Mjög góð þróun

Nú get ég hætt að borga fyrir verslunarferðir Íslendinga. Þessar alræmdu helgarferðir til London eða Danmerkur.

Ég heimsæki mjög oft þessar borgir til að hitta vini mína sem læra á þessum stöðum. Ég fer með lítinn bakpoka þar sem ég geymi nærbuxur og baðvörur. Undir þessum 5 kg. Þarna borga ég fyrir þjónusta sem ég nýti mér.

 

Hingað til hef ég verið að borga fyrir annarra manna farangur. Bæði innritaðan og handfarangur. Sumar handfarangurstöskunar eru ekki handfarangur, þetta er huge töskur sem er troðið fyrir ofan hausinn á manni. Nú fá þessir verslunarfetish lið að borga fyrir þetta sjálf og við hin sem erum ekki að missa okkur í að kaupa efnisleg gæði í tíma og ótíma borga minna.

 

Takk fyrir mig WOW air.

kv

Sleggjan


mbl.is Eiga eftir að venjast töskugjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er vonandi það sem kemur, ekki neinn smá tími og óþægindi sem þessi töskuburður inn í farþegarými flugvélanna veldur, heyrst hefur að crewið í vélunum sé orðið rosalega þreytt á þessu.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.10.2014 kl. 17:50

2 identicon

Finnst fólki eðlilegt að hefðbundið kvenmansveski sé skilgreint sem handfarangur.

Þetta sá ég á Alicante flugvellinum að Wow innritunarliðið krafðist þess að kvennmansveski væri handfarangur og að fólk sem hafði yfirhöfnina á handlegnum . Því var gert að glæða sig i yfirhafnir því að annars teldust þær sem 1 stk hanfarangur

sæmundur (IP-tala skráð) 7.10.2014 kl. 20:53

3 identicon

Án þess að ég sé að segja skoðun mina á þessu Wow máli þá vil ég samt benda þér á að þú ert aldrei að borga fyrir farangur annarra og geri ég ráð fyrir því að þú sért að vitna í að fleiri kíló eyði meira eldsneiti og þar af leiðandi borgir þú hærra verð fyrir miðann. Þessi afsökun flugfélaga um að farangurinn eyði eldsneiti er ekki réttmæt þar sem það munar sáralitlu á eldsneytisnotkun við hvert auka kíló. Einnig það að það sé hættulegt að hafa of mikinn farangur er yfirleitt ofmetið því sárasjaldan þarf að skilja eftir farangur farþega vegna ofþyngdar. Flugvélarnar eru iðulega notaðar fyrir flutning á öðrum vörum ef það er pláss í þeim, fyrir út- eða innflutning, þar sem flugfélögin geta fengið aukatekjur af því líka.

Anna (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 00:38

4 Smámynd: sleggjuhvellur

@Anna

Bentu á heimildir máli þínu til stuðnings annars detta þessi orð niður dauð og ómerk.

kv

Sleggjan

sleggjuhvellur, 8.10.2014 kl. 12:46

5 identicon

@sleggjan. Ég hef engan sérstakan áhuga á því að verða við þessari hótun þinni, sem mér finnst dónaleg, og eyða tíma mínum í að sannfæra þig neitt frekar. Ef þessi ummæli eru dauð og ómerk fyrir þér er það bara í góðu lagi. Ef þú hefur áhuga getur þú bara kynnt þér þessi mál sjálfur.

Anna (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 16:27

6 Smámynd: sleggjuhvellur

Ég er einfaldlega að segja að þessi fullyrðing þín er ekki trúverðug.

kv

Sleggjan

sleggjuhvellur, 8.10.2014 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband