Frelsi einstaklingsins

Aðgangur að lyfjum, áfengi og fýkniefnum eiga að vera algjröelga frjáls.

Það er ekki hlutverk ríkisins að hafa vit fyrir fólki.

Afhverju ætti nágranninn minn að fara í fangelsi vegna þess að hann setur efni í sig sem ég persónulega vill ekki að hann láti í sig?

hvells


mbl.is Nota ADHD-lyf á álagstímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er ekki refsað fyrir neyslu þannig að þér er frjálst að setja hvað sem þig lystir í þig. Innflutningur, varsla, sala og dreifing vopna, eiturefna og lyfja er refsiverð fari hún fram án tilskilinna leifa.

Það er hlutverk ríkisins að hafa vit fyrir fólki. Ríkið setur reglur og heftir frelsi þitt til að skaða aðra og búa til aðstæður sem geta valdið öðrum skaða. Sá var tilgangurinn með stofnun ríkis og það hefur ekki breyst í þúsundir ára. Því við, hinir þegnar ríkisins, berum ekkert traust til þín og teljum þig hættulegan séu þér ekki settar skorður. Í gegnum árþúsundin hefur ríkið einnig tekið að sér fleiri hlutverk en í grunninn er megin hlutverk ríkisins ennþá að vernda þig og börnin þín fyrir athöfnum nágrannans en ekki vegagerð eins og sumir virðast halda. Síðan má endalaust ræða hve langt við viljum að ríkið gangi í verndinni og hvað skuli vernda.

Gústi (IP-tala skráð) 15.11.2014 kl. 23:07

2 identicon

Á meðan ríkið á að borga sjúkrahúskostnaðinn, endurhæfinguna og örorkkuna, þá finnst mér í lagi að ríkið banni þér að nota efni sem eyðileggja þig á sál og líkama.

Það er ekki anlgerlega þitt einkamál hvað þú gerir, á meðan þú ætlast til þess að allir aðrir taki þátt í kostnaðinum við að laga þig aftur.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.11.2014 kl. 17:55

3 Smámynd: sleggjuhvellur

Dópistar, alkahólistar og reykingafólk eru ódýrastir fyrir heilbrigðiskerfið vegna þess að þeir lifa ekki eins lengi.

Hélt að allir vissu það.

hvells

sleggjuhvellur, 16.11.2014 kl. 19:43

4 identicon

Jahérna.....

Stundum veltir maður fyrir sér hvort hvellurinn sé vitsmunavera...

Sigurður (IP-tala skráð) 17.11.2014 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband