Þvæla

"Fram­leiðni á Íslandi er und­ir meðaltali OECD-landa. Frakk­land, sem hef­ur verið með 35 stunda vinnu­viku síðan árið 2000, er með tals­vert hærri fram­leiðni en Ísland og er mun ofar í mæl­ing­unni um jafn­vægi milli vinnu og frí­tíma. Dan­mörk, Spánn, Belg­ía, Hol­land og Nor­eg­ur eru efst á þess­um lista, þar er vinnu­tím­inn styttri en á Íslandi en fram­leiðnin meiri. Í öll­um þess­um lönd­um eru greidd hærri laun nema á Spáni. Ekki er því hægt að út­skýra meiri fram­leiðni né hærri laun með löng­um vinnu­degi. Þvert á móti er margt sem bend­ir til þess að styttri vinnu­dag­ur leiði til meiri fram­leiðni og meiri lífs­gæða,“"

Ég hef sjaldan lesið eins mikla þvælu. Í fyrsta lagi ætlar Frakkland að snúa af þessari helferðarleið sem valdboð um 35 stunda vinnu er.

Í öðru lagi þá er hér ekki minni framleiðni vegna lengri vinnutíma. Það eru ýmsar aðrar ástæður fyrir því. T.d lítil atvinnuvegafjárfesting, lítið frelsi í viðskiptum, of mikið regluverk, mikil sóun í opinbera kerfinu, menntakerfið er í molum og í krumlu ríkisins. 

 Mckinsey skýrslan kom með margar leiðir fyrir Ísland til þess að auka framleiðni. Ekkert af því var að breyta vinnuvikunni með valdi.

http://www.mckinsey.com/locations/Copenhagen/our_work/How_We_Work/~/media/Images/Page_Images/Offices/Copenhagen/ICELAND_Report_2012.ashx

Svo vill ég spurja VARAþingmanninn (LOL) hver hefur haldið því fram að lengri vinnudagur eykur framleiðni. Hef ekki heyrt neinn tala um það..... en samt er þessi fullyrðing í frumvarpi á Alþingi.

Þetta nær engri átti.

 

hvells


mbl.is Vilja að vinnuvikan verði 35 stundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur heilmikið verið skrifað um þetta og er ekki úr lausu lofti gripið. Ég hvet þig t.d. til að kynna þér skrif Guðmundar D. Haraldssonar, t.d. hér: http://www.dv.is/blogg/gudmundur-d-haraldsson/

Heiða María Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.10.2014 kl. 11:39

2 identicon

Frakkland setti ýmis markmið með þessari breytingu, svo sem átti breytingin að minnka atvinnuleysi. Því markmiði var til dæmis ekki náð.

Þeirra vandamál semsagt, er að þessi lausn var ekki endilega lausn á þeim markmiðum sem þeir settu sér.

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að framleiðni og lífsgæði aukast ekki sjálfkrafa við þessa breytingu. Það þarf meira til. Rökins sýna hins vegar að minni vinnutími _getur_ leitt til meiri framleiðni og lífsgæða.

Það er alveg hárrétt að það eru ýmsar ástæður fyrir lítilli framleiðni, eins og þú nefnir. En hvernig útskýrir þú þá að það sé _hægt_ að ná meiri framleiðni með 7 tíma vinnudegi en 8 tíma vinnudegi? Ef það er hægt, ættum við ekki að stefna á það?

Björn Leví (IP-tala skráð) 17.10.2014 kl. 12:43

3 Smámynd: sleggjuhvellur

að stytta vinnudag er ekki leið til betrið framleiðni

að bæta frameliðni næst með því að fara eftir skýrslunni sem ég linka hér að ofan.

þetta er virkt ráðgjafafyrirtæki og mér líður einsog fávita að benda á þessar leiðir og hlusta á sjálfskipaða fávita einsog Björn Leví sem skilur ekki ensku og getur ekki einfaldlega lesi skýrsluna og kemur með einhver fáránleg dæmi um ástæðu fyrir lítilli framleiðni.

hvellls

sleggjuhvellur, 17.10.2014 kl. 23:24

4 identicon

Sæll.

Hvells gerir vel með því að benda á þessu dellu. Ef kjósendur væru vel að sér myndu þeir hlæja flutningsmennina í burtu. Maður veit varla hvar maður á að byrja í gagnrýni sinni á þessa hugmynd.

Ef stytta á vinnuvikuna í 35 tíma eiga þá heildarlaun fólks að vera þau sömu? Á að borga fólki sömu mánaðarlaun fyrir minni vinnu? Hvernig eykur slíkt framleiðni? Ef ætlunin er að fólk haldi sömu launum fyrir minni vinnu ætla þingmenn greinilega að hækka laun fólks um ca. 12% með lagasetningu. Þarf ekki samþykki þeirra sem borga launin fyrir svona gerningi eða skiptir hann ekki máli? Vita þingmenn betur en atvinnurekendur hvað á gera við fé? 

Er eðlilegt að þingmenn skyldi fyrirtæki til að hækka laun og launafólk til að vinna minna? Skiptir hið opinbera sér ekki að nógu miklu fyrir?

Þegar menn tala um Frakkland er svolítið merkilegt að heyra viðkomandi ekki tala um hið mikla atvinnuleysi þar. Menn tala um Frakkland sem veika mann Evrópu. Skiptir það ekki máli? Hvells nefndi slæma reynslu Frakka af þessari hugmynd. Svo vita sennilega fáir að mörg fyrirtæki vilja alls ekki starfa í Frakklandi. Hvers vegna skyldi það nú vera?

Framleiðni eykst t.d. með einhvers konar tæknivæðingu eða skipulagsbreytingum, kennarar gætu kennt fjölmennari bekkjum, vélar leystu menn af hólmi, tölvur gera útreikninga auðveldari og hraðari, bókhaldarar eru minni tíma með bókhald nú vegna tölvutækni o.s.frv. Merkilegt að leyfa sér að líta framhjá þessu?!

Talað er um að heilmikið hafi verið skrifað um þetta mál. Margt af því er án efa skrifað af vanþekkingu. Styttri vinnuvika mun að öðru óbreyttu minnka framleiðni. Kostnaður fyrirtækja mun aukast við þetta og mörg störf því einfaldlega verða óarðbær sem þýðir atvinnuleysi. Vöruverð mun sennilega hækka því verslunarfólk mun án efa vinna meira á yfirvinnukaupi (nema þingmenn vilji að opnunartími verslana/fyrirtækja styttist).

Björn talar um að rök sýni að minni vinnutími geti leitt til meiri framleiðni og lífsgæða. Já, ef menn sleppa því að skoða dæmið í heild. Um 12% minni vinnutími mun að öðru óbreyttu þýða um 12% minni framleiðsla NEMA eitthvað annað komi til sem eykur framleiðni starfsmanns. Hvers vegna líta menn framhjá þessu mikilvæga atriði?

Björn spyr hvernig hægt sé að ná meiri framleiðni með 7 tíma vinnudegi en 8 tíma vinnudegi. Hvells svaraði því að ofan. Hvernig vill Björn auka framleiðni?

Ef Björn vill gera raunverulegt gagn og auka kaupmátt fólks ætti hann að beita sér fyrir einkavæðingu á t.d. heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Lækka þarf verulega allar opinberar álögur. Hefur Björn heyrt um Laffer bogann? Skera þarf niður á fjárlögum um 20% á ári næstu 4-5 árin og henda út þeim reglum sem torvelda verðmætaframleiðslu. Ef Björn vill hækka laun fólks hér þarf hann að skapa þannig aðstæður að erlend fyrirtæki sjái sér hag í því að starfa hér og ráða til sín Íslendinga, auka þarf eftirspurn eftir íslensku vinnuafli.

Það mun Björn hins vegar án efa ekki gera því til að leysa vanda þarf að skilja hann. Tillaga hans sýnir berlega að hann tilheyrir þeim stóra hópi sem veit vart hvað snýr upp eða niður í efnahagsmálum :-(

Helgi (IP-tala skráð) 18.10.2014 kl. 10:48

5 identicon

mér finnst þetta frábært nema íslendingar munu trúlega aldrei hætta að vinna yfirvinnu , annars er ekkert að þessu ef þeir hækka launinn í dagvinnu í leiðinni og með að fækka vinnustundum þá er spurning hvort atvinnuleysið mun ekki einnig minnka þar sem fyrirtæki þurfa að ráða fleiri í störfin.

David (IP-tala skráð) 18.10.2014 kl. 18:31

6 identicon

"Aðalmálið í þessari umræðu allri ætti þó að vera að bæta samfélagið okkar, til að gera fólki kleift að lifa betra lífi. Við nefnilega lifum ekki til að vinna – vinnan er til að gera okkur kleift að lifa, til að hafa í okkur og á.

Framkvæmdastjórinn lítur framhjá þessari mikilvægu staðreynd. Það er svolítið eins og hann – og fólkið sem hann vinnur fyrir – hafi engan áhuga að hugsa um tilgang og markmið vinnunnar.

En þegar á öllu er á botninn hvolft myndi stytting vinnudagsins mest gagnast fjölskyldum í landinu og auka lífsgæði þeirra með meiri og ríkari samvistum. Það er fyrir öllu."

https://www.dv.is/blogg/gudmundur-d-haraldsson/2014/10/18/samtok-atvinnulifsins-gegn-betra-fjolskyldulifi/

Heiða María Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.10.2014 kl. 19:20

7 identicon

Þakka áhugan og uppbyggilegar athugasemdir og spurningar.

Varðandi McInsey skýrsluna þá velti ég því fyrir mér hvort greinarhöfundur hefur lesið hana, miðað við athugasemdir hans og texta skýrslunnar. Eitt af vandamálunum er einmitt að við hendum bara klukkutímum á vandamálin í stað þess að búa til hagkvæmar lausnir, samkvæmt skýrslunni.

Þetta er dálítið hænu/egg vandamál. Það vita allir að skorpuvinna getur skilað stundargróða en er til lengri tíma lýjandi og slæm. Að mínu mati, miðað við gögn um vinnutíma og reynslu annara um fækkun vinnustunda, þá er þetta vandamál Íslendinga í hnotskurn. Þess vegna myndi framleiðni batna með styttri vinnutíma.

Það er hægt að bæta enn frekar með skilvirkari lausnum, ef vinnuveitendur hafa ekki bara ódýrt vinnuafl til að leysa vandann þá verða þeir að verða skilvirkari. Það væri mjög gott meira að segja að hækka lágmarkslaun samhliða þessu, en það er kjarasamningaatriði (nema það komi almenningsálit um lög þess efnis).

Ég lít alls ekki fram hjá tækninýungum. Þrátt fyrir þær, á undanförnum 40 árum, þá hefur það ekki skilað sér til vinnuaflsins í minni vinnu.

Af hverju eru norðurlöndin ekki með einkavætt mennta- og heilbrigðiskerfi? Hvernig í ósköpunum útskýrir þú að einkavæðing bjargi einhverju þarna? Þegar allt kemur til alls þá er það fólk sem rekur þessar stofnanir. Fólk getur rekið þær á hagkvæman hátt óháð hugmyndafræði um opinberan eða einkarekstur.

Björn Leví (IP-tala skráð) 18.10.2014 kl. 19:46

8 identicon

@5: Það að dreifa eymdinni á fleiri hefur verið reynt og kom ekki vel út. Kynntu þér aðeins efnahagssöguna. 

@6: Fólk þarf að hafa efni á því að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. Þú lítur algerlega framhjá því.

@7: Þú skautar yfir athugasemdir mínar og hvells. Finnst þér það málefnalegt?

Síðast þegar ég vissi var launakostnaður íslenskra fyrirtækja í hærra lagi miðað við OECD löndin. Fullyrðing þín um ódýrt vinnuafl hérlendis er því úr lausu lofti gripin.

Þú segist ekki líta framhjá tækninýjungum og er það gott að heyra. Nei, þær hafa sjálfsagt ekki skilað sér í styttri vinnuviku en þær hafa heldur betur skilað Íslendingum betri lífskjörum. Ef markmiðið er að hökta í sama farinu og leyfa framförum að gera okkur kleift að vinna sífellt skemur þá eiga menn að segja það. Flestir vilja geta leyft sér meira í lífinu í stað þess að vinna skemur og halda stöðugt sama lifistandard.

Merkilegt að heyra að þú áttar þig ekki á kostum þess að einkavæða þessi stóru batterí. Kynntu þér Laffer kúrfuna, hún spilar rullu þarna. Veist þú um eitthvað sem hið opinbera gerir betur en einkageirinn? Menntakerfið hérlendis er mjög dýrt miðað við OECD en gæðin afar vafasöm. Spítalar á Íslandi eru lekir og á þá vantar lækna. Þarf ekkert að endurskoða hvernig staðið er að málum þar?

Þú segir skorpuvinnu vera slæma og það er nokkuð til í því. Getur þú fullyrt að framleiðni á 7 tíma vinnudegi verði að óbreyttu meiri en á 8 tíma vinnudegi? Bara til að framleiða það sama á 7 tímum og 8 tímum þarf að framleiða um 14% meira á hverri vinnustund með 7 tíma vinnudag. Getur þú fullyrt að svo verði? Þú segir að framleiðni per vinnustund verði meiri en ofannefnt, hvernig getur þú fullyrt að svo verði?

Ef framleiðni batnar með styttri vinnutíma  þá er vert að hafa eftirfarandi í huga: 7 tímar leiða til meiri framleiðni en 8 tímar eftir því sem þú vilt meina. Ekki satt? Þá hljóta 6 tímar að leiða til meiri framleiðni en 7 tímar ef marka má þinn málflutning. Ekki satt? Framleiðni á 5 tímum hlýtur þá að verða enn meiri en með 6 tíma vinnudegi ef marka má þinn málflutning? Sérðu ekki hvar þetta endar?

Reynsla annarra af fækkun vinnustunda kippir í reynd fótunum undan öllum þínum málflutningi. Hvert er t.d. atvinnuleysið í Frakklandi? Opinberar tölur segja um 10% en næsta víst er að það er hærra af sömu ástæðu og opinberar atvinnuleysistölur hér eru ekki réttar. Skuldir hins opinbera þarlendis fara sömuleiðis ört hækkandi.

Af hverju þarf að hækka lágmarkslaun? Slíkt myndi hafa neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækja og setja sum þeirra á hausinn en þér er kannski sama um það? Önnur myndu sennilega neyðast til að hækka verð sem mun draga úr eftirspurn og valda þeim vandræðum. Þú verður að átta þig á því hvað það er sem gerir launahækkanir mögulegar. Það sem þú ert að nefna var prófað af Hoover í upphafi kreppunnar miklu í USA og virkaði ekki. Hvers vegna heldur þú að svo sé? Hvernig stendur á því að þú veist ekki af því?

Helgi (IP-tala skráð) 19.10.2014 kl. 12:11

9 identicon

Er einhver að nota þetta blog.is?

Merkilegir fuglar sem eru hérna ennþá..

Bjarki (IP-tala skráð) 19.10.2014 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband