Framsókn hoppar á vagninn með ógeðfelldum hætti

Ef þetta á ekki að vera PR stunt, af hverju var þá Eygló að tilkynna að hún ætlaði að tala við borgarstjóra á Facebook? Gat hún ekki beðið um fund með honum personulega með emaili eða símtali. 

 

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/02/05/felagsmalaradherra-bodar-borgarstjora-a-sinn-fund-vegna-mals-olafar-thorbjargar/

 

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/02/04/fer-fram-a-aukafund-i-velferdanefnd-vegna-ferdathjonustu-fatladra-stadan-alvarleg/

 

Nú eru tveir framsóknarþingmenn (einn ráðherra) búnir að blanda sér í þetta mál. Mál sem á alls ekki að vera á höndum þingmanna eða ráðherra.

Þetta kallast að hoppa á vagninn.

Tilfinningaklám í hæsta gæðaflokki.

 

Hér er Sleggjan ekki að gera lítið úr alvarleika málsins. Heldur er ég að efast um stjórnsýslunna í kringum þetta. Að hið háa alþingi eða ráðherra skulu yfir höfuð blanda sér í einstökum málum sem snúa að persónum hér á landi.

 

 

kv

Sleggjan


mbl.is Kann hvorki að festa belti né losa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband