Þau borguðu ekki af lánum!

Kemur fram að þetta par "tók ákvörðun að hætta að borga af lánum í maí 2014". 

Það á að borga af lánum sem maður fær, þetta er ekki að taka ákvörðun hvort það eigi að fara í klippingu og litun , heldur lán.

 

Nú eru þau að væla út af þau eru að missa íbúð útaf þau borga ekki af lánum. Það kemmur skýrt fram í öllum samningum að ef ekki er staðið við hann þá koma afleiðingar.

 

Þeirra lausn er að spila á tilfinningar hjá fólki, staðinn fyrir að horfa á staðreyndir.

Og hvað er að því að búa í herbergi tímabundið?, ég bjó í herbergi í 2 ár því ég átti ekki pening fyrir meira. Ég fór ekki í fjölmiðla með málið.

kv

Sleggjan


mbl.is „Íbúðin var keypt á heila milljón“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er almennt talið hið mesta óréttlæti að þurfa að borga af lánum. Og enn meira óréttlæti að þurfa að borga sömu verðmæti og fengin voru að láni. Og taki fólk lán til að kaupa eitthvað þá sé það orðið að eign sem ekki má snerta þó hætt sé að greiða af lánum. Alþýðuhetjur kjósa útburð frekar en það óréttlæti að greiða skuldir sínar. Og á milli nauðungaruppboða má leita leiða til að hafa eignir af útlendingum sem komast ekki burt með þær vegna gjaldeyrishafta og fyrirtækjum sem fremja þá synd að skila hagnaði. Afkomendur víkinga---já þjófa, ræningja, morðingja og nauðgara með siðferðiskennd á lægsta plani.

Davíð12 (IP-tala skráð) 3.5.2015 kl. 15:26

2 Smámynd: sleggjuhvellur

hehe, flottur davíð

kv

sl

sleggjuhvellur, 3.5.2015 kl. 19:14

3 identicon

Sæll.

Sá upphaflegu fréttina þar sem þetta fólk var að væla. Ég hef nákvæmlega enga samúð með fólki sem hegðar sér svona.

Það er afar mikilvægt að virða gerða samninga.

Helgi (IP-tala skráð) 10.5.2015 kl. 06:40

4 identicon

Leiðinlegt að þetta fólk skuli ekki hafa náð að þrauka þar til dómur fellur um að lánið þeirra hafi verið ólöglegt.

Það eru ekki nema ca 3-4 mánuðir í það að dómstólar skikka fjármálafyrirtækin til að taka til baka ólöglegar hækkanir á lánunum.

Sigurður (IP-tala skráð) 10.5.2015 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband