26.11.2014 | 18:55
Blekkingar
Læknar hafa verið að beyta almenningi blekkingum í þessari deilu.
Þeir hafa birt opinberlega launaseðil uppá 300þús en svo kom í ljós að viðkomandi læknir var að fá 1,5mkr á mánuði.
Svona blekkingar vill fólkið í landinu ekki sjá.
hvells
Deiluaðilar þurfa að leggja sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert greinilega að miskilja þetta hvells. Það sem málið snérist um var að viðkomandi vann aukavinnu yfir helgi og fékk ekstra borgað fyrir það. Raunar var þetta ekki 1,5 miljón en fjöðrin verður að fleirri hænum.
Grundvallaratriðið er að 150 yfirvinnutímar á mánuði eiga ekki að teljast með grunnvinnulaunum. Ef 330 þúsund eru greidd á mánuði fyir 40 stunda vinnuviku er það ömurlegt þótt viðkomandi vinni sólarhringsvaktir einhvers annars staðar. Botton line er að íslenska heilbrigrigðiskerfið er að stöðvast vegna atgerfisflótta. Léleg laun, langur vinnutími, léleg tæki, léleg aðstaða gjörsamlega vanfjármagnað kerfi.
Raunar byggist mikið af vinnunni meira eða minna á gríðarlega löngum vinnutíma og menn geta í raun hrósað happi yfir að einhver nennir þessu enn sem komið er.
Gunnr (IP-tala skráð) 26.11.2014 kl. 22:34
Ég er viss um að almenningur og fólkið í landinu mundu óska þess að eiga þess kost að vinna auka og fá 1,5mkr á mánuði.
hvells
sleggjuhvellur, 26.11.2014 kl. 22:39
Það getur vel veroið að þetta þyki æðislegt á Íslandi.
Hvað myndir þú telja eðlileg tímalaun fyrir lækni í einmenningshéraði sem getur þurft að taka á móti fæðingum, slysum og öðru?
Ef þetta er verktaka myndi ég ætla 10.000 á klukkustundina eða hvað ætli sé taksti hjá pípulagningamanni eða rafvirkja fyrir klukkutíman? Væntanlega færir þú hærra en það fyrir menntun og ábyrgð. Ætli píparinn fái ekki milli 6000 á tímann varla minna en það miðað við verktöku. Raunar er erfitt að fá iðnaðarmenn enda eru margir iðnaðarmenn farnir úr landinu.
Ef þú ert á sólarhringsvakt gerir 10.000 240.000 ef þú vinnur í 4 helgar þá ertu búinn að vinna 48 tíma x 4.
Hvað á að greiða fyrir þetta sama tímakaup og að afgreiða í Bónus eða enn lægra?
Grunnlaun lækna er skelfilega lág og það eru engar ýkjur. Raunar eru margar bakvaktir nánast ekkert borgaðar og fólk er hreinlega búið að minnka sín stöðugildi. Það er varla hægt að fá fólk með töngum til að vinna. Sorry að einhver nennir að vinna svona mikið ætti í raun að vera fagnaðarefni en þetta gerir kjörin ekkert betri. Ef þú ert í tvöfaldri eða þrefaldri vinnu færðu tvöföld og þreföld laun en kjörin eru í raun jafn léleg. Klárlega eru það engar íkjur að það er að leggjast af krabbameinsleit um áramótin vegna læknaskorts. Krabbameinsdeildin er nánast að stöðvast og landið verður nánast strippað af krabbameinslæknum um 2020 þegar fólk er komið yfir aldur. Það vinna innan við 10% af íslenskum krabbameinslæknum á Íslandi og lengra mætti telja.
Gunnr (IP-tala skráð) 26.11.2014 kl. 22:55
Þetta var ósvífið hjá lækninum. Hann blekkti þjóð sína og vill nú meiri pening frá henni.
Talandi um að sparka í mann (eða heila þjóð) meðan hann liggur.
kv
Sleggjan
sleggjuhvellur, 27.11.2014 kl. 00:14
Sleggjuhvellur, hvað finnst þér eðlileg tímalaun fyrir héraðslækni í einmenningshéraði á sólarhringsvakt?
Þeir sem standa fyrir heilbrigðisþjónustinni á Íslandi hefa gríðarlegar áhyggjur þegar launakjör eru 1/3 miðað við skandínavíska láglaunasvæðið, hvað þá ef þú ferð utan við það þar sem í stærsti hlutinn er einkavæddur. Í USA er það milli 350 - 800 þús dollarar á ári ef við viljum bera okkur saman við þá?
Gunnr (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 06:41
Sæll.
Það er alltaf vont þegar menn láta öfundina ná stjórn á sér. Ég sef ekki illa þó ég viti af einhverjum einstaklingum, hvort sem það eru viðskiptafræðingar eða læknar, með einhverjar milljónir á mánuði. Samt eru ótrúlega margir sem festast í þessu.
Gylfi ASÍ finnst mér standa fyrir svona öfundshyggju, hann getur ekki unnt læknum þess að fá hærri prósentuhækkun en sínum félagsmönnum en hann gleymir því algerlega að þorri lækna getur auðveldlega fengið vinnu erlendis á meðan sú staða er ekki uppi meðal félagsmanna ASÍ. Hvað vill Gylfi annars að félagsmenn hans geri þegar þeir veikjast og læknar vart til í landinu? Ber hann enga ábyrgð á því ástandi vegna sinnar afstöðu?
Mér fannst þetta klúðurslegt hjá þessum lækni sem birti launaseðil en nefndi ekki aukavinnuna og í raun skemma hinn góða málstað lækna. Viðkomandi læknir gerði stétt sinni engan greiða. Því miður eru fjölmiðlar jafn lélegir nú og fyrir hrun, þó þeir hafi fengið senda pillu til sín frá Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. Þess vegna er ekkert talað um læknaskortinn á landinu. Hann skiptir máli og mun fara að skipta enn meira máli enda mun læknaskorturinn bara ágerast.
Ég er hræddur um að læknar verði neyddir til að samþykkja eitthvað mun lægra en þeir geta sætt sig við og því muni núverandi læknaskortur vera hátíð hjá því sem verða vill.
Ríkið er búið að lofa fólki heilbrigðisþjónustu en er nú að svíkja þau loforð eins og mörg önnur - það er algerlega óháð flokkum.
Heilbrgiðiskerfið á eftir að kosta okkur miklu meira en það gerir nú af lýðfræðilegum ástæðum sem eru í raun afar einfaldar en þó nógu flóknar til þess að ótrúlega margir skilja hvorki upp né niður í þeim vanda sem blasir við. Það er afar slæmt enda leysum við ekki vandamál sem við ekki skiljum.
Rak augun í frétt um daginn þar sem haft var eftir BB að unnið væri að fjármögnun nýs spítala (nennti ekki að lesa meira). Heldur sá ágæti maður að nóg sé að byggja nýja spítala? Þarf ekki að manna hann?
Hleypa þarf einkaaðilum í þetta, leyfa opnun einkaspítala. Laun lækna eiga að ráðast af framboði og eftirspurn - eins og annarra stétta. Það er mjög vont þegar laun stétta ákvarðast ekki af framboði og eftirspurn. Alltof margar stéttir eru undanþegnar þessu lögmáli :-( Þá myndu laun lækna sjálfsagt hækka nokkuð en laun t.d. lögfræðinga lækka talsvert.
Helgi (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 11:33
Þessi læknir var reyndar með 1,5 miljón ofan á 300 kallinn, svo hún var með tæpar 2 miljónir í laun þennan mánuð.
Læknar hafa aldrei viljað ræða raunveruleg laun sín, og þessi læknir var algerlega ófáanleg til að birta hinn launaseðilinn líka.
Sigurður (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 19:27
Sigurður. Ef þap væri svona gott hvers vena er þða ekki fólk að glykkjast til Íslands. Læknar eru ríkisstarfsmenn að mestu leiti en njóta eigi lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna og launakjörin eru ekkert leyndarmál. Það að heilbrigðiskerfið sé að stöðvast vegna þess að bæði læknar í erlendu sérnámi skila sér ekki heim og að fólk er farið að fara aftur erlendis að hluta til eða alfarið er ekki eitthvað plat þetta er að gerast fyrir framan augun á okkur.
Hvað ætli fólki finnist eðlilegt tímakaup sérfræðings á vakt eða læknis í héraði? Er ætlast til að fólk gefi magnafslátt á vinnutíma sínum?
Gunnr (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.