14.12.2014 | 13:06
Eina lausnin
Það þarf enga sáttarnefnd.
Eina sem þarf að gerast í þessari deilu er að læknað þurfa að slá af sínum óraunhæfum kröfum og laga þær að íslenskum veruleika.
Læknar eru hálaunfólk sem eru gráðugir í meiri peninga á kostnað fólksins í landinu.
Það er óboðlegt að öryrkjar þessa lands með 100þús á mánuði þurfa að horfa uppá lækna með meira en milljón á mánuði krefjast þess að fá 100þúsund kalla bara í launahækkun!!
Eru læknar eitthvað betri manneskjur er öryrkjar þessa lands?
hvells
Vilja sáttanefnd í læknadeiluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Meðal og láglaunafólkið með 330 - 560 þúsund í mánuði sem breytist í hálaunafólk með gríðarlegu vinnuálagi sem í mörgum tilvikum það er þvingað í með 150-200 yfirvinnutímum á mánuði vegna vakta og illra greiddra bakvakta.
Klárlega mun heilbrigðiskerfið hrynja þegar starfskrafta fólks ekki nýtur við.
Aðalvandamálið og það sem er í raun grafalvarlegt er að læknar sem að uppistöðu eru fjölskyldufólk, skilar sér ekki tilbaka frá sérnámi erlendis og ílengist þar og kemur ótal margt til, langtum betri laun, betri aðstaða, miklu styttri vinnutími. Læknum hefur fækkað um 40 á ári síðustu 5 árin og nánast enginn hefur komið tilbaka frá hruni. Þetta kristallast í gríðarlega hækkuðum meðalaldri sérfræðilækna. Þar sem innan örfáárra ára myndast verður að færa aðgerðir erlendis.
Það getur vel verið að sumum finnst það æðislegt en það verður gríðarlega dýrt fyrir íslenska þjóð með stórflutninga á sjúklingum til útlanda til aðgerða með tilheyrandi gjörgæslukostnaði og væntanlega þarf íslenska ríkið þá að fjárfesta eða leigja sjúkraþotu því oft á tíðum er fólkið það veikt að það þolir ekki venjulegt áætlunarflug. Reikningurinn verður himinhrópandi hár hvert svo sem menn senda fólk.
Ef þetta heldur áfram í 5-10 ár tilviðbótar blasir við algjört hrun og óánægjan er kraumandi og yfir þessu fljúga ráðningarfyrirtæki erlend og íslensk eins og gammar og bjóða í lykilstarfsfólk.
Menn geta sett lög á verkfallið og notað sjóði landsmanna til að flytja til opinberar stofnanir með ærnum tilkosnaði. Það getur vel verið að einhverjum finnst það æðislegt en ekki allir vilja fjármagna þetta með verri lífskjörum.
Það var valkostur núvernadi stjórnvalda að lækka kvótagjöld en álögur á almenning hafa í raun ekkert lækkað neitt stórfenglega. Það hefur verið mokað fé í fjármálakerfi þjóðarinnar og minni raunar á að hver ráðherra er með 2 aðstoðarmenn meðan forsætisráðherra er með 7 og margt annað má telja.
Gunnr (IP-tala skráð) 14.12.2014 kl. 15:39
Það er óboðlegt að þessi hálaunstétt gera svona litið úr öryrkjum og fátæka fólkið á þessu landi að hóta því að sinna fólkinu sínu ekki og flytja til útlanda ef þeir fá ekki tvö þreföld mánaðarlaun öryrkja í launahækkun.
Ofan á milljónanirnar sínar
hvells
sleggjuhvellur, 14.12.2014 kl. 18:15
Læknadeilan er aðeins ein af mörgum brotalömum íslenska samfélagsins. Íslenski veruleikinn er sá að samfélagið eins og það leggur sig er í miklum vanda. Hrikaleg spilling hefur náð að festa rætur og virðist vera mörgum Íslendingum eðlislægur. Fámenn klíka auðmanna stal hér öllu sem steini var léttara og flutti þýfið til útlanda. Auk þess náðu þeir hreðjatökum á Íhaldinu og Framsókn með mútugreiðslum.
Tveir ríkir innherja strákar fara með völdin og forsætisráðherrann er hrokafullt flón, latur og ómenntaður með öllu. Gat aldrei lært eitt eða neitt.
Kjósendur eru enn sem komið er fávísir og total ruglaðir og stjórnarandstaðan einkennist af linnku og getuleysi gluggaskrautsins, Katrínar og Árna Páls. Og enn situr Óli Grís á hækjum sínum á Bessastöðum.
Ég sé frekar svart, ráðlegg hinsvegar öllum sem hafa getu og vilja að pakka niður og flytja til útlandsins í nokkur ár. Gott að víkka sjóndeildarhringinn, einnig gott fyrir börn og unglinga að kynnast öðrum þjóðum, annarri menningu, læra tungumál, verða meiri heimsborgari.
Láta sér ekki nægja brúkaða flatskjái hinna ríkustu eða lyfin þeirra sem hafa orðið afgangs.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.12.2014 kl. 19:13
Vandamál lækna er það sama og allra annarra landsmanna.
Höftin, og veikt gengi krónunnar.
Það þarf að ráðast í þau mál af festu, setja gömlu bankana í þrot og innkalla erlendar gjaldeyriseignir þeirra.
Fara skiptigengisleiðina með krónuna og eyða umframkrónum í hagkerfinu sem voru búnar til í bóluhagkerfinu fyrir hrun.
Þá getum við eflt kaupmátt allra landsmanna, ekki bara lækna.
Að ætla að taka þessa stétt út fyrir sviga er ekki bara kjánaleg hugmynd heldur beinlínis heimskuleg.
Margfalt heimskulegri en að hlýja sér á tánum með því að míga í skóinn.
Sigurður (IP-tala skráð) 14.12.2014 kl. 22:37
@hvells,
Læknar eru ekki ekki hálaunastétt það er algjör miskilningur sem margoft hefur verið bent á. Þeir eru í að mestu láglaunaðir ríkisstarfsmenn með gríðarlega langan vinnutíma og njóta ekki einu sinni eftirlauna ríkisstarfsmanna.
Sérfræðilæknar hafa gríðarla langa menntun á bak við sig og þegar allt er reiknað saman hafa láar ævitekjur og lélegar eftirlaunagreiðslur á Íslandi.
Man sjálfur þegar undirritaður var kandítat fyrir meira en 2 áratugum þá lækkaði undirritaður í launum miðað við fyrri sumarvinnu sem verkamaður og verkstjóri í sumarvinnu og fólk hélt að ég var að ljúga þegar ég sagði frá þessu. Þá var í raun krotað yfir unna yfirvinnu, sem á þeim tíma var ómæld. Sjálfur afrekaði ég það eitt sumarið að vinna 11 sólarhringsvaktir á einum mánuði og það var langt í frá eitthvað sem maður sóttist eftir þetta voru vaktir frá morgni fram undir hádegi daginn eftir og í raun um og yfir 3 föld venjuleg vinna. Landspítalinn og Borgarspítalinn sem þá var sjálfstæður hefur í raun aldrei látið að sér hæða og aldrei hef ég unnið á stað sem hefur komið eins ömurlega fram við starfsmenn sína og þá var eins og það var keppst um að svíkja og pretta og þetta er nánast samdóma álit allra sem ég hef talað við. Ég hef unnið á fjölda staða fyrir og eftir og síðustu 2 áratugi erlendis og aldrei kynnst öðru eins, hvorki fyrr eða síðar. Skurðlæknar sem sýkst hafa við aðgerðir hafa þurft að stunda áralöng málaferli til að fá bætur vegna þessa sem er nánast með ólíkindum.
Vandamálið á Íslandi er að íslenska heilbrigðiskerfið nær ekkert að fá til sín sérfræðilækna erlendis frá (hvort sem það eru Íslendingar eða aðrir) og eiga orðið meira að segja erfitt að fá til sín kandítata og lækna án lækningaleyfis. Ef heldur sem horfir er staðan grafalvarleg. Augljóslega er íslenska kerfið óralangt frá því að vera samkeppnishæfir meira að segja við sænska ríkið sem þykir slappt, hvað þá um önnur lönd og einkavætt og eða einkarekið heilbrigðiskerfi nágrannalandanna. Þetta varðar laun, aðstöðu, vinnutíma, eftirlaun og réttindi. Þeir eru að reyna að ná tilbaka fólki frá nágrannalöndum í bókstaflegri merkingu og er ekki að takast það. Raunar er meðalaldur í mörgum heilbrigðisstéttum orðiðnn skuggalega hár. Launin eru lág og fólk þvingað til að taka ábyrgð á of mörgu og vinnuálagið brálæðingslegt á stundum og þá hættir fólk og fer annað þar sem aðstaðan er betri og launin hærri og þar ekki langt að leita. Þetta verður í raun augljóst þegar næstum engir sérfræðilæknar hafa skilað sér síðustu 6 árin og þetta er lífsnauðsynlegur starfskraftur fyrir íslenska heilbrigðiskerfið hvernig sem menn skipuleggja það með ríkisrekstri eða einkarekstri. Sjúkrahúsrekstur er of umfangsmikilill og dýr að það verður aldrei einkavætt á Íslandi, fámennið er of lítið og greiðslugetan og greiðsluviljinn ekki fyrir hendi. Hér gilda hugtökin framboð og eftirspurn. Þeir sem vit hafa á hafa gríðarlegar áhyggjur af íslenska heilbrigðiskerfinu sem er í raun í fríu falli og að óbreyttu á eftir að lenda sem blóðug klessa og verður óumræðilega dýrt og sársaukafullt að snúa þessu en því miður virðist fólk ekki almennt gera sér grein fyrir þessu ennþá.
Gunnr (IP-tala skráð) 14.12.2014 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.