Það er vinstri stjórn á Íslandi

Vinstri stjórnin skar niður. Hægri stjórnin sem núna situr gefur í. Ef ég sem hægri maður og stuðningsmaður niðurskurðar og minnkunar á bákninu. Ætti ég samkvæmt þessu að kjósa vinstri stjórn næst. Ekki á ég að kjósa XD til þess að halda áfram að gefa í útgjöldum. 

 

Trackrecordið hjá XD er verri í góðærinu. Þar fór báknið út í þvílíka bólu. Aldrei XD.

kv

Sleggjan
10931544_10205918672754899_6165815001675062094_n

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er því miður rétt hjá þér. 
"Track rekord" ríkisstjórna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks (í þessari röð) er í raun gríðarleg aukning ríkisumsvifa. Hið úrelta landbúnaðarkerfi er í raun það eina sem er algjörlega friðað. Hagsmunagæslan er alsráðandi.
Fyrri stjórnartími þessara ríkisstjórna fram að hruni var gert met í aukningu ríkisumsvifa þar sem ríkisútgjöld jukust að raunverði á hvern einstakling um hvorki meira né minna en um 33% frá 2000 til 2007 og fjöldi opinberra starfsmanna jókst um 20% á sama tíma.
Við erum í krónuhöftum og fjármálakerfið og bankarnir eru lítið annað en skel og þrotabú með risastórt "overhead" enda lítið annað en yfirmannaðir sparisjóðir. Bankaskattur og lækkandi verðbólga (innan krónuhfafta) en hrollkaldur veruleikinn mun þýða að gríðalegt fitulag mun verða skorið utan af fjármálageiranum og þetta mun gilda banka, lífeyrissjóði og þrotabúin sem eru einnig á síðasta snúningi. 
Það er búið að klippa klærnar af sérstökum saksóknara og því embætti og það er ekki mannafli eða fjármagn til að fylgja málum eftir sem verða strand. Þannig að lögfræðingar og lagatæknar munu þar missa spón úr aski sínum meðan lögmenntuðu fólki fjölgar eins og kanínum.

Íslenska menntakerfið virðist ennþá á pre"hrun" modus og lítil áhersla á nýsköpun, tækni og vísindi. Fólk er að mennta sig í embættisfög sem stjórnmálafræði, lögfræði. Hefur einhver spurt sig hversu margir lögfræðingar eru á hvert mannsbarn á Íslandi? Hvernig ætlar þetta fólk að framlfleita sér? Draumurinn um fjármálamiðstöðina Ísland brotlenti í hruninu og Ísland er í raun tengd við Molbúahátt. Því miður er nýja Ísland með ferðamannaþjónustu og fiskvinnslu skapar í raun ákaflega fá hálaunastörf.

Vandamálið er að meðalaldur þjóðarinnar er að aukast og risaárgangar eftirstríðsáranna eru að fara yfir 60, 70 og 80 árin og það er farið og mun næstu 3 áratugi verða vaxandi vandamál. Það þýðir að færri vinna og streymi lífeyrissjóðakerfisins snýst við. Meðalævilíkur og uppsafnaður sparnaður í lífeyrissjóðum sem og lífeyrisgreiðslur opinbera starfsmanna verður eitt af vandamálunum. Skuldastaða ríkisins er annað vandamálið og það að þessar skuldir eru í annari mynt en haftakrónur er enn eitt vandamálið.
Ef heilbrigðisútgjöld á Íslandi þá er það vanreiknað alla vega ef við viljum líkja okkur við önnur lönd. Þessi kostnaður mun vaxa gríðarlega miðað við aukin meðalaldur og það að við erum komin niður úr gólfinu hvað varðar grunnlaun og grunnmönnun og þar erum við í blóðugri samkeppni við nágrannlöndin.
Ef við skoðum td. heilbrigðisútgjöld skv. tölum World Bank miðað við fast dollargengi þá sést hvað heilbrigðisútgjöld á Íslandi eru á hvern einstakling.

http://data.worldbank.org/indicator/SH.XPD.PCAP/countries/IS-US-OE-NO-SE-DK?display=graph
Heilbrigðisútfjöld á Íslandi voru td. yfir 6100 dollarar árið 2007 og þá á pari við Danmörku og frá hruni hafa þau verið um 3800 dollarar og afleiðingin er í raun hnignun sem er alveg gríðarleg og nánast skipbrot íslensku heilbrigðisþjónustunnar með atgerfisflótta, mönnunarvanda, húsnæði, tæki eins og margoft hefur komið fram. Miðað við gengi krónunnar þýða 1000 dollarar á einstakling sem gerir núna um 132.000 Íkr á hvern einstakling eða 42 miljarða á ári fyrir alla þjóðina. 
Bandaríkjamenn nota td. 18% av GPA og um 9000 dollara á hvern einstakling. Íslendingar nota milli 8-9% af GPA og 3800 dollara á hvern einstakling.  Íslenski markaðurinn agnarsmár og greiðslugeta almennings lág að það verður aldrei neitt stórt alvöru prívat heilbrigðiskerfi. Eins og bent hefur verið er áralöng sérmenntun lækna öll erlend og launakjör og aðstaða það léleg, landið það einangrað og síðan bætist við tungumálamúrinn og lág grunnlaun og langur vinnutími oft meira en 300 tímar á mánuði og til viðbótar illa borgaðar bakvaktir sem gerir það að verkum að sárafáir koma og furðulegt að fólk virkilega ímyndi sér það. Þeir sem koma til Íslands eru Íslendingar og það eru fjölskylduaðstæður, það þrátt fyrir laun og aðstöðu.
Klárlega er það spurning hvaða þjónustu heilbrigðiskerfið á að veita og hvað fólk vill borga fyrir og það er himin og haf milli væntinga fólks og hvað er greitt fyrir.

Gunnr (IP-tala skráð) 16.1.2015 kl. 03:23

2 identicon

Rétt er það

sleggjan (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 05:26

3 Smámynd: sleggjuhvellur

Það er ljóst að við hægri menn eigum að kjósa VG næst.

hvells

sleggjuhvellur, 19.1.2015 kl. 19:18

4 identicon

Einu árin sem VG var í stjórn minnkaði báknið.

Stundum best að horfa á verkin en ekki falleg kosningaloforð.

þó ég mundi aldrei kjósa VG samt. Ekki XD heldur.

sleggjan (IP-tala skráð) 20.1.2015 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband