Ríflegir samningar en vonandi reddast þetta

Þetta eru mjög ríflegir samningar. Minnir mig á samningana árið 2011 sem voru ríflegir. En verðbólgan át ávinningin. Kaupmáttaraukningin varð engin.

Svo var gerður hóflegur samningur árið 2014 og kaupmáttar aukningin varð meiri árið 2014 en öll árin síðan upphafi mælinga.

En verkalýðsfélögin eru drullu sama um þessa staðreind.

En miðað við heimskuna í verkalýðsleiðtogunum þá er þetta ágætur samningur.

Jákvæðasta við samninginn er að hann er til þriggja og hálfs árs.

Langtímasamningur er það sem samfélagið þarf á að halda. Vissulega eru þetta miklar hækkanir og mörg lítil og meðalstór fyrirtæki. Þau munu þurfa að segja upp fólki eða leggja upp laupana. Og þar með mun þessi samningur auka atvinnuleysi.

 

En ég vona að atvinnulífið verði betur í stakk búinn undir svona mikinn kostnaðarauka og í ljósi þess að hann er rúmlega þriggja ára þá er auðveldara fyrir fyrirtæki að gera langtíma áætlanir.

 

hvells


mbl.is Tímamót í kjarasamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er attyglisverður pistill hjá ykkur. Höfðuð þið hvellur og sleggja þessar áhyggjur þegar samið var við kennara og lækna um þetta 25 til 28% hækkun á launum? Hvernig á veröldini á verkafólk í þessu landi að lifa á töxtum sem eru 214 til 230þúsund?

það þarf nú ekki mikinn snilling til að sjá að það er nokkuð sem pistlahöfundar hafa ekki reynt sjálfir. En þið ættuð kannski að horfa til þess að bæði SA og verkalýðsfélögin er þokkalega sátt við þessa samninga. 

Svo er annað hérna sem þið ættuð að horfa vel til. Tryggingagjald var lækkað, og sykurskattur afnumin semog auðlegðarskatturinn. það voru því vel innistæður fyrir þokkalegum launahækkunum núna.. Amk er það nú mat flestra held ég.. Og ofan á allt annað er búið að tryggja hér frið á vinnumarkaði næstu þrjú og hálft ár líka..

ólafur (IP-tala skráð) 30.5.2015 kl. 14:47

2 Smámynd: sleggjuhvellur

Eina jákvæða var langtímasamningur.

kv

slegg

sleggjuhvellur, 30.5.2015 kl. 21:45

3 Smámynd: sleggjuhvellur

Ólafur

Þessi síða var sú eina sem var á móti þessum glórulausum samningum við lækna.

Hvað kemur sykurskatturinn við?  Þetta er galið hjá þér.

Svo var tryggingagjaldið lækkað um 0,04%.    Og þá er í lagi að hækka laun um 40%.    Það er ekki heil brú í þessari röksemd hjá þér.

hvells

sleggjuhvellur, 30.5.2015 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband