13.5.2015 | 18:12
Hæstiréttur hefur talað
Nú er það staðfest að Hagsmunarsamtök heimilanna hafa dregið almenning í landinu á asnaeyrunum.
"Þá hefur áður verið komist að þeirri niðurstöðu að téðir skilmálar gátu ekki talist efnislega ósanngjarnir í skilningi laga. Jafnframt er ekkert komið fram um að þeir hafi verið óeðlilegir með hliðsjón af þeim kjörum sem almennt tíðkuðust á lánamarkaði."
Hversu marga ætlar Hagsmunarsamtök Heimila gera gjaldþrota með málskostnaði og aðfarabeiðnum?
hvells
Verðtryggt lán metið sanngjarnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er kannski við hæfi að benda þér á, rétt eins og fréttastofu mbl.is, að það er alrangt að þetta sé mál sem hafi verið rekið á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna. Hið rétta er að það mál sem hér um ræðir var rekið á vegum tveggja fyrrverandi starfsmanna Glitnis/Íslandsbanka. Auk þess er um að ræða fjárnámsmál og niðurstaðan lýtur því ekki að öðru en hvort heimilt sé að gera fjárnám eða ekki. Þar sem blessaður maðurinn er búinn að vera í vanskilum með lánið í mörg ár er að sjálfsögðu ekki um annað að ræða en að heimila fjárnám, og það hefur í raun voðalega lítið með verðtryggingu að gera. Nafnverðshluti lánsins er líka í vanskilum og enginn hefur reynt að halda því fram að sá hluti sé óskuldbindandi.
Málið sem HH standa að verður ekki flutt fyrir Hæstarétti fyrr en í haust. Auk þess er það mál ekki fjárnámsmál heldur snýst alfarið um verðtrygginguna, og það varðar ekki sérfróðan starfsmann hjá sama banka og veitti lánið heldur almenna neytendur sem gátu ekki vitað hvað lánið myndi kosta því lögboðnum upplýsingum um það var leynt fyrir þeim.
Svo væri réttast að spyrja að leikslokum um hver dragi hvern á asnaeyrum, og þá hvers þau asnaeyru eru. Það er greinilegt að í þessu máli hefur hvellurin látið fréttastofur mbl.is og RÚV draga sig á asnaeyrum.
Sínum eigin.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.5.2015 kl. 19:34
Guðmundur
Það er enginn munur á þessum málum.
"sérfróður starfsmaður hja banka"... hann er ekki meiri sérfróður um fjármál að hann veit ekki hvernig verðrygging virkar, eða veit ekki hvað gerist ef þú borgar ekki af lánunum þínum eða að hann sé snjall með fjármál yfir höfuð.
Þetta er sami skíturinn og hjá ykkur í HH.
hvells
sleggjuhvellur, 13.5.2015 kl. 21:03
Eg skal segja ykkur hvað er mest áberandi.
Það er mest áberandi, - að allur vindur er farinn úr þessum kollum sem töluðu í 4 ár um ,,afnám verðtryggingar" og ólöglegt þetta og hitt og bla bla bla. Menn þekkja þessa umræðu.
Marinóar og ólafar allir horfnir undir yfirborðið o.s.frv.
Eg sá í gegnum þetta allt.
Eg sagði: Þetta er própagandaarmur hægri-aflanna og þeir eru einfaldlega að böðlast g berja á sinni eigin þjóð með própagandalurk í verktöku hjá framsjöllum.
Þessi umræða um verðtryggingu, afnám o.s.frv., - þetta er allt þagnað. Enda óraunhæft með öllu og stóð aldrei til að gera.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.5.2015 kl. 21:18
Ps. Að öðru leiti með þennan dóm, þá er stingandi hve efnistök og nálgun eru allt önnur en í gengislánaruglinu.
Eg er helst á því a þetta gengislánarugl hafi haft eitthvert leynt agenda. Eg átta mig að vísu ekki alveg á því hvert agendað var en td. kemur til greina: 1. Svindla á útlendingum. 2. Komi höggi á Jafnaðarstjórnina.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.5.2015 kl. 21:20
Og enn ps., meina, þetta land hérna er barasta í ruglinu. Vantar alla formfestu og traust í stjórnkerfið. Framsjallar eru búnir að rústa því og vinna alltaf skemmdarverk.
Hvað var það síðasta? Jú, Rsk. afturkallar álit, bindandi álit, sem það gaf út! Ha? Þetta alveg sko.
Meina, eg sagði strax, almúgamaðurinn: Þetta álit er bara eitthvert óskiljanlegt rugl. Nei nei, þá var ég orðin vondur, sögðu sumir.
Að halda það að ríkið gæti skattlagt tapaðar kröfur, - hverskonar rugl er hægt að bera á borð hérna? Maður spyr sig.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.5.2015 kl. 21:23
Var semsagt maður sem gegndi stjórnarstöðu hjá bankanum ekki sérfróður? Það segir þá ýmislegt um "gæðin" á starfsemi þess banka.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.5.2015 kl. 21:55
Guðmundur, Hvellur og Ómar eru fylgjandi okurvöxtum á heimilin í landinu. Það hefur oft komið fram hér áður. Merkilegt að þeir sem tóku gengistryggð lán eru núna með pálmann i höndunum eftir að þeirra lán voru dæmd "ólögleg". Samt skrifuðu þeir lántakar upp á að greiða til baka í krónum miðað við gengi þes tíma. En, menn eins og Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir og núverandi þingmaður sagðist í viðtali árið 2007 hafa tekið gengistryggt lán fyrir húsbyggingu í Garðabæ, hann fékk síðan alla hækkun lánsins leiðrétt að fullu. Á meðan venjulegt láglaunafólk sá lánin sín hækka um allt að 10-15 milljónir á nokkrum árum með þessum "sanngjörnu" verðtryygðu okurlánum með 5% vöxtum ofan á hækkunina. En, út af þessu öllu, þá myndi ég helst vilja að Noregur eða Danmörk héldu um stjórnartaumana hér og mikið yrði ég fegin að þurfa aldrei að sjá íslenska krónu meir.
Margret S (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 22:11
En, af því að Ómar er með samsæriskenningar "vinstri-hægri" þá vil ég segja það hér og nú að stór hluti landsmanna er búinn að fá nóg af sandkassaleik flestra þingmanna og eru búnir að hafna fjórflokknum. Ég t.d. kaus vintri flokka í áratugi, en get ekki hugsað mér að kjósa flokka með fólk eins og Árna Pál, Katrínu Júl, Svandísi Svavars, Steingrím J. osfrv innanborðs. Við, sem erum búin að fá nóg af þessu pakki höfum ekkert val...... Nema kannski Pírata.
MargretS (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 22:26
HH eru sáttir við að taka við félagagjöldum. Money in the bank.
Halda úti svona málum fyrir gjöldin.
kv
Slegg
sleggjuhvellur, 14.5.2015 kl. 00:48
Slegg.
Nákvæmlega
Til þessu eru samtök sem þessi, að virkja samtakamátt fólks, meðal annars til að láta reyna á réttindi heimilanna í málaferlum sem hvert og eitt þeirra hefur kannski ekki bolmagn til að reka á eigin spýtur.
Þetta gera líka samtök námsmanna, Öryrkjabandalagið, Landssamband útvegsmanna, Samtök fjármálafyrirtækja, og raunar öll önnur hagsmunasamtök. Það liggur í hlutarins eðli.
Og hvað með það? Fannst þér það vanta eitthvað sérstaklega að benda á þessa augljósu staðreynd? Eða var þetta einhverskonar skeyti því ef svo er þá missti það algjörlega marks.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2015 kl. 10:55
Eg geri rad fyrir ad svona vanhaefur starfsmadur er ekki ad vinna i banka lengur.
Svo eru morg storf i banka sem tengjast ekki fjarmalum t.d mannaudsdeildin, logfraedideildin, lanaumsjon er bara skjalavinnsla, allt tolvusvidid og fleira.
ekkert ad tessu tengis tvi ad lesa ut fjarmal.
hvells
sleggjuhvellur, 14.5.2015 kl. 11:42
Er alveg umhugsunarverður dómur.
,,Eins og greinir í hinum kærða úrskurði komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu í áðurnefndu ráðgefandi áliti sínu 24. nóvember 2014 í máli nr. 27/13 að „þegar lánssamningur er bundinn við vísitölu neysluverðs og lántökukostnaðurinn tekur þar af leiðandi breytingum í samræmi við verðbólgu, samrýmist það ekki neytendalánatilskipuninni að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%.“ Sé þessi skýring á ákvæðum tilskipunarinnar lögð til grundvallar má ljóst vera að áðurgreint orðalag 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994 hafi ekki verið í samræmi við ákvæði tilskipunar 87/102/EBE. Um afleiðingar þess verður að gæta að því að tilskipun þessi hafði ekki lagagildi hér á landi. Í 3. gr. laga nr. 2/1993 er mælt svo fyrir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Slík lögskýring tekur eðli máls samkvæmt til þess að orðum í íslenskum lögum verði svo sem framast er unnt gefin merking, sem rúmast innan þeirra og næst kemst því að svara til sameiginlegra reglna sem gilda eiga á Evrópska efnahagssvæðinu, en hún getur á hinn bóginn ekki leitt til þess að orðum íslenskra laga verði gefin önnur merking en leidd verður af hljóðan þeirra, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 9. desember 2010 í máli nr. 79/2010. Orð 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994 um að miðað skyldi í áætlun um greiðslur samkvæmt lánssamningi, þar sem fjárhæð skuldar var verðtryggð, við það að verðlag yrði óbreytt höfðu ótvíræða merkingu og gáfu ekki svigrúm til að miða slíka áætlun við aðra forsendu á grundvelli skýringar á þessu ákvæði samkvæmt 3. gr. laga nr. 2/1993. Að lögum ber því að líta svo á að greiðsluáætlunin sem sóknaraðili undirritaði 2. maí 2007 hafi þannig jafnframt að því leyti sem hér um ræðir verið í samræmi við ákvæði 4., 5. og 6. töluliðar 1. mgr. 6. gr., sbr. 10., 11. og 12. gr. laga nr. 121/1994."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.5.2015 kl. 13:06
Þ.e. þett er athygliverðast:
,,Sé þessi skýring á ákvæðum tilskipunarinnar lögð til grundvallar má ljóst vera að áðurgreint orðalag 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994 hafi ekki verið í samræmi við ákvæði tilskipunar 87/102/EBE. Um afleiðingar þess verður að gæta að því að tilskipun þessi hafði ekki lagagildi hér á landi. "
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.5.2015 kl. 13:07
Áhugavert Ómar.
hvells
sleggjuhvellur, 14.5.2015 kl. 21:26
Já.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.5.2015 kl. 23:47
Þið gerið ykkur vonandi grein fyrir því að þessi síðasta setning sem Ómar Bjarki vitnaði til hefur í för með sér.
Lánið var í samræmi við íslensk lög, það voru bara íslensku lögin sem brutu gegn tilskipuninni.
Nú verður forvitnilegt að fylgjast með fjármálaráðherra skrifa út ávísanir fyrir skaðabótum til heimilanna.
Það er niðurstaðan sem var pöntuð og nú verða einhverjir sem munu einhvernveginn þurfa að lifa með henni. Hvort hinir sömu verða svo látnir bera ábyrgð á henni vær ekki beint þeirra stíll...
Guðmundur Ásgeirsson, 19.5.2015 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.