25.11.2015 | 14:37
Enn ein vitleysan
Vill formaður náttúruverndarsamtaka Íslands að ríkisstjórnin setji fleiri misvitrar reglur sem gerir meiri slæmt en gott?
"
Eitt meistarverka hreinu vinstri stjórnarinnar á síðasta kjörtímabili var að breyta vörugjöldum á bifreiðar þannig að nú er miðað við svonefnt CO2-gildi þeirra. Því meiri koltvísýringur (CO2) sem ætla má að bifreið gefi frá sér á hvern kílómetra við akstur því hærri vörugjöld. Þessi leið við skattlagningu hallar á bensínbíla á kostnað á Dieselbíla því þeir eru að jafnað með lægra CO2-gildi en bensínbílar.
Sanngjarnt, ekki satt? Þeir borga sem menga, er það ekki?
Þetta er ekki alveg svona einfalt því koltvísýringur (CO2) ógnar ekki heilsu vegfarenda og annarra borgarbúa sem kunna að anda honum að sér. Hann er vissulega í flokki gróðurhúsalofttegunda en í útblæstri bíla er hann ekki heilsuspillandi þátturinn.
Það eru hins vegar sótagnir sem sogast ofan í lungu fólks á götum úti.
Og því miður er það svo að þeim bílum sem helst er hyglað með vörugjaldkerfi vinstri stjórnarinnar er einmitt þeim sem gefa frá sér mesta sótmengun, Dieselbílunum."
http://andriki.is/post/111307160034
hvells
Engin ný markmið í samgöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.