21.12.2014 | 21:14
Afhverju lækka stýrivextir ekki?
Það eru margir sem spurja mig afhverju stýrivextir lækka ekki meira? Það er að sjálfsögðu ekki ein einföld skyring á því... en það er skiljanlegt að fólk spyrji útaf verðbólgan er einungis 0,8% og ef við tökum húsnæðisliðinn út þá er verðhjöðnun hér á landi.
En það sem er að standa í vegi fyrir myndarlega stýrivaxtalækkun er verðbólguvæntingar. Sem sjást í formi verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Þetta er mikilvægur "hagvísir" vegna þess að þetta er á frjálsum markaði þar sem menn eru að leggja miklar fjárhæðir að veði.
Verðbólguvætningar hafa haldist nær óbreyttar í tvö ár... það er ekki fyrr en nýlega þar sem dregið hefur úr verðbólguvæntingum svo nokkru nemi....enda hafa stýrivaxtalækkun átt ser stað... og betur má ef duga skal. Ég get tekið undir það að stýrivaxtanefndin hafa verið varkárin. En miðað við tal verkalíðskrumarana í dag þá mun verðbólguálagið ekki lækka í bráð.
Vilhjálmur Birgisson og aðrir lýðrkumarar eru að halda stýrivöxtum of háum og þar með draga niður lífskjör almennings.
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.