31.12.2014 | 14:09
Hættum að tala um þetta, búið og gert
Jæja, þá er það komið á hreint. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt fram sinn dóm. Ekki skal hverfa á herteknu svæðunum.
Ísraelar vilja frið við nágranna sína, þetta var brella hjá Palestínumönnum kemur fram í fréttinni.
Arabaþjóðirnar réðust á Ísrael, allar í einu. Þessvegna urðu þessi "herteknu" svæði til. Í stríð riðlast landamæri. Skoðið landakort frá tímum fyrri heimstyrjarldar, sama kort? Hélt ekki.
Eina sem arabaþjóðirnar (Palestína meðtalin) geta gert er að læra af mistökum sínum og vera ekkert að ráðast á Ísrael.
kv
sleggjan
Tillaga um brotthvarf frá Palestínu felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
S.Þ. hafa ekki fellt neinn dóm.
Það vissi hvert einasta ríki í öllum heiminum að þessi tillaga átti aldrei neinn séns, Bandaríkin hefðu alltaf beitt neitunarvaldinu eins og í öllum öðrum málum innan S.Þ. sem eiga að auka á rétt palestínumanna.
Ef bandaríkin hefðu ekki þetta neitunarvald, og misnotuðu það svona væri löngu búið að koma á friði þarna.
En það verður aldrei friður á meðan Ísrael heldur áfram gereyðiongarstefnu sinni gegn Palestínu.
Sigurður (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 18:20
Hefði eflaust verið langbest ef hægt hefði verið að innlima svæðið strax í upphafi og gera fólkið þarna einfaldlega að ríkisborgurum. Ísraelar vilja halda svæðinu útaf varnarástæðum, enda eru gömlu landamæri Ísraels illverjanleg, jafnvel óverjanleg. Það tekur 48 klukkutíma fyrir Ísraela að kalla út varaliðið í hernum, en það tekur ekki nema örfáa klukkutíma að hertaka Ísrael ef þeir skildu einhvern tíman tapa stríði, og ólíkt nágrönnum sínum fengu þeir ekki tækifæri til að bíða í nokkur ár og hefja nýtt stríð.
Svo eru það flóttamennirnir frá 1948, sem eru einu flóttamenn í heiminum sem erfa stöðu flóttamanna, og jafnvel þótt þeir séu þriðju kynslóðar innflytjendur neita arabalöndin að gefa þeim ríkisborgararétt, og sá hinn sami réttur er löngu fyrdnur í Ísrael. Ástæðan er sú, leiðinleg eins og hún er að það hentar arabaríkjunum miklu betur að þetta fólk séu palestínskir ''flóttamenn'' frekar en annars flokks þegnar fyrrgreindra ríkja, sem hafa hýst þá í 56 ár núna. Það hljómar nefnilega eins og það sé einhvað mannréttindavandamál hjá arabaríkjunum.
Arngrímur Stefánsson, 31.12.2014 kl. 20:14
Jæja, þá er það komið á hreint. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt fram sinn dóm. Ekki skal hverfa á herteknu svæðunum.
Neim það er kolrangt hjá þér. Samþykktir Sameinuðu þjóðanna eru enn í fullu gildi um að herteknu landi skuli skilað og flóttamenn fái að snúa aftur. Allsherjarþing S.þ. endurtekur þessa kröfu á hverju ári. Sama gildir um úrskurð Alþjóðdómstólsins í Haag um að bygging múra á herteknu landi skuli þegar í stað hætt og fórnarlömbum þess greiddar bætur. Genfar sáttmálin er líka í gildi sem bannar hernámsveldi að flytja borgara sína á hertekin landsvæði (til að vernda bæði borgara hernámsveldisins og þá sem fyrir hernáminu verða).
Breytir þar engu þó þessari nýju tillögu hafi verið hafnað, en þær eru býsna margar tillögurnar innan S.þ. sem hafa verið blokkeraðar eða ná ekki í gegn sem miða að því að binda enda á hernámið. Hamas og fleiri samtök hafa bent á að ekki sé hægt að reiða sig á hið svokallaða alþjóðasamfélag, ríkisstjórnir í Evrópu eða Arabaheiminum. Stefna Hamas og áhersla á vopnaða andspyrnu og hryðjuverk hefur nú ekki einlínis borið mikinn árangur, en því miður virðast þeir hafa rétt fyrir sér um að "alþjóðsamfélagið" geri lítið sem ekkert þrátt fyrir fögur orð ár og áratugi saman.
Ísraelar vilja frið við nágranna sína, þetta var brella hjá Palestínumönnum kemur fram í fréttinni.
Hvernig útskýrir þú þá landránsbyggðirnar sem hafa verið byggðar upp í gríð og erg frá Oslóar-samkomulaginu 1993. Síðustu ár með þvílíku offorsi að meirisegja USA hafa fordæmt þær harkalega. Er það friðvænleg stefna? Eða þá að ráðast regluelga á Gaza (líka þegar vopnahlé eru í gangi og engum rakettum er skotið) þegar vitað er að það eflir Hamas og önnur öfl af þeim meiði? Það er ástæða fyrir því að ísraelsk yfirvöld hafa með þessum hætti eflt Hamas - samtök sem hafa aukið mátt sinn og megin með jöfnum hætti frá árinu 1987 (þegar þau voru stofnuð, eftir 20 ára hernám), eftir því sem hernámið og landránið heldur áfram.
Arabaþjóðirnar réðust á Ísrael, allar í einu. Þessvegna urðu þessi "herteknu" svæði til. Í stríð riðlast landamæri. Skoðið landakort frá tímum fyrri heimstyrjarldar, sama kort? Hélt ekki.
Rétt. Að mörgu leiti. En ef þú kynnir þér söguna er það alveg viðurkenndt að Ísraelar hafa líka ráðist á og sölsað undir sig lönd. En þetta er hárrétt hjá þér að nángrannlöndin og einræðisherrar í kringum Ísrael hafa ráðist á landið með mjög lélegum árangri.
Eina sem arabaþjóðirnar (Palestína meðtalin) geta gert er að læra af mistökum sínum og vera ekkert að ráðast á Ísrael.
Ísrael viðurkennir reyndar ekki Palestínu. Það gera heldur ekki helstu ríki Vesturlanda. Þannig að "Palestína" er ekki meðtalin af öllum. Allaveg ekki Ísrael. Þú vilt meina að þeir sem búa við hernám og landrán eigi bara lúffa - og láta sig hafa það að búa undir stjórn herraþjóðarinnar? Myndir þú gera það sama ef Ísland yrði hlutað í sundur og hernumið?
Það að ráðast á Ísrael er auðvitað glötuð stefna og hefur ekkert upp á sig. En Ísraelar hafa svarað friðarsamningum með áframhalandi hernámi og landráni - og eflingu Hamas, t.d. með árásum á Gaza (það er nó brainer, og hefur margendurtekið sig frá t.d. gettó uppreisninni í Warsaw að þeir kúguðu hópa sig saman um þá sem veita kúgaranum andspyrnu við árásir og kúgun hernámsaðilans). Þannig að maður spyr sig hvað sé rétt stefna? Engar arabaþjóðir hafa ráðist gegn Ísrael í áratugi. Fyrir utan hryðjuverk á báða bóga hafa Palestínumenn reitt sig á hið svokallaða "friðarferli" í áratugi - sem hefur ekki gefið þeim frelsi eða eigið ríki.
Randver (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 15:55
Arngrímur,
Rétt. Innlima svæðin hefði meikað ákveðinn sense. Margir berjast fyrir þessari lausn í dag "One state solution" þar sem allir hafa sama rétt; kristnir, múslimar og gyðginar. Arabar sem og aðfluttir og innfæddir íbúar af öðrum þjóðum. En yfirvöld í Ísrael hafa aldrei tekið þetta í mál. Þess vegna breytti PLO um stefnu á sínum tíma - um að berjast fyrir einu lýðræðislegu ríki fyrir alla "one Democratic state" í Palestínu og Ísrael - í að ná fram tveggja ríkja lausn, sjálfstæða Palestínu við hlið Ísraels. Það hefur ekki gengið upp og í dag viðurkennir aðeins Palestína sjálfstæði Ísraels, ekki öfugt. Ísraelsmenn halda áfram að sölsa undir sig lönd í Palestínu (sem allir játa að er ekki í samræmi við tveggja ríkja lausnina). Palestína er ekki aðeins hernumin heldur hefur ekki allstaðar rétt fullvalda þjóðar.
Flóttamenn eiga samkvæmt alþjóðalögum rétt að snúa aftur til heimkynna sinna í Ísrael. Þeim er neitað um þann rétt af ísraelskum yfirvöldum. Palestínumenn hafa verið óheppnir með nágranna (svo ekki sé meira sagt) sem hafa nýtt sér stöðu þeirra í pólítískum tilgangi og halda völdum. Komið illa fram við flóttamenn m.a. Þessar einræðisstjórnir eru í raun engu skárri en t.d. við Íslendingar þegar kemur að ábyrgðinni að Palestínumenn eru bæði landflótta, án ríkis og lifa við hernám og ófrelsi. Við Íslendignar greiddum atkvæði um að gefa einni þjóð land annararrar (sú þjóð var ekki spurð). Ráðamenn í arabaheiminum hafa á móti traðkað á rétti Palestínumanna og líkt og Ísraelsmenn reynt að sölsa undir sig land þeirra (og í tilviki Jórdaníu reynt að innlima hluta þess í eigiið ríki).
Randver (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 16:05
Þakka flott svör Randver.
slegg
sleggjuhvellur, 1.1.2015 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.