5.1.2015 | 00:06
Hægri menn orðnir að vinstri mönnum
Það er ekki bara á Íslandi þar sem hægri menn hafa orðið að vinstri mönnum.
"Eitt helsta forgangsverkefni Repúblíkana er að koma í gegn hinni umdeildu Keystone olíuleiðslu sem ætlunin er að flytji olíu frá olíusöndum Kanada alla leið suður til Texas."
Sleggjan: Hérna vilja hægri menn byggja pípur sem eiga vera á könnu einkaaðila. Hægri menn löngu hættir að hugsa um að spara í ríkisútgjöldum.
"....þeir hafa einnig lýst yfir andstöðu sinni við breytta stefnu gagnvart Kúbu." Sleggjan: Kúbustefnan er á þá leið að Obama vill létta af viðskiptahindrunum. Leyfa frjáls viðskipti. Hægri menn vilja það ekki eins sorglegt og það hljómar.
"Hugsanlegt er að Repúblíkanar noti Kúbustefnu forsetans sem bitbein í samningaviðræðum um fjármögnun Heimavarnarráðs Bandaríkjanna (Department of Homeland Security)." Sleggjan: Áfram vilja hægri menn eyða skattpeningum í Homeland Security. Þess má til gamans geta að það var Bush Yngri "hægri maður" sem stofnaði þetta ríkisapparat sem er orðið stjórnlaust.
Svona getur pólítíkin verið skemmtileg.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:08 | Facebook
Athugasemdir
Eins og stundum áður tekst ykkur í örfáum orðum að snúa málefninu algerlega á haus.
Það er rétt að Demókratar hafa verið á móti Keystone XL, en Republikanar fylgjandi.
Það er enginn að leggja til að Bandaríska ríkið byggi eða eigi leiðsluna. Kanadíska fyrirtækið TransCanada er hins vegar að sækjast eftir leyfi til að byggja hana. Tilgangurinn er að auka viðskipti með olíu sem unnin er úr tjörusöndunum í Alberta.
Hvernig þið fáið það út að það sé "hægri mennska" eða "viðskiptavænt" að leggjast gegn því get ég ekki skilið.
Rökin sem notuð eru gegn leiðslunni eru enda fyrst og fremst byggð á umhverfissjónarmiðum, þó að margir vilji meina að það séu fyrst og fremst sérhagsmunir sem liggja þar að baki.
Sjálfur er ég fylgjandi auknum viðskiptum á milli Bandaríkjanna og Kúbu, en ég á þó frekar auðvelt með að skilja að það séu ekki allir sammála því.
Viðskiptabann á Kúbu er í sjálfu sér ekki meiri "vinstrimennska" en refsiaðgerðir gegn Rússlandi.
Það eru margir sem eru þeirrar skoðunar að best sé að eiga ekki viðskipti við óvini sína.
Aðrir telja að viðskipti auki lýðræði og löngun eftir því. Það má finna dæmi sem styðja það og sömuleiðis mæla gegn því.
G. Tómas Gunnarsson, 5.1.2015 kl. 05:21
Bentir réttilega á fyrsta atriðið. Þetta er flókið samspil einka og ríkis.
Tveir síðustu punktarnir standa óhreyfðir. Hægri menn orðnir að vinstri mönnum eins og hér á Íslandi.
Því miður segir Sleggjan því Sleggjan er alvöru hægri maður.
kv
Sleggjan
sleggjuhvellur, 5.1.2015 kl. 17:58
Republikanar vilja ennþá ríkisstyrkja bændur, vilja ekki snerta madicade og madicare, vilja auka ríkisútgjöld í formi hernaðarbrölts, vilja stjórna efnahagslífinu með reglugerðum og höftum á ýmsa vegu.
Republikanar eru bullandi vinstri menn. Allavega þessir meanstream gaurar. En það eru menn þarna innanborð sem eru alvöru hægrimenn einsog Ron Paul.
hvells
sleggjuhvellur, 6.1.2015 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.