Öllum öðrum að kenna

Þetta er dæmigerður málflutningur frá Hagsmunarsamtökum heimilana.

HH tapaði dómsmál í Hæstarétti. Í stað þess að sýna auðmýkt og viðurkenna að hafa rangt fyrir sér þá koma þeir með galna yfirlýsingu. Hæstiréttur er ekki starfi sínu vaxin og dæmir ekki eftir íslenskum lögum.

 

Það er ekkert annað.

 

Þetta er hæstarétti að kenna.

Það er verðtryggingunni að kenna að ég tók óskynsamleg lán.

Það er öllum öðrum að kenna að ég hafi það skítt...

hvells


mbl.is „Hæstiréttur dæmir íslensk lög ómerk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Algjört vindhögg hjá Sleggjuhvelli. Það er enginn að kenna öðrum um eitt eða neitt. Málið snýst alfarið um það að krefja lánveitendur um að fara að lögum um upplýsingar um kostnað vegna lántökunnar sem á að liggja fyrir við lántöku. Þess vegna er t.d. ólöglegt að miða verðtrygginguna við núll. Allir sem um þetta hafa fjallað eru á einu máli nema hæstiréttur sem að sjálfsögðu verður að dæma fjármangseigendum í vil, til þess eru dómararnir við réttinn skipaðir ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum.

corvus corax, 30.11.2015 kl. 13:48

2 identicon

Það var farið að lögum og lántakendum var veitt allar þær upplýsingar sem þurfti.

HH eru að reyna að meina að 0% verðbólga í sýnidæmi gefi ranga mynd en hver er þá rétt tala? Ef bankinn mundi sýna 5% væri það eitthvað réttara? Og hvað með veðrbólgu launa á ekki bankinn líka að taka hana með í reikningin, eins og svo margir gleyma þegar þeir reyna að halda því fram að þú borgir 4 sinnum húsið þitt á lánstímanum.

Hæstiréttur komst að þeirri einföldu niðurstöðu að sýna 0% er ekkert réttara eða verra heldur en að sýna aðra tölu þar sem verðbólga er í eðli sínu ekki hægt að spá fyrir. Og ef laun halda í verðbólgu sem þau hafa gert til lengri tíma er 0% réttasta talan sem þú getur sýnt.

Stefnir Húni Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.11.2015 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband