ESB. Já takk!

Viljum við lægri vexti?  Já.

Viljum við afnmám verltryggingu? Já.

Viljum við fjölbreyttara atvinnulíf? Já.

Viljum við betri lífskjör? Já.

 

Viljum við ESB? Já.

 

Svarið er augljóst.

 

Já við ESB.

hvells


mbl.is ESB verður kosningamál 2017
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hef ég grun um að þú getir neitað þessu öllu en samt séð lausnina í ESB.  Man nefnilega ekki til þess, hér um daginn er íg kíkti í pakkann að ESB þröngvaði lægri vöxtum inn á önnur lönd, bannaði verðtryggingu eða fiktaði eitthvað við lífsgæðin og atvinnuframboðið.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.11.2015 kl. 23:59

2 Smámynd: sleggjuhvellur

Með evru fáum við lægri vexti auk þess að verðtrygging þekkist ekki á evru svæðinu.

hvells

sleggjuhvellur, 26.11.2015 kl. 00:37

3 Smámynd: sleggjuhvellur

ESB  já takk!

sleggjuhvellur, 26.11.2015 kl. 01:45

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ástæða fyrir neikvæðum vöxtum í ESB er sú staðreynd að samdráttur hefur átt sér stað á því efnahagssvæði. Seðlabanki ESB reynir á örvæntingarfullan hátt að færa vaxtastigið niður, jafnvel með neikvæðum vöxtum, til að reyna að keyra efnahagslífið í gang, en það virðist ekki duga til og nú með straum flóttamanna til ESB mun róðurinn verða enn þyngri.

Fjölbreytni atvinnulífsins í ESB hefur farið dvínandi og um leið aukið atvinnuleysi. Ég get ómögulega séð að lífskjör í ESB hafi batnað við það.

Lífskjör á Íslandi eru með þeim bestu sem þekkjast og mun betri en í mörgum ríkja ESB og þó víðar væri leitað.

Að halda því fram að við myndum hafa það betra í ESB eru í besta falli draumórar.

Skoðanakannanir sýna fram á það að landsmenn eru að vakna til meðvitundar um að okkur er best borgið að standa utan ESB.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.11.2015 kl. 10:24

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er alltaf gjörsamlega ótrúæegt að sjá ,,málflutning" hatursandstæðinga Evrópusambandsins.

Þeir eru svo djúpt sokknir, - að þeir heimta bókstaflega að borga himinháa vexti og í framhaldi hella þeir sér froðufellandi af bræði yfir alvörugjaldmiðilinn Evru sem allir evrópubúar nota og borga eðlilega vexti eftir atvikum.

Hvernig í ósköpunum halda menn að fari fyrir Íslandi á endanum þegar svo mikið bull ræður hér ríkum ásamt heimsku eins og sjá má daglega og oft á dag frá hatursmönnum ESB?  Það endar með framsjallahruni.  Framsjallar rústa = Þjóðrembingar kætast.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.11.2015 kl. 10:44

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Ómar Bjarki það þarf greinilega ekki mikið til að kæta þig. En væri ekki ráð fyrir þig að fylgjast með því sem er að gerast innan ESB en láta ekki draumóra villa þér sýn.

Svo ættirðu að temja þér að nota vandaðri talsmáta, ekki bara gagnvart mér heldur og öðrum, það færi þér miklu betur. Ég neita því að vera hatursandstæðingur ESB, en ég reyni af fremsta megni að sjá hlutina í réttu ljósi og tek mína afstöðu út frá því. ESB-sinnar hafa hins vegar verið með hatursáróður út í krónuna og þau lífsgæði sem við búum við og margir öfunda okkur af.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.11.2015 kl. 13:12

7 Smámynd: sleggjuhvellur

Almennt séð er atvinnástandið miklu betri í ESB.

Miklu fjölbreyttari fyrirtæki.

Bullandi gangur í efnahagslífi Danmerkur, Írlands, Eistlands, Þýskalands og fleiri stöðum.

Framleiðnin er líka meiri í ESB og þar með hærri laun en á Íslandi.

hvells

sleggjuhvellur, 26.11.2015 kl. 15:26

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Meðaltal atvinnuleysi ESB er 9,6%, meðaltal atvinnuleysi á evru-svæðinu er 11,1%.  Minnsta atvinnuleysi er í Þýskalandi og Tékklandi og eru þessi lönd á pari við Ísland, atvinnuleysi mælist meira í öllum öðrum ESB-lönd. Mest í Grikklandi 25,6% síðan Spáni 22,5%.

Fjölbreyttari fyrirtæki í ESB byggist á því að þar búa tæp 510milljónir manna en á Íslandi 330þúsund. Það segir sig sjálft að fjölbreytni hlýtur að vera meiri. Við munum aldrei hafa eins mikla fjölbreytni í fyrirtækjarekstri á Íslandi eins og ESB, ekki nema við náum að verða eins fjölmenn og þeir.

Það er ofsögum sagt að bullandi gangur sé í efnahagslífi nefndra landa. Ekki er langt síðan ESB-sinnar litu til Finnlands og hlökkuðu yfir þeim framförum sem þar áttu sér stað. Nú er Finnskur almenningur búinn að fá nóg af evru og vill losna við hana, því efnahagsástandið í Finnlandi hefur farið hratt niðurá við, svo dæmi sé tekið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.11.2015 kl. 15:52

9 Smámynd: sleggjuhvellur

Lönd í S evrópu skekkja myndina og því er eðlilegt að líta framhjá þeim enda á Ísland ekkert sameiginlegt við þá sósíalista.

Það er meiri framlegð í vestur evrópu. Og hærri laun. Lægri vextir. Engin verðtrygging og engin gjaldeyrishöft.

hvells

sleggjuhvellur, 26.11.2015 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband