11.11.2014 | 20:05
Gísli fær alla mína samúð
Þetta var átakanlegt Kastljós.
Það er ljóst að Gísli er meiri maður fyrir vikið að stígu upp og viðurkenna mistök.
Svo er það ljóst að Hanna Birna er saklaus á sínum þætti og ætti að fá dómsmálaráðuneytið sitt aftur.
Svo má stjórnarandstaðan biðja hana Hönnu Birnu afsökunnar.
hvells
Vildi ekki lifa með því að segja ósatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Úr myndinni Quiz Show (1994):
Derounian þingmaður: "Mr Van Doren, I'm also from New York, a different part of New York. I'm happy that you made the statement, but I cannot agree with most of my colleagues. You see, I don't think an adult of your intelligence ought to be commended for simply, at long last, telling the truth."
Nonni (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 20:26
Mikið er nú gott að þið sjálfstæðismenn getið sofið rótt og haft myndina af Hönnu Birnu upp við hjartastað án samviskubits, en bíddu meðan ég æli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2014 kl. 21:23
Er hvellurinn að grínast?
kv
slegg
sleggjuhvellur, 11.11.2014 kl. 21:25
Gísli og fjölskylda fá mínar óskiptu stuðningskveðjur.
Það eru ekki margir sem standa með fórnarlömbum mannsals, og þeir eiga heiður skilið sem hafa svo hreint hjarta og mikla samviskusiðferðisdómgreind, að reyna sitt besta til að verja slík varnarlaus fórnarlömb dómstólasvikinna hvítflibbaglæpasamtaka.
En Hanna Birna og hennar stjórnendaklíka, ásamt pólitískt skipuðum og ofurlaunuðum lífvörðum, og öðru klíkumafíuhótandi liði spilltrar stjórnsýslunnar fá ekkert annað frá mér núna heldur en fyrirlitningu. Hér er verið að leiða heiðarlegan dreng, í sundurliðuðum skrefum, í blekkingarfellu dómsstóladjöflaormagryfjunnar frímúrarastýrðu. Og fyrir það sem ekki hefur verið rannsakað af siðuðu og löghlýðnu fólki, né sannað. Hann er píndur til að játa á sig glæp, af lífvarða-vöðvabúntum mannsals-svartamarkaðsins spillta!
Valdníðslan er svívirðileg af hálfu Valdhallar-dómsstólamafíunnar og allra fjölmiðla-cocista í þessu máli, eins og öllum málum á Íslandi.
Ég bið alla góða vætti að verja og blessa þennan dreng og hans fjölskyldu.
Því ekki verja lögmenn og dómsstólar neina réttláta hér á landi.
Það vita allir nú orðið.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.11.2014 kl. 21:29
Maðurinn er lygari og hefur logið að þjóðinni og væntanlega fáir sem trúa því að Hanna Birna grunaði eða vissi ekkert, þá er hún hálfviti og augljóslega búin í pólitik.
Það var meira að segja verið að gera ræstingarfólkið tortryggilegt. Auk þess hefur hann fengið full mánaðarlaun 900.000 á mánuði óskert og verið í fríi í 1 ár. Sorry ég vorkenni manninum ekki neitt. Hann hefði getað drullast til að segja frá þessu eins og skot. Pólítiskur ferill Hönnu Birnu er molaður og sjálfur skríður hann eins og ormur úr sviðsljósi fjölmiðla.
Gunnr (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 21:56
Ef einhver hefur sigrað er það trúverðugleiki DV ótrúlegt en satt.
Í þessu máli var lögreglustjórinn pressaður af Hönnu Birnu og hætti sem barið hefur höfðinu við steininn.
Á Íslandi er logið og logið enda segir þetta meira en margt annað um siðferðið í íslenskum stjórnmálum.
Gunnr (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 22:02
Örvæntingarfull fórn peðs í refsskákinni og ekkert annað! HBK vonast til að geta setið áfram en vitaskuld ber hún ábyrgð á aðstoðarmanni sínum. Tilvera hennar sem ráðherra er löskuð og trúverðugleiki hennar ekki sá sem hann ætti eðlilega að vera. Hinsvegar er staða hennar innan XD öflug og ekki víst að það náist að hnika við henni hvað öllum trúverðugleik og þeirri staðreynd að í norrænu ríkjunum fjórum hefði ráðherra sem lent hefði í sömu stöðu og HBK umsvifalaust sagt af sér og beðið málalykta. Þar er verið að tala um þroskaða stjórnsýslu sem enn er frekar ótraust hér á landi.
HK (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 22:51
Ég segi eins og sleggjan hér að ofan, er hvellurinn (hver sem hann er) að grínast? Hversu mikil steik er hægt að vera?
Rétt að Gísli er meiri maður fyrir að loks viðurkenna það sem hann gerði, en það svo sannarlega hvítþvær ekki HBK, sem hefur gert langt upp á bak í um heilt ár vegna þessa máls. Hún á svo sannarlega ekki að fá dómsmálin aftur og helst ekki að halda ráðherraembætti úr þessu. Eins og sagt er hér að ofan, "Tilvera hennar sem ráðherra er löskuð og trúverðugleiki hennar ekki sá sem hann ætti eðlilega að vera. " En þetta er auðvitað Ísland... Og að væla yfir stjórnarandstöðunni í þessu máli er náttúrulega bara hlægilegt! Er þér alvara??
Skúli (IP-tala skráð) 12.11.2014 kl. 00:27
Mér finnst þessi fyrrverandi aðstoðarmaður fyrrverandi dómsmálaráðherra aumkunnarverður því, að því er virðist, gerir hann sér nú einhverja grein fyrir "hversu alvarlegt þetta var" (lekinn etc?).
Í viðtalinu sagði hann "Ég get ekki farið að tala ítarlega um þetta einstaka mál aftur, ég ætla ekki að fá á mig aðra ákæru"svo kannski eru ekki öll kurl komin til grafar.
Kannski þurfa ráðherrar að vanda betur val á sínum aðstoðarmönnum?
Agla, 12.11.2014 kl. 11:23
http://www.dv.is/frettir/2014/11/12/tolvan-sem-hanna-birna-vildi-ekki-ad-vaeri-tekin-varpadi-ljosi-sekt-gisla/
sleggjuhvellur, 12.11.2014 kl. 12:50
Ráðherran reyndi semsagt að hindra framgang rannsóknarinnar.
Það hlýtur að þurfa að rannsaka þann hluta málsins líka.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.11.2014 kl. 15:34
Vá.....hvað maður þarf að vera klikkaður til að finna til samúðar með þessum manni sem er búinn að ljuga botnlaust að alþjóð núna í heilt ár, og er að auki dæmdur glæpamaður fyrir.
Þessi vesalingur lagðist meira að segja svo lágt að benda á ræstingarfólkið í vörn sinni fyrir dómi, allt var reynt.
Hanna Birna skipti sér bæði beint og óbeint af rannsókn málsins, reyndi að hindra að þessi tölva væri tekin, laug sjálf bæði úr ræðustól Alþingis og svo í öllum helstu fjölmiðlum landsins.
Hún reyndi að koma sök á RKI, sakaði lögreglustjóra, umboðsmann alþingis og ríkisaksóknara um að starfa í annarlegum tilgangi og gerði allt sem í hennar valdi til að verja glæpamannin fyrir rannsókn sakamálsins.
Það eru fá ríki í heiminum þar sem þessi manneskja gæti setið áfram sem ráðherra eftir allt sem á undan er gengið.
Hugsanlega einhver örfá ríki í Afríku, og mögulega í Mexico,
Og Stjórnarandstaðan á að biðja þessa siðlausu raðlygara afsökunar??
Sigurður (IP-tala skráð) 12.11.2014 kl. 22:28
Og þessi maður játaði ekki neitt samviskunnar vegna, það var ekki fyrr en honum voru birtar grjótharðar og óhrekjanlegar sannanir að hann loks gaf sig.
Hann er fullkomlega samvisku og siðlaus þessi maður.
Sigurður (IP-tala skráð) 12.11.2014 kl. 22:32
http://www.dv.is/frettir/2014/9/17/furdast-ad-raestingafolk-hafi-ekki-verid-rannsakad/
"Ekki er útilokað að þeir starfsmenn IRR sem útbjuggu samantektina hafi skilið eftir útprentað eintak á skrifborðum sínum. Í þessu sambandi liggja ekki fyrir upplýsingar um ferðir ræstingafólks, öryggisvarða og eftir atvikum annarra,“ segir í greinargerð Gísla Freys, undirritaðri af lögmanni hans Ólafi Garðarssyni.
Maðurinn hefur logið í 1 ár reynt að koma sök á aðra, þegið mánaðarlaun upp á 900.000 á mánuði. Kom fram með sannleikann þegar sannanirnar gegn honum voru algjörlega óumdeildar. Þessi maður á í raun enga virðingu eða vorkunn skilið.
Það eru fáir nema þá allra, allra hreintrúuðustu Sjálfstæðismenn sem trúa því að Hanna Birna hafi ekkert vitað eða ekkert grunað. Hún er í raun búin í stjónmálum bæði í Alþingi og á ekki viðreysnarvon í Reykjavík. Væntanlega verður hún áfram á framfæri íslenskra skattgreiðenda sem kanski ....sendiherra. Hún er svo sannarlega "dead (wo)man walking" enda tímaspursmál að hún skilar lyklinum og það verður væntanlega fyrir áramót ef hún þá þekkir sinn vitjunartíma. Það þýðir ekkert að væla yfir fjölmiðlum eða stjórnarandstæðingum....
Gunnr (IP-tala skráð) 13.11.2014 kl. 20:58
Hanna Birna,
1) Reyndi beint og óbeint að hafa áhrif á gang rannsóknarinnar á hennar eigin ráðuneyti. Hún reyndi raunar markvisst hindra að lögreglan gerði tölvu "lygarans" upptæka. Þyrlaði upp moldviðri þar sem hun jafnvel bendlaði Rauða krossinn við "lekan" http://www.dv.is/frettir/2013/12/18/hanna-birna-klinir-lekanum-rauda-krossinn/.
Hún hrakti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins úr starfi. Hann klagaði hana raunar til ríkissaksóknara og það var að lokum umboðsmaður Alþingis sem stillti henni upp við vegg. Það er eins gott fyrir hana að hún verði ekki tekin fyrir lýgi líka og ákærð fyrir meinsæri, það að hylma yfir glæp og reyna að eyðileggja rannsókn lögreglunnar. Þetta væri alls staðar stórmál.
Ég veit ekki hvaða ráðgjafa Hanna Birna hefur haft en þeir eru augljóslega ekki starfi sínu vaxnir. Það að tala um pólitískan ljótan leik og annað í þeim dúr hjálpar henni ekki. Ég skil ekki þá sem eru yfir höfuð að verja þetta. Þetta er skelfilegt klúður. Benti sjálfur hjá ykkur að hún átti að skera hann burtu eins og æxli eins og skot. Þetta stunt hjá lygaranum er hvorki trúverðugt né hjálpar til að bjarga Hönnu Birnu enda er hún búin í stjórnmálum og merkilegt að sumir virðast enn ekki vera búnar að sjá það.
Gunnr (IP-tala skráð) 13.11.2014 kl. 21:14
Var ekki einn lögfræðingur ráðuneytisins gripinn glóðvolgur um daginn við að senda persónulegt skítabréf til konu út í bæ, á bréfsefni ráðuneytisins og í vinnutímanum?
http://www.dv.is/frettir/2014/11/13/fyrsta-upplifun-min-var-alger-skomm-og-nidurlaeging/
Það er sagt að eftir höfðinu dansi limirnir, það virðist eiga mjög vel við í þessu tilfelli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2014 kl. 08:30
Með því að hindra rannsókn á refsiverðu broti gerist sá sem það gerir hlutdeildarmaður í brotinu. Samkvæmt almennum hegningarlögum er refsingin fyrir það sú sama og fyrir brotið sjálft. Auk þess getur komið til refsiþyngingar ef hlutdeildarmaðurinn er yfirmaður hins brotlega.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2014 kl. 13:55
En í staðin fyrir að láta kné fylgja kviði, dásama sjálfstæðismenn Hönnu Birnu og keppast við að lýsa yfir hversu frábær hún er og góður stjórnandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2014 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.