28.1.2015 | 19:30
Frjálshyggjumaðurinn
Frjálshyggjumaðurinn Hvellurinn stiður þetta mál að sjálfsögðu.
Frjáslhyggja stendur fyrir það að þér er frjálst að gera það sem þú vilt svo lengi sem þú skaðar ekki aðra.
Með hefndarklámi ertu klárlega að skaða aðra manneskju.
Þessvegna er sjálfsagt að gera þetta refsivert.
Hinsvegar er nauðsynlegt að sönnunarfærsla svona máls verði ströng til þess að lágmarka hættuna á því að saklaus maður verður dæmdur sekur fyrir dómi.
hvells
![]() |
Þingmenn skilji alvarleika hefndarkláms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er til lagagrein um hefndarklám. Það er flokka undir losta á kostnað annarra.
Finnst sér grein um hefndarklám vera óþarfa viðbót við lagagrein sem þegar er til.
Hérna er BF að nudda sér í femínistana og "góða fólkið" og vonar að það nær að fullnægja því.
kv
Sleggjan
sleggjuhvellur, 29.1.2015 kl. 15:35
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/01/28/thegar_refsad_fyrir_hefndarklam/
Í október 2007 var kveðinn upp dómur í Hæstarétti yfir ungum karlmanni sem gefið var að sök að hafa á heimilli sínu í apríl 2004 tekið mynd á farsíma sinn af nakinni stúlku án hennar vitneskju og síðar sýnt sjö karlmönnum og einni konu myndina. Raunar sýndi hann fjórum karlmönnum til viðbótar aðra mynd, af kynfærum konu, og sagði að um sömu konu væri að ræða.
Fyrir hönd ákæruvaldsins flutti málið Sigríður J. Friðjónsdóttir, núverandi ríkissaksóknari. Í ákæru var tilgreint að háttsemin varðaði við 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/​1940. Greinin er orðrétt á þessa leið: „Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en varðhaldi eða sektum ef brot er smávægilegt.“
sleggjuhvellur, 29.1.2015 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.