Það þarf að einkavæða spítalabáknið

Einkavæða þetta.
MArgsannað sig að hið opinbera kann ekki að reka eitt né neitt.

kv

slegg


mbl.is Fá nóg og fara heim af spítalanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, já, einkavæða allt eins og í Ameríku þar sem heilbrigðisþjónustan er langdýrustu og skilur stóran hluta þjóðarinnar samt eftir!

Ómar Ragnarsson, 24.2.2016 kl. 22:43

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú ritar Ómar um eitthvað sem hann hefur ekki mikið innsýni í.

Rétt er það að USA eiðir 18% af þjóðartekjum í heilbrigðisgeiran og þar af leiðandi þarf ekki að bíða í yfir tvö ár eftir heilbrigðisþjónustu eins og á Íslandi sem eiðir aðeins 9% af þjóðartekjum í heilbrigðisgeiran.

það hafa allir aðgang að heilbrigðisþjónustu líka ólöglegir innflytjendur og erlendir ferðamenn. Bara að fara inn á næstu slysavarðstöð.

Ég verð 65 ára eftir 2 mánuði og er þar með kominn inn í heilbriðiskerfi USA mér að kostnaðar lausu og er þar með kominn inn í heilbrigðiskerfi eins og er á Íslandi án þess að bíða í yfir 2 ár eftir þjónustu.

Ómar minn þú hefur áreiðanlega heyrt dæmisöguna um bjálkann í þínum augum og flísina augum nágrannans.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.2.2016 kl. 00:02

3 identicon

Sæll.

Ég tek heilshugar undir með sleggjuhvellinum - þetta bákn þarf að einkavæða, sem fyrst og sem mest. Ég vil ekki þurfa að niðurgreiða heilbrigðisþjónustu fyrir offitusjúklinginn sem reykir og drekkur eins og svín. Vegna þess að hann þarf ekki að bera kostnaðinn af sínum lífsstíl eru engir hvatar að því fyrir hann að breyta honum. Slíkt er kerfið hér og eykur það kostnað. 

Öfugt við það sem sá ágæti Kári Stefánsson heldur fram leysum við ekki vandann með því að auka útgjöld til heilbrigðiskerfisins heldur með því að einkavæða og tryggja að á þeim markaði ríkji samkeppni. 

Fyrir nokkru síðan var athugað í USA hvaða munur væri á kostnaði sorphirðu hjá hinu opinbera og hjá einkaaðilum. Munurinn fór mest upp í 50% eða svo, einkaaðilar náðu kostnaðinum niður í helming þess sem sorphirðan kostaði hjá hinu opinbera. Þetta einfalda dæmi ætti að segja sæmilega skýru fólki ansi mikið. 

Ómar nefnir kostnaðinn í USA og er það góður punktur. Málið er hins vegar að í USA eyða menn meiru í heilbrigðisþjónustuna og fá líka meira. Bandaríkjamenn kjósa frekar að eyða sínum tíma á spítala í einkaherbergjum í stað þess að taka síldartunnuna á þetta - eins og hér er gert. Hvort ætli sé dýrara?

Þegar menn eru að bíða eftir að komast í aðgerð er biðtíminn líka kostnaður. Ef menn þurfa að bíða eftir aðgerð í vikur eða mánuði getur ýmislegt slæmt gerst á þeim tíma. Einhverra hluta vegna virðast ótrúlega margir ekki vita það.

Veit Ómar til þess að það vanti lækna í USA? Veit Ómar hvers vegna sjúkratryggingar eru dýrar í USA og hvaða ástæða liggur að baki? Veit Ómar hvers vegna tugir þúsunda Kanadamanna fara árlega suður til USA og greiða fyrir heilbrigðisþjónustu sem þeir geta fengið ókeypis heima hjá sér?

Ómar nefnir líka að í USA séu margir sem njóti ekki sjúkratrygginga. Það er rétt en hvers vegna þarf að skylda fólk til að kaupa eitthvað sem það kannski vill ekki kaupa?

Vel má vera að það fólk sé heimst eða óábyrgt eða hvað menn vilja kalla það en fólk á samt að hafa val um það hvað það kaupir. Hér er því ekki til að dreifa. Ætti t.d. að skylda fólk hérlendis til að kaupa snjallsíma? Væri eitthvað vit í því? Halda menn þá að verð á snjallsímum myndi hækka eða lækka?

Það er nauðsynlegt að þekkja aðeins til heilbrigðiskerfisins í USA áður en menn fara að tjá sig um það - eins og með öll önnur málefni. 

Helgi (IP-tala skráð) 25.2.2016 kl. 08:42

4 identicon

Það er barnaskapur að halda að einkavæðing á afar flóknum sjúkrahúsrekstri geri hann ódýrara og það þarf ekki annað en að gægjast í rekstartölur einkavæddra sjúkrahúsa í Bandaríkjunum og Evrópu til að sjá að þar blasir við allt annar sannleikur. Það er í raun fáheyrt að þetta stórt sjúkrahús með þetta margbreytta starfsemi eins og Landspítalinn sé rekinn fyrir þetta lítið fé og afleiðingarnar dyljast fáum. Rúmanýting yfir 100% og vaktir eru undirmannaðar, þeas fólk bíður.  Það að líkja þessu við russlatæmingu þar sem ófaglært fólk getur gert nánast allt við sjúkrahúsþjónustu sem byggir á ára og áratuga erlendri fagþekkingu. Það að ná í rétta fólkið og halda þeim er aðalmálið þetta er þekkingariðnaður og hann keppir um starfsfólk.
Við erum með einkarekstur í td. öldrunarþjónustu og þar er aðilar að gefast upp og draga saman og aðilar eru ekki sáttir við sitt en hann er oftast rekinn á fólki með stutta menntun.
Við erum með Læknavaktina í Reykjavík sem er einkarekin og er með einfaldan heimilislæknapraksis og gerir engar flóknar aðgerðir.

Einkarekstur er ekki slæmt rekstarform en hentar ágætlega þegar bjóða á ákveðna staðlaða verkferla út. Td. 50 hnéaðgerðir eða mjaðmaaðgerðir. En verður miklu dýrari ef á að taka á móti innlögnum, rannsóknum ofl. Þá getur ríkið td. fengið sundurliðaðan reikning fyrir hvern einstakan sjúkling, já eða sjúklingurinn sjálfur sem síðan getur snúið sér til ríkisins til að fá þetta endurgreitt.
Það gera margir sem gera sem halda það að einkavædd læknisþjónusta keppi í verði en hún gerir það oftast ekki. Yfirleitt keppir hún í gæðum. Þeas býður reyndari læknasérfræðinga, betri aðstöðu og tæki. Það sést td. í Noregi þar sem ég þekki vel til. Þar hélt núverandi Hægristjórn að það kæmu streymandi tilboð í meðferð hjá hinu opinbera en það gerðist ekki, ekki yfir höfuð. Það má benda á að það er öflugt prívat helbrigðiskerfi á Norðurlöndum og þeir hafa engann áhuga á að bjóða niður starfsemina og þannig missa sitt starfsfólk til annara. Það borgar sig frekar að keppa í gæðum en verði og magni. Það sést td. í blöðruhálskirtilsskurðaðgerðum þar sem þeir keppa í gæðum aðgerðar þú getur valið að fara til hins opinbera ókeypis og bíða eða fá betri aðgerð (færri komplikasjoner, minni hætta á þvagleka og getuleysi) prívat og borga sjálfur td. andvirði lítls fólksbíls eða góðs sumarfrís. Þú getur fengið krabbameinslyfið sem hið opinbera vildi ekki borga fyrir en verður þa að borga það úr eigin vasa.

Gunnr (IP-tala skráð) 25.2.2016 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband