72% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB

Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Capacent vill mikill meirihluti landsmanna þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið.

Samkvæmt könnun var gerð dagana 27. febrúar til 5. mars 2014 eru 72% svarenda hlynnt því að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Þá eru 21% því andvíg og 7% eru hlutlaus.

Athygli er vakin á því að þessi könnun er framkvæmd eftir að tillaga utanríkisráðherra um að slíta viðræðunum var lögð fram á Alþingi.

Netkönnunin var lögð fyrir 1400 manns og 61% svaraði.

Í könnuninni var einnig spurt um afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu. Ríflega 37% aðspurðra sögðust vera hlynnt aðild. Nærri 47% eru andvíg og 16% eru hvorki hlynnt né andvíg.

Samkvæmt frétt RÚV segir að sumarið 2010, þegar síðast var spurt um aðild í þjóðarpúsli Gallup, hafi 26% verið með aðild en 59% á móti.

 

 http://evropan.is/evropa/72-vilja-thjodaratkvaedagreidslu-um-adildarvidraedur-vid-esb/

 

já við ESB

 

hvells


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband