Sleggjan bönnuð á Eyjunni

Sleggjan er bönnuð á Eyjunni.

Fyrir bannið skrifaði ég athugasemdir undir eigin nafni.

Nú er búið að þagga í mér.

 

Eg veit af hverju. Ég er með óvinsælar skoðanir varðandi Ísrael, tek sérstaklega fram að þær eru ekki af trúarlegum toga því ég er trúlaus maður.

 

Við lifum í landi þar sem pólítíski rétttrúnaðurinn er allsráðandi. Þaggað er niður í þeim sem eru ekki með "réttar" skoðanir.

 

Sleggjan mun ekki hætta að segja sína skoðun. Geri það hér á blogginu og í athugasemdum á öðrum vefsíðum.

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er svona hörð ritskoðun á Eyjunni?
Ef fólk er ekki með dónaskap eða trollshátt á í raun ekki að banna skoðanir. Raunar finnst mér stöðugt sömu andlitin að kommentera þarna.

Raunar finnst mér Sleggjan sjá einungis eina hlið, hlið Ísraels í þessari deilu sem ég held að flestir séu í raun langþreyttir á.  Raunar gildir þetta marga, eng ef fólk er sæmilega siðað þá finnst mér að mikið þurfi til að loka fólk úti. Þessi deila minnir á áhangendur íþróttafélaga óháð þvi hvað liðið spilar illa eða þá heldur fólk með sínu liði óháð rökum. Síðan bætist við gríðarlegur áróður á báða bóga.

Gunnr (IP-tala skráð) 20.1.2015 kl. 16:56

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað skrifaðirðu á Eyjuna, þegar upp úr sauð, Sleggja mín?

PS. til Gunnars: Mjög margir á Eyjunni, Vísi.is og dv.is "sjá einungis eina hlið," hlið andstæðinga Ísraels í þessari deilu.

Jón Valur Jensson, 20.1.2015 kl. 17:36

3 Smámynd: sleggjuhvellur

@Gunnr 

Ég fjalla um báðar hliðar. Margítrekað að öll átök sem valda dauðsföllum, líkamlegum og sálrænum skaða séu neikvæð mjög. Báðar aðilar í deiilu skulu ávalt líta í eigin barm einnig.

Annars tala ég mikið um hlið Ísraels því þar hef ég komið tvisvar og búið með íbúum þar og fengið að heyra þeirra hlið og upplifað og orðið var við þau áhrif sem íbúar Ísraelar lifa við. Bjó mestmegnis í Ashdod sem er ekki ýkja langt frá Gasa. 

Ég hef ekki komið innfyrir Gasa. Annars hefði ég eflaust fjallað um þá hlið ef ég hefði fengið að spjalla við þá sem þar búa.

@Jón Valur

Ég var bannaður því ég lýsi því lífi sem Ísraelsmenn, venjulegir borgarar lifa. Það má tala endalaust um þjáningar íbúa Gaza og Vesturbakkans en ekki um þjáningar venjulegra borgara í Ísrael.

kv

Sleggjan

sleggjuhvellur, 20.1.2015 kl. 22:57

4 identicon

Sleggja,

Vont með bannið á Eyjunni, en hefur þú einhverjar hugmyndir um hvers vegna Ísrael reynir að koma í veg fyrir aðild Palestínu að Alþjóða Stríðsglæpadómstólnum?

Eða hvers vegna Ísrael reyndi að koma í veg fyrir ráðstefnu S.Þ. í Sviss um mannréttindi í Palestínu?

Ertu með einhverjar gáfulegar kenningar um þessa afstöðu þeirra til þessara mála?

Sigurður (IP-tala skráð) 24.1.2015 kl. 00:19

5 Smámynd: sleggjuhvellur

Já, ég tel mig vita það.

Það er út af þeir vilja ekki standa í kæru frá Palestínumönnum.

sl

sleggjuhvellur, 27.1.2015 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband