Mikilvægt

Það er mikilvægt að seinka klukkunni.

Við Íslendingar notum hvað mest af geðlyfum, kvíðastyllandi lyfum og svefnlyfum.

Það er vegna rangra klukku hér á landi.

Ef við seinkum henni þá munm það spara gríðarlegar fjárhæðir í heilbrigðiskerfinu....til hagsbótar fyrir heimilin í landinu.

hvells


mbl.is Mjög brýnt að seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Þessu hefur verið haldið fram allstaðar þar sem klukkunni hefur verið breytt.

Alltaf allstaðar hefur reynslan kennt að þetta skilar ekki árangri og þá sérstaklega ekki í sparnaði á rafmagni.

Það hefur líka mjög mikinn kostnað í för með sér að færa klukkuna, ekki gleyma honum.

Teitur Haraldsson, 28.11.2014 kl. 07:47

2 identicon

Bjartasti tíminn er þegar sól er í hádegisstað og eftir því sem það augnablik er sem næst miðju vökutímans fjölgar vökustundum í björtu. Ef við ætlum að ná sem flestum birtustundum og hafa klukkuna rétta eftir sólinni þá þarf dagurinn að byrja kl 4 miðað við 16 tíma vöku og 8 tíma svefn. Hádegi væri þá á miðjum degi og jafn margar birtustundir fyrir og eftir kl 12. Í dag eru ætíð fleiri birtustundir eftir kl 12 en fyrir og hádegi langt frá því að vera miðja hvers dags. Að seinka klukkunni færir sól í hádegisstað lengra frá miðju dagsins og fækkar því heildar vökustundum í björtu. Réttast væri að flýta klukkunni svo miðja dags væri bjartasti tíminn og við fengjum sem flesta vökutíma í björtu.

Hannes (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 13:13

3 identicon

Nei.

Við notum geðlyf og slíkt vegna þess að hér á landi er allt of dimmt yfir háveturinn og allt of bjart yfir hásumarið. Þar skiptir klukkan engu máli.

BG

Björn Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband