16.10.2014 | 06:07
Ekkert skattfé
Það er sjálfsagt að einhverjir fjarfestar komi að þessu.
En ekki undir neinum kringumstæðum að á henda skattfé í þessa skýaborg.
hvells
Tillaga að þjóðarleikvangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er árangur Íslenska landsliðsins skýjaborgir...??....hvernig væri nú að koma sér upp úr torfkofanum og og reyna að minnsta kosti að hugsa aðeins til framtíðar..??
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 07:47
Helgi, skoðaðu "árangur" landsliðsins síðustu 10 árin en ekki síðustu vikna. Aðeins annað. Þetta er galin hugmynd. KSÍ hafi nóg "með sinn rekstur"...
Hvumpinn, 16.10.2014 kl. 08:01
Blessaður óviti, þú skapar ekki tekjur úr vonlausri auðlind. KSÍ er eitt best rekna félag á landinu, fyrir hvern uppseldan leik erum við að tapa allt að 20 milljónum, þ.e.a.s ef við erum með 10.000 sæti en ekki 15.000 sæti.Ertu yfir höfuð íslendingur?? Fyrir mér ertu bitur maður bakvið tölvuskjá.. Ef við komumst á EM fáum við einn milljarð og sætanýtingin á laugardalsvelli er ein sú allra besta í evrópu seinusttu 10 ár. Sterkustu árgangar KSÍ frá upphafi eru að ganga upp og er stækkun nauðsyn. Viltu frekar að skatturinn þinn fari í að byggja aðra hörpu? Nei hélt ekki.. Rífðu þig í gang félagi
Breki einarsson (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 09:02
Það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort borgi sig að stækka völlinn, skilar það nægum auknum tekjum til að standa undir stækkuninni? Ef ekki þá hlýtur að vera algjör vitleysa að standa í þessu - nema einhverjir fjárfestar eða styrktaraðilar leggi fram peninga, opinbert fé á ekki að fara í svona skýjaborgir frekar en Hörpuna eða aðra minnisvarða um misvitra stjórnmálamenn.
Gulli (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 09:16
Komið þið sælir.
KSÍ er íþróttasamband sem getur státað af þeim árangri að hafa skilað hagnaði nánast árlega síðustu 10 ár. Þeir hafa því eitthvað af fjármagni til innan veggja sambandsins sem myndu hjálpa við framkvæmdir á stækkun þjóðarleikvangsins. Leyfum okkur að rýna í staðreyndir, nýtingin á laugardagsvell síðustu ár er mjög góð (of góð), verkefnið er ekki of stór biti fyrir okkar þjóð (ég meina kommon 15-20k völlur?). Við erum ekki að tala um að byggja nýjan Nou Camp í miðri Reykjavík, nei við erum að tala um að gefa fleira fólki tækifæri á að koma á völlinn, aðsóknin er það mikil og miðað við hvernig yngri landsliðin eru að spila, afhverju ættum við ekki að leyfa okkur að vera hæfilega bjartsýn?. Skattpeningur hitt, skattpeningur það, við megum ekki líta á þetta sem neikvæða eyðslu á skattfé. Við erum að byggja upp og styðja íþróttahreyfinguna í landinu og afhverju er það ekki sjálfsagt að styrkja það sem er að ganga vel og gefa því tækifæri á að gera betur. Ég er orðinn löngu þreyttur á því að lesa nýjustu fréttir helstu fréttamiðla og komast að þeirri sorglegu staðreynd að allir miðarnir sem ég hafði hugsað mér að kaupa séu löngu farnir fyrir bí. Við erum ekki að fara að sitja þjóðfélagið á hausinn enn á ný, gætum jafnvel notað svæðið undir útitónleika að erlendri fyrirmynd og fjárfestum smávægilega í framtíðarvelgengni komandi kynslóða.
Kv. Einn sem vill ekki bara stara á bumbuna á sér og sjá hvort völlurinn gagnist sér beint
Þorgeir Örn Tryggvason (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 10:16
Ég vil að skatturinn minn fari alfarið í mennta og heilbrigðiskerfið. Ég get vel lifað af án Þjóðarleikfangs.
Ef hins vegar eru til fjárfestar (fyrir utan lífeyrissjóðina) sem eru reiðurbúnir að fjármagna þetta þá er það sársaukalaust af minni hendi.
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 11:11
Ef við komumst á EM og fáum milljarð þá er sjálfsagt að nota hann í þessa skýaborg.
Enda er það ekki skattfé.
Ekki misskilja mig.
Það væri gaman að fá nýjan völl en ég vill ekki að skattfé sé notað í það. Ef þetta er svona pottþétt og það verður uppselt í alla leiki og hamingja til framtíðar þá ætti fjárfestar að bíða í röðum að fjárfesta í þessu..... eða hvað?
hvells
sleggjuhvellur, 16.10.2014 kl. 11:48
Tölum saman þegar Landsspítalinn er fullbyggður og greiddur.
Snorri Hansson, 16.10.2014 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.