24.11.2015 | 10:01
Áhætta
Megintekjur Aarion banka eru í íslenskum krónum. Nú hefur Arion Banki gefið út skuldabréf í norskum krónum. Einsog flestir vita þá hefur norska krónan fallið mikið undandfarið og er núna 15kr. Hún var nær 25kr fyrir nokkrum misserum.
Arionbanki er faktískt að taka lán í norskum krónum þegar norska krónan er "á botninum"... það er mikil hætta á því að norska krónan "jafnar sig" á næstu misserum og hækkar í verði. Þá mun Arion Banki upplifa það sem almenningur gerði í hruninu. Þegar gengsilánin hækkuðu mikið.
Þetta er ákveðin áhætta fyrir bankann en við hljótum að gera ráð fyrir að þeir vita hvað þeir eru að gera þarna á Borgartúninu.
hvells
Arion gefur út skuldabréf í norskum krónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Munurinn á þessu og ólöglegu gengislánunum er sá að í þessu tilviki er Arion banki að fá raunverulega lánaðar norskar krónur. Þannig var því ekki farið í gengislánum til íslenskra neytenda, sem voru án undantekninga veitt í íslenskum krónum, en gengisviðmið var ekkert nema nákvæmlega það: viðmið sem var ólöglegt að nota. Á grundvelli þeirra ólöglegu gjörninga fölsuðu íslensku bankarnir sér erlendan gjaldeyri í bílförmum, meðal annars hjá seðlabönkum erlendra ríkja. Það undarlegasta er að enginn skuli hafa verið sóttur til saka fyrir þessi stórfelldu afbrot.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2015 kl. 19:15
Jájá. Gott og vel.
Ekki pointið í þessari færslu.
Ég er eingöngu að benda á gengisáhættuna og sú staðreynd að norska krónan hefur verið að lækka mikið undnanfarið og mögulega hefur náð botninum og stefnir uppá við.
En það veit enginn fyrirfram. Ég mundi allavega aldrei taka lán í norskum krónum miðað við ástandið í dag.
hvells
sleggjuhvellur, 24.11.2015 kl. 21:53
Já ég er sammála þeirri greiningu. Ég myndi reyndar yfirhöfuð forðast lántöku í annarri mynt en eru tekjur til að endurgreiða.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2015 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.