Niðurlagning ÁTVR myndi spara ríkinu 2,5 milljarða á ári

Fastur dálkahöfundur í Viðskiptablaðinu, Óðinn, fjallar um rekstur ÁTVR í blaðinu sem kom út í morgun. Þar er fjallað um rökin fyrir rekstri ríkiseinokunarverslunar á áfengi og mótrökin.

Hann heldur því fram að ríkið myndi spara um 2,5 milljarða á ári ef Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins yrði lögð niður. Það er rúmlega þrefalt framlag ríkisins til Vogs, sem nemur rúmum 700 milljónum á ári.

Þar er vitnað til orða Finns Árnasonar um að íslenskar verslanir geti tekið yfir áfengiskostnað án teljandi aukakostnaðar. Komist er að þeirri niðurstöðu að sparnaður Ríkisins, að teknu tilliti til tóbakshlutans, arðgreiðslna og annarra atriða sé sparnaður ríkissjóðs af því að láta íslenska verslun um áfengissölu í kringum 2,5 milljarðar á ári. Að auki sé Ríkið sé með mikla fjármuni bundna í ÁTVR.

„Afkoma ríkissjóðs myndi því batna um 25 milljarða á 10 árum. Að auki hefur ríkissjóður mikið fé bundið í rekstri ÁTVR. Eigið fé stofnunarinnar nemur 4.595 milljónum króna, en birgðir vegna tóbaks nema þar af 196 milljónum króna. Því mundi losna um 4,4 milljarða króna ef ríkiseinokunin yrði aflögð. Þá peninga gæti ríkissjóður gæti notað til að lækka skuldir sínar, sem nema reyndar 455 faldri þeirri upphæð.“ segir í pistlinum.

vb.is

hvells


mbl.is Taprekstur á Vínbúðahluta ÁTVR?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sleggjuhvellur

Síðustu rökin fyrir að halda í þetta blessaaða ATVR er núna dautt.

kv

slegg

sleggjuhvellur, 14.5.2015 kl. 23:12

2 identicon

Niðurlagning Haga myndi einnig spara eigendum Haga öll útgjöld Haga.

KIP (IP-tala skráð) 14.5.2015 kl. 23:24

3 identicon

Samt er ÁTVR að fara að opna smásöluverslun í Spönginni í haust, ætli það sé ekki byggt á betri gögnum en þarna komi fram.

Stefania (IP-tala skráð) 15.5.2015 kl. 13:52

4 identicon

Hvað skyldi aukið frjálslyndi í vínsölu kosta þjóðina? Hvað skyldi verða mikil aukning á drykkju?

thin (IP-tala skráð) 15.5.2015 kl. 21:53

5 Smámynd: sleggjuhvellur

thin

frelsi einstaklingsins mun aukast

það er ekki hlutverk ríkisins að hafa vit fyrir fólki

Annars er engin sannindi að neysla mun aukast. Til að mynda getur þú keypt áfengi hvar sem er á Ítalíu og samt eru þeir með minni drykkju heldur en Ísland.

hvells

sleggjuhvellur, 16.5.2015 kl. 14:07

6 identicon

Áfengisneyslan mun ekki aukast því áfengið mun snarhækka í verði

Ríkið mun halda sínum álögum og hinir þurfa að leggja 40% ofaná

svo maður vitni nú til samtaka verslunar og þjónustu sem sögðu hreint út að ef sama verð til neytenda ætti að haldast þá þyrfti ríkið að lækka sínar álögur - hver hefur trú á að það gerist?

Grímur (IP-tala skráð) 16.5.2015 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband