30.3.2015 | 10:23
Niður með veiðigjöldin á Makríl
Afnema skal veiðigjöldin á Makríl.
Engin eignarréttur hefur verið myndaður á Makrílnum end bara búinn að vera í íslenskri lögsögu í nokkur ár.
Setjum makrílinn á markað. Seljum hæstbjóðanda.
Það sem kemur til ríkisins af sölunni skal svo láta fólkið í landinu fá. Enda stendur skýrt a fiskurinn sé þjóareign.
Deila öllum peningnum á fólk með ríkisfang hér. Flottari og sanngjarnari millifærsla en "leiðréttingin".
kv
Sleggjan
Aukaveiðigjald á makríl til umræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Leggja ber af öll veiðigjöld með öllu. Hugtakið "þjóðareign" hefur enga lagalega merkingu og þarf fólk að fara að átta sig á því.
Jafnvel þó veiðigjald væri lagt af nýtur þjóðin góðs af fiskveiðum. Útgerðir borga sjómönnum laun, þeir borga skatta af þeim. Útgerðir kaupa vörur og þjónustu í landi sem skapar atvinnu og þær greinar borga skatta. Útgerðin kemur með gjaldeyri í landið sem gerir okkur kleift að kaupa vörur og þjónustu að utan.
Ríkið hefur ekkert með það að gera að vera sífellt að hirða pening af fólki. Svo skora ég á sleggjuna og hvellinn að skoða skattframtal sitt og sjá hve mikið af heildartekjum ykkar fór í opinberu hítina.
Eruð þið vissir um að þið séu frjálsir þegar þið sjáið hve mikið af ykkar tíma fer í vinna fyrir aðila sem þið neyðist til að vinna fyrir, hvort sem þið viljið það eða ekki? Hvað fáið þið fyrir ykkar skatttekjur? Skattar eru ekkert annað en löglegt rán.
Fólk í dag eru þrælar og ríkið er þrælahöfðinginn.
Helgi (IP-tala skráð) 30.3.2015 kl. 10:47
Sammála þessu, löngu orðið tímabært, að þjóðin fái auðlinda arð, fyrir eigur sínar,en ekki óþarfa sendiráð út um allan heim, og óþarfa utanslandsferðir opinberra starfsmanna og stjórnmála manna fyrir miljarða.(visir.is 27. nóv. 2014)Þann 23 okt. 2014 fékk hver íbúi Alaska 1.884 dollara, 256.774kr. greidda í auðlindaarð frá þeim aðilum sem nýta auðlindir fylkisins, og svo hefur verið síðastliðin 33 ár.
En það er fleira sem við verðum að huga að í sambandi við makrílinn,hann er ránfiskur, sem kemur hingað í ætisleit 3-4 mánuði á ári.Seiðabúskapur helstu nitjastofna við Íslandsstrendur er að stórum hluta á makrílslóðinni, Snæfelsnes, Faxaflói,Suðurströndin,reindir sjómenn segja að fyrstu makríltorfurnar séu mættar í Faxaflóa í byrjun maí,og hitti þar fyrir 2-3 mánaðagömul sjógengin laxaseiði sem eru efst á óskalistanum.Nú verður að fara að huga að því að þessi ránfiskur riksugi ekki upp á grunnslóðinni, seiði helstu nitjastofna við strendur landsins í miklum mæli, nú er hann búinn að aféta síldina við Snæfellsnes,og síldin flúin langt út í kolluál,og sést lítið sem ekkert við Snæfellsnes.Nú verður að rísa upp og krefjast að allar makrílveiðr á færi, línu og hringnót, verði gefnar algjölega frjálsa á grunnslóð, innan 12 mílna, til að bjarga lífríkinu á grunnslóðinni.Til að svo megi verða verði hvatt til að 26.gr. stjórnarskrárinnar verð beitt.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.3.2015 kl. 13:24
Helgi
Ef þú værir yfirmaður hjá mínu fyrirtæki mundi ég reka þig. Með svona litið skynbragð á verðmætum er eiginlega sjokkerandi.
kv
Sleggjan
sleggjuhvellur, 30.3.2015 kl. 15:37
Það er aldeilis athyglisvert að hver og einn Alaskabúi hafi fengið 1.884 dollara í auðlinda arð fyrir árið 2014, frá þeim sem nýta auðlindir fylkisins,hvað skyldu líða mörg ár þar til Íslendingar fái tékka sendan heim fyrir afnot af aulindum landsins?
Það er sömuleiðis skelfilegt ef ránfiskurinn makríllinn verður látinn riksuga upp seiðabúskap helstu nitjastofna á grunnslóð, og eitt er staðfest að makrílinn er búinn að aféta síldinina við Snæfellsnes,því síldin er flúin út hafsauga, og sést ekki við Snæfelsnes, nema í mjög litlu magni, og laxveiði í Borgarfyrði í sögulegu lámarki.
Björn Sig. (IP-tala skráð) 30.3.2015 kl. 21:01
Sælir.
@nr. 3: Hvað þýðir hugtakið þjóðareign? Hvernig ætlar þú að skilgreina það hugtak? Af hverju svarar þú mér ekki málefnalega í stað þess að segjast ætla að reka mig? Þið félagar látið eins og þið séuð rosalega vel að ykkur en það tekur aðeins örstutta stund að girða niður um ykkur varðandi hin ýmsu málefni. Svaraðu mér endilega málefnalega - ef þú ert fær um það :-) Hvað er það sem ég segi sem er rangt?
@2: Íslendingar fá nú þegar auðlindaarð af fiskimiðunum. Kaupir þú tölvur? Bensín? GSM síma? Kelloggs kornflögur? Cheerios? Hafragraut? Hárgel? Bíl? Dekk á bíl? Fyrir þessar vörur og margar aðrar þarf að greiða með gjaldeyri og hans aflar m.a. sjávarútvegurinn. Ofurskattlagning er alltaf slæm þó ótrúlega margir átti sig ekki á því.Hvað ætli væri hægt að fá mörg þúsund fleiri ferðamenn hingað með því að leggja af allan skatt á ferðaþjónustu? Þegar þú reynir að svara þeirri spurningu skaltu endilega hafa í huga Laffer kúrfuna.
Helgi (IP-tala skráð) 3.4.2015 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.