erlendis.
hvells
sleggjuhvellur, 8.10.2014 kl. 03:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.