Auðvelt að afnema reglur

Það er mjög langsótt hjá Framsókn að djöflast yfir "regluverki" ESB.

Flestar reglur eru á sviði neytenda og samkeppnismála. Svo hefur Ísland í mörgum tilvikum innleytt harðari reglur heldur en krafan var í gegnum EES. Framsókn má breyta því.. það er fyrsta skref.

Við hverja reglu sem við tökum inn í gegnum EES þá kemur hún yfirleitt í staðinn fyrir fimm heimskulegar íslenskar reglur...  EES hefur einfaldað regluverkið frekar en hitt.

Ef Framsókn vill afnema reglur og höft þá væri nær að kíkja á landbúnaðarkerfið.

En ef við nefnum það kerfi þá er fátt um svör.

hvells


mbl.is Þýðendur harma orð Sigrúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sleggjuhvellur

Framsókn stígur ekki í vitið.

kv

slegg

sleggjuhvellur, 16.2.2015 kl. 16:23

2 identicon

Ég er samt nokkuð sammála Sigrúnu í þessu að margar þessar þýðingar eru hreint og beint rugl. Eða veistu hvað verið er að skilgreina með eftirfarandi skilgreiningu:

"Tengdur lánssamningur: Lánssamningur þar sem viðkomandi lán þjónar eingöngu þeim tilgangi að fjármagna samning um veitingu sérstakrar vöru eða sérstakrar þjónustu og birgir eða þjónustuveitandi fjármagnar sjálfur lánið eða, þar sem þriðji aðili fjármagnar lánið, ef lánveitandi notar þjónustu birgis eða þjónustuveitanda í tengslum við gerð eða undirbúning lánssamnings eða þegar sérstök vara eða veiting sérstakrar þjónustu er sérstaklega tilgreind í lánssamningi."

Þetta er skilgreining sem kemur úr íslenskum lögum, sem sett eru vegna ESB tilskipunar, nánar tiltekið er hér um að ræða skilgreiningu úr lögum um neytendalán nr. 33/2013. Þetta er nánast eins og notuð hafi verið Google-translate við þessa þýingu og helst má halda að viðkomandi þýðandi hafi bara alls ekki kunnað íslensku.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 17:26

3 Smámynd: sleggjuhvellur

Komdu með þína útgáfur af þessari þýðingu.

annars dettur þessi athugasemd dauð niður.

kv

Sleggjan

sleggjuhvellur, 16.2.2015 kl. 18:18

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta á við um raðgreiðslusamninga. Málið dautt.

Svo hlaut að koma að því að hvells yrði sammála Framsókn um eitthvað, þó það yrði nú ekki merkilegra en þessi hringavitleysa.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2015 kl. 21:40

5 identicon

Einmitt Guðmundur. Það er nefnilega málið. Það er til mjög gott íslensk orð yfir þetta rugl. Orð sem notað hefur verið í áratugi og allir skilja, en vegna þessarar ESB vitleysu þá má ekki nota íslenskt mál.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 22:19

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jújú, það má alveg. Hvers vegna það var ekki gert í þessu tilfelli, kann ég ekki að útskýra, en er sammála því að textinn hefði mátt vera betri og skýrari í þessu tilviki.

Það er engin regla í EES-rétti sem segir að allar tilskipanir verði að innleiða sem sérlög í beinni orðréttri þýðingu lið fyrir lið. Það er hinsvegar einhverskonar lenska hér á Íslandi að gera það í miklum mæli. Það er alls ekki þannig í öllum öðrum EES-löndum, en íslensk stjórnsýsla er auðvitað einstök að þessu leyti eins og flestu öðru. :)

Mín tilgáta er sú að þetta sé einhver leti sem gerir það að verkum að í stað þess að laga þau íslensku lög sem fyrir eru að þeim kröfum sem EES-reglur gera þá sé þeim bara frekar snarað yfir í heilu lagi.

Slík vinnubrögð eru auðvitað mjög skammsýn, því útkoman verður víðfemur og flókinn lagafrumskógur sem auðvelt er að villast í og allir vegir gegnum hann verða afar viðhaldsfrekir þar sem vöxturinn sækir sífellt á.

Lausnin er augljós. Það þarf að gera meira af því að samræma eldri íslensk lög við EES-rétt, og minna af blindum innleiðingum nýrra laga.

Svo er það risastór og að því er virðist landlægur misskilningur að það þurfi yfirhöfuð alltaf ný lög. Stundum eru það ekki lögin sem þarf að breyta, heldur aðeins dómaframkvæmdin, sem þarf líka að uppfylla skilyrði EES-reglna til þess að innleiðing þeirra teljist hafa heppnast.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2015 kl. 23:09

7 Smámynd: sleggjuhvellur

Best væri að reka alla þýðingarstarfsmenn í utanríkisráðuneytinu og úthýsa þessu þýðingaverki til einkaaðila einosg Viðsktaráð bent á í seinstu viku.

Það er ágætt að við getum verið sammála um það.

hvells

sleggjuhvellur, 17.2.2015 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband