6.12.2015 | 23:13
Raunæft... og augljóst
Það hefur verið augljóst í tugi ára að það þarf að skera duglega, ég sagði duglega, niður í hinu opinbera í Grikklandi.
Gamann að öfga vinstri stjórn fær það verkefni sem sýnir hvað helst að þetta var mjög nauðsynelgt og langstótt að kenna frjálshyggjunni um þetta.
Nær væri að kenna raunveruleikanum um þetta. Enda eru margir á móti staðreyndum og raunveruleikanum einsog sést hjá mörgum bloggurum og "virkum í athugasemdnum"
hvells
Grikkir samþykktu niðurskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vinstri stjórnin er þarna að skera niður, svipað og vinstri stjórnin á Íslandi.
Kaldhæðni.
kv
slegg
sleggjuhvellur, 7.12.2015 kl. 00:58
Sama furðulega þverstæða og á íslandi. Það hefur enginn skorið eins mikið niður í íslenskum ríkisútgjöldum og Steingrímur J Sigfússon fyrverandi fjármálaráðherra og fyrverandi ríkisstjórn þessara flokka sem nú sitja settu væntanlega heimsmet í aukningu ríkisútgjalda enda jukust ríkisútgjöld frá 2000 fra til 2007 um 33% að raunvirði á hvern einstakling og það er það mesta sem hefur gerts í hagsögu vesturlanda. Vandamál núverandi stjórnarflokka er að þeir geta ekki skorið niður gæluverkefnin, þeas forgangsraðað.
Aukinn aldur þjóðarinnar þýðir í raun ef halda á í horfinu hvað þýðir þjónustustig þá þýðir það 1,5-2% aukning heilbrigðisútgjalda umfram verðbólgu. Það þarf að byggja auk þess 1 1/2 hjúkrunarheimili fyrir aldraða á hverju ári næstu 30 árin og manna og reka til að halda þjónustistigi í horfinu. Næsta krísa sem blasir við er að einkarekin hjúkrunarheimili eru að hætta rekstri og senda fólk heim enda duga útgjöld ekki fyrir rekstri. Þarna er ekkert að græða og menn hafa velt á undan sér taprekstri og forsenda rekstrar er að miklu leiti hugsjónastarf. Það verður ekki slegist um að reka þetta enda lítið upp úr því að hafa og tilviðbótar blasir neikvæð umræða og mönnunarvandræði. Ef ríki eða sveitarfélag taka ekki ábyrgð á þessu þá er eina að senda fólk í faðm fjölskyldunnar til að taka á móti heilabiluðum foreldra með bleyju til að að mata og skeina á 24 tíma vöktum 365 daga ársins eða borga þá úr eigin vasa þjónustu einkaaðila. Klárlega er nú þegar en mun vera sífellt meiri himinn og haf milli væntinga fólks og þess sem er gerlegt, eða fjármagnað og þetta er því miður enginn framtíðarsýn þetta er veruleiki sem farin er að blasa við. Við erum því miður, þótt margir vilji ímyndi sér eitthvað annað, með miklu lægri fjárframlög miðað við bæði upphæð og sem hlutfall af opinberum rekstri til þessa málaflokks og síðan er spurning hversu mikið af þeim kostnaði á síðan að velta yfir á sjúklinga, aldraða og þeirra aðstandendur ef þetta á ekki að fjármagna af hinu opinbera? Þetta er ekki þjónusta sem hægt er að pannta á eBay og það bíða ekki herskarar af reyndum hjúkrunarfræðingum eða læknum sem bíða eftir að koma til Íslands. Það hafa fáar ef nokkrar umsóknir borist og við blasir að stór hluti hjúkunarfræðistéttarinnar er að fara á eftirlaun nú á allra næstu árum og það vantar yfir 500 hjúkrunarfræðinga nú þegar í íslenskt heilbrigðiskerfi enda bæði fáir sem mennta sig og margir fara í önnur betur borguð störf.
Gunnr (IP-tala skráð) 9.12.2015 kl. 01:52
@1 og 2:
Áður en þið mærið vinstri stjórnina sem hraktist frá völdum hér nýlega er gagnlegt fyrir ykkur að hafa í huga þær hrikalegu skuldir sem henni tókst að safna - eins og vinstri menn gera alltaf. Teljið þið það til eftirbreytni?
Opinberi geirinn er alltof stór hérlendis og skera þarf grimmt niður í honum - bæði hjá ríkinu og sveitarfélögunum. Hvorki kjósendur né stjórnmálamenn hafa til þess þrek eða dug og því mun illa fara hér og annars staðar innan nokkurra ára.
@2: Það þarf að einkavæða grimmt í heilbrigðiskerfinu og virkja samkeppnina. Læknar með risastórt egó eiga ekkert hærri laun skilið en margar aðrar stéttir. Af hverju eiga laun heilbrigðisstarfsmanna ekki að ákvarðast af framboði og eftirspurn?
Læknamafían er það séð að hún hefur komið málum þannig fyrir að afar hægt gengur að framleiða fleiri lækna en það heldur auðvitað uppi launum stéttarinnar. Opna þarf íslenskan heilbrigðismarkað fyrir erlendum aðilum. Þó menn í fáfræði sinni séu afar iðnir í Evrópu við að gagnrýna heilbrigðiskerfið í USA er ekki læknaskortur þar (þó það geti vel breyst með Obamacare (AFCA)).
Ríki og sveitarfélög ráða ekki við rekstur heilbrigðiskerfisins - við skulum ekki vera að blekkja okkur sjálf með einhverjum órum.
Svo væri ágætt fyrir bæði lækna og hjúkrunarfræðinga að hvíla núna aðeins vasaklútinn og hætta að væla vegna lágra launa þegar ljóst er að laun þeirra eru ekki slæm miðað við það sem tíðkast á t.d. Norðurlöndunum.
Það vandamál sem þú lýsir er ekki séríslenskt vandamál. Það er auðvitað hægt að leysa þetta vandamál en þá þarf allt aðra hugmyndafræði en þorri þjóðarinnar fylgir og of langt mál er að fara út í hér. Þegar menn skilja ekki allan vandann verður hann trauðla leystur.
Við munum því að öllum líkindum horfa upp á vandann færast nær og nær og að öllum líkindum verður hann ekki leystur eða einhverjar gervilausnir fundnar og fólk sannfært um að búið sé að redda öllu :-(
Það er hins vegar miður þegar menn (Gunnr) halda að hægt sé að leysa öll heimsins vandamál með því að moka bara meiri peningum í málaflokkinn :-(
Helgi (IP-tala skráð) 15.12.2015 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.