28.10.2014 | 08:26
Óraunhæfar kröfur
Læknar eru með óraunhæfar launakröfur og eru að refsa almenningi fyrir sína eigin vankunnáttu.
Hvaða starfsstétt hér á landi er með sambærileg laun og á norðurlöndunum?
Hvað ef allar starfstéttir sem eru með lægri laun en á norðurlöndunum færu í verkfall?
Hagkerfið mund hrynja á fyrsta degi.
hvells
Álag og bið eftir þjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála!
kv
slegg
sleggjuhvellur, 28.10.2014 kl. 15:56
Ég held að menn séu að nálgast ástand sem menn hafa ekki fundið fyrir áður á Íslandi í það elstu menn muna. Það er að gerast að heilbrigðiskerfið nánast hrynji og það getur gerst fyrr en nokkurn grunar. Það myndast vítahringur gríðarlegs vinnuálags og vaktarbyrði sem brátt verður óbærileg vegna fámennis þegar álagið vex vegna hækkaðs meðalaldurs þjóðarinnar. Lykilfólk í mörgum greinum læknisfræðinnar er búið að fá algjörlega nóg og þetta hefur spurst út fyrir landsteina þar sem "head hunting" bransinn svífur yfir landinu eins og gammar. Það tekur áratugi að byggja upp það sem tekur vikur að rífa niður. Ég held að menn hafi ekkert sérstaklega mikinn tíma til að bjarga þessu. Það er komið að því að landið þarf að gera upp á milli þess að greiða niður undanrennuduft til útflutnings eða fyrir að flytja opinberar stofnanir út um landið eða vera með yfirmannað fjármálakerfi, útblásið embættismannakerfi og yfirborgaða bæjarstóra og yfirbyggingu í agnarlitlum sveitarfélögum.
Gunnr (IP-tala skráð) 28.10.2014 kl. 18:29
Smæð og lítil greiðslugeta á íslenska láglaunasvæðinu mun í raun gera það að verkum að það mun ekki spretta upp neinn alvöru markaður fyrir einkavædda heilbrigðisþjónustu. Þeir sem vilja fara þangað geta í raun farið til Englands, Bandaríkjanna, Sviss eða Norðurlanda og greitt fyrir það þar og þar má í raun sjá markaðsverðið. Væntanlega verða fáir íslenskir sérfræðingar flytja til Íslands og fá kanski 1/5 eða ennþá minna af laununum í íslenskum haftakrónum enda eru öll plön um að byrja með einkavædda heilbrigðisþjónustu lögð endanlega á ís enda eru þeir þá í beinni samkeppni við einkavæddu heilbrigðisþjónustu nágrannalandanna í launum.
Gunnr (IP-tala skráð) 28.10.2014 kl. 18:36
Raunar einskorðast þetta ekkert við lækna.
Vísa til fréttar í MBL.IS í dag
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/28/thridjungur_a_eftirlaun_eftir_thrju_ar_3/
"Starfandi hjúkrunarfræðingar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga eru 2.885 talsins, þar af eru 1.400 á Landspítala eða rétt tæplega helmingur. Um 95% allra hjúkrunarfræðinga eru í félaginu. Á næstu þremur árum geta 900 hjúkrunarfræðingar farið á eftirlaun og 630 á næstu tveimur árum."......"Í fyrra útskrifuðust 134 hjúkrunarfræðingar og segir Ólafur G. nú ljóst að gera verði átak í því að fá ungt fólk til þess að hefja nám í hjúkrunarfræði."..................
..".. árið 2011 hafi hátt á þrjú hundrað íslenskir hjúkrunarfræðingar sótt um hjúkrunarleyfi í Noregi. Er það um 10% starfandi hjúkrunarfræðinga."
Það þarf í raun ekkert ímyndunarafl til að sjá hvað er að gerast. Fólk er hætt að mennta sig í láglaunagreinum eða það er að flytjast til útlanda að fullu eða hluta. Það verður blóðug barátta að halda í fólk.
Gunnr (IP-tala skráð) 28.10.2014 kl. 19:17
Það að taka námslán til að fara á láglaunataksta er þróun sem mun hætta og síðan verður það framboð og eftirspurn sem ræður kauptöxtum.
Gunnr (IP-tala skráð) 28.10.2014 kl. 19:20
Óraunhæfar kröfur?
Nei.
Það er gríðarlegur flótti lækna frá landinu, og þeir sem eru úti að ljúka námi koma ekki heim.
Það er engin endurnýjun.
Þú stingur hausnum í sandinn í algerri afneitun.
Það er ekkert val, annað hvort hækkum við laun lækna, eða leggjum heilbrigðiskerfið niður.
Það þýðir ekkert að segja "þetta er nóg handa þeim", þeir fara þá bara annað.
Sigurður (IP-tala skráð) 29.10.2014 kl. 00:52
ég er þreyttur á að þið vinstri dólgar eru að tala niður okkar heilbrigðiskerfi á hverjum degi.
hvells
sleggjuhvellur, 30.10.2014 kl. 10:09
Þú verður að leggja þér til kurteysi Sleggjuhvellur.
Það er einungis verið að benda á staðreyndir. Ísland notar rétt yfir 8% af þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál þrátt fyrir að vera lítil og óhagstæð eining og persónulega er ég málsvari aukinnar einkavæðingar. Þjóðin er að eldast sem mun reyna gríðarlega á kerfið á næstu 2-3 áratugum klárlega þarf að stórauka fjármagn til heilbrigðisþjónustu og endurskipuleggja og maður getur ekki greint neina stefnu hjá núverandi stjórnvöldum fremur en hinum síðari og það gerðist raunar ekkert á 12 ára valdatíma sömu stjórnarflokka fyrir hrun.
Menn hafa hingað til stungið höfðinu ofan í sandinn og neitað að viðurkenna augljósar staðreyndir þangað til þær eru orðnar augljósum nánast öllum.
Gunnr (IP-tala skráð) 31.10.2014 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.