Lýðskrumið er að ná nýjum hæðum hjá almenningi

"

Þjóðar­at­kvæðið á sunnu­dag­inn er tæki­færi að henn­ar mati til þess að koma höggi á Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, sem hef­ur kraf­ist þess að Grikk­ir grípi til frek­ari aðhaldsaðgerða í skipt­um fyr­ir lána­fyr­ir­greiðslur.

„Loks­ins get­um við sagt já eða nei við þýska her­nám­inu,“ seg­ir Gova. Framtíð barn­anna okk­ar og barna­barna er í okk­ar hönd­um. Ég vil fá sjálfs­virðing­una aft­ur og frelsi lands­ins míns sem vill losna við her­námsliðið."

 

Lýðskrumararnir alveg búnir að heilaþvo greyið konuna.

kv

Sleggjan


mbl.is „Ég get ekki orðið fátækari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er Markel kjörin þingmaður í Grikklandi, hvað er hún að skipta sér að Grikkjum?

Ef Grikkir vilja kjósa um hvor þrælaleiðin verður farin, þá kemur Markel eða ESB það ekkert við. 

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.6.2015 kl. 23:42

2 Smámynd: sleggjuhvellur

Enginn að þröngva lánum uppá Grikki, ef þeir vilja ekki lán , gangi þeim vel að greiða opinber laun næstu mánuði.

kv

slegg

sleggjuhvellur, 30.6.2015 kl. 12:03

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Enn hvað þú ert sniðugur slegg.

Hvað er ESB að kássat upp um grísku þjóðina, af hverju finst þessum viðbjóðum í Brussel að gríska þjóðin hafi svikið þá?

Er eitthvað athugavert við það að gríska þjóðin fái að tjá sig, af hverju er það lýðskrumÞ

Kveðja frá Houston 

Jóhann Kristinsson, 30.6.2015 kl. 20:17

4 identicon

@JK:

Ástæða þess að ESB er að "kássast upp á grísku þjóðina" er einfaldlega sú að ESB hefur lánað grísku þjóðinni háar summur.

Þér finnst kannski óeðlilegt að ESB vilji fá það fé til baka?

Það er ekkert athugavert við að gríska þjóðin fái að tjá sig en það þjónar engum tilgangi. Menn breyta ekki ákveðnum lögmálum með þjóðaratkvæðagreiðslum, við gætum t.a.m. kosið þyngdarlögmálið í burtu en það breytti nákvæmlega engu.

Helgi (IP-tala skráð) 12.7.2015 kl. 21:47

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er alltaf áhætta að lána peninga og ef lánveitandi gerir ekki góða heimavinnu á lántakanda þá er mjög líklegt að lánveitandi tapi peningunum.

Ég þekki þetta mjög vel, ég er lánveitandi hér í Houston.

ESB gerði ekki heimavinnuna um efnahagsstöðu Grikkja, þar af leiðandi að þeir sem lánuðu Grikkjum peninga koma til með að tapa öllu. Niðurstaðan verður lánveitendur fá sennilega 5cent fyrir hverja evru sem var lánuð og mega þakka fyrir að fá það.

það er hvergi eins og á Íslandi, að lánveitandi tekur enga áhættu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.7.2015 kl. 04:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband