25.12.2014 | 17:16
Skrumarinn hrakti atvinnu í burt
Þessi lýðskrumari var kosinn með loforð um að færa fjármagn frá "auðjöfrum til almennings", "Jafna kjör landsmanna".Þetta eru náttla skrumsetningar því í framkvæmd endar þetta í volæði.
Þessi kauði setti skatta´i botn. Skattaði auðmenn ennþá meira. Nú flýja þeir sjálfir með sitt hafurtask annað sem veldur atvinnuleysi. Er ekki að halda fram að ástæða atvinnuleysis sé einungis þetta, en stór partur allavega.
Svo almennur slaki í hagkerfinu, lítill hvati hjá fyrirtækjum að stækka vegna óvissu um hvenær næsta skattahækkun kemur svo er eriftt að ráða starfsmenn því nánast er ekki hægt að reka þá.
Ég hafði aldrei trú á þessum manni, glotti við tönn þegar hann var kosinn. Vissi að þetta færi svona.
kv
Sleggjan
Metatvinnuleysi í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Frakkar eru eitt af stofnríkjum ESB og líka eitt af grunnríkjum EVRUNNAR. Þetta er ekki að hjálpa Frökkum nokkuð skapaðan hlut nema síður sé. Efnahgaslegur doði, gríðarlegt viðvarandi fjölda atvinnuleysi, ekki hvað síst meðal ungs fólks er svo alvarlegt að ekki kæmi á óvart að upp úr siði meðal þjóðarinnar.
Vaxandi misskipting og fátækt er heldur ekki til að laga andrúmsloftið. Vonleysið og örvæntingin er orðin slík að ekki er furða að Þjóðfylkingin sé orðinn stærsta stjórnmálaafl þjóðarinnar !
Guð forði íslensku þjóðinni frá því að verða hluti af þessu staðnaða og steinrunna efnahgs- og atvinnuleysissvæði ESB !
Gunnlaugur I., 25.12.2014 kl. 22:20
Ekki ESB að kenna Gunnlaugur.
Leiðréttist hér með.
Vanþekking er algeng, ekki tilað skammast sín fyrir =)
kv
Sleggjan
sleggjuhvellur, 26.12.2014 kl. 11:38
Sæll.
Sósíalisma fylgja alls staðar hörmungar. Staðan í Frakklandi á bara eftir að versnaa.
Helgi (IP-tala skráð) 26.12.2014 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.