28.10.2014 | 08:08
Hlutverk ríkisins
Það er ekki hlutverk ríkisins að reikna út einhverskonar neysluvísitölu. Það er ekki hlutverk ríkisins að gefa út eitt ríkisviðmið.... þetta er ótrúlegur sósíalismi.
Menn hafa mismunandi þarfir og neyslu..... endarleg tala verður alltaf umdeilanleg.
Sumir eyða miklum pening i föt. Sumir eyða miklu í mat. Sumir eyða meira í bíl.
Þessi tala hefur engan tilgang og að kynjagreina þetta svo í þokkabót toppar vitleysuna.
hvells
Ólík afstaða til neysluviðmiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert þá væntanlega mótfallinn miðstýrðri verðtryggingu lánskjara á grundvelli samræmdrar neysluvísitölu, ekki satt?
Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2014 kl. 13:25
Kynjagreina toppar vitleysuna.
kv
sleg
sleggjuhvellur, 28.10.2014 kl. 15:58
Hér er allur texti umsagnar jafnréttisstofu:
http://www.althingi.is/altext/erindi/144/144-187.pdf
Með tölvubréfi dags. 14. október 2014 óskaði velferðamefnd Alþingis efitr umsögn Jafnréttisstofu um þált. um útreikning nýrra neysluviðmiða fyrir íslensk heimili, 18. mál, þskj. 18. á 144. lþ.
Jafnréttisstofa tekur undir það að ástæða geti verið til að láta reikna út ný neysluviðmið fyrir íslensk heimili. Jafnréttisstofa minnir á nauðsyn þess að taka tillit til kynjasjónarmiða varðandi útreikninginn eftir því sem við á.
Sérstaklega getur þetta átt við í tengslum við fjölskyldustærð og hvemig hún kemur fram í opinberum gögnum. í hagtölum kemur t.d. ekki fram ijölskyldustærð allra, t.d. feðra eða mæðra sem fara sameiginlega með forsjá bara sinna ásamt hinu foreldrinu. Börnin hafa alla jafnan skráð lögheimili hjá móður og þá koma feðurnir fram sem einir í heimili, þótt bömin búi hugsanlega til jafns hjá þeim og mæðrum sínum. Það þarf m.a. að taka tillit til þessa hóps foreldra við útreikning neysluviðmiða.
Þarna er hvergi talað um kynjagreiningu heldur aðallega jafnrétti.
Hvaða nákvæmlega er það sem "toppar vitleysuna" að þínu mati?
Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2014 kl. 19:36
Samtökum atvinnulífsins er að takast ætlunarverk sitt: Að hrekja fólk af landi brott og flytja inn í staðinn ódýrt réttindalítið vinnuafl frá öðrum löndum. Þetta kalla þeir að gera ísland samkeppnishæft.
Toni (IP-tala skráð) 28.10.2014 kl. 21:15
Íslenska ríkinu ber skylda samkvæmt lögum, stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum að tryggja fólki lágmarksframfærslu.
Hvernig er hægt að uppfylla þessar skyldur þegar enginn veit hvað kostar að lágmarki að lifa mannsæmandi lífi?
Stærsta vandamálið ef þessi útreikningur færi fram, er náttúrlega að þá væri staðfest að stór hlutu þjóðarinnar lifur langt undir hungurmörkum.
Sigurður (IP-tala skráð) 29.10.2014 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.