Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.12.2014 | 20:48
Tilfinningaklám í hæsta gæðaflokki
Þessi grein hefur fengið tæplega 400 likes.
Ég er með getraun hérna á blogginu.
Hversu mörg prósent af þessum 400 haldiði að hafa verið kvenkyns?
kv
Sleggjan
![]() |
Erfiðast að vera hafnað eftir skilnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2014 | 20:44
Næstbesta leiðin farin
Sleggjan vildi helst að það væri rukkað inn á hvern stað fyrir sig. Svona eins og í Bláa Lóninu.
En í pólítíkinni er ekki hægt að fá allt þannig ég kvitta algjörlega uppá þennan náttúrupassa. Henda nokkrum hundraðköllum í nauðsynlegar lagfæringar á ferðamannastöðum gegn þvi´að ganga þar um. Það er sanngjarnt.
Ég segi sanngjarnt því ef þetta væri skatttekjur. Þá væri fólk sem er ekkert að ferðast á þessum stöðum að greiða fyrir það. Sem er ósanngjarnt.
Smá viðbót:
"Á dögunum var náttúrupassinn kynntur. Hann er ekki fullkominn, en byggir á því að þeir sem vilja nota ferðamannastaði standi straum af kostnaði við viðhald þeirra. Eins og við var að búast hafa sumir lýst yfir mikilli vanþóknun með hann. Rauði þráðurinn í gagnrýninni hefur verið sá að viðkomandi ætli ekki að borga fyrir að skoða helstu náttúruperlur Íslands.
Sagan endurtekur sig. Málflutningurinn minnir á þegar Milton Friedman kom til Íslands árið 1984 til að halda fyrirlestur um nýútkomna bók sína, Tyranny of The Status Quo í HÍ. Var hann þá fenginn til að ræða bókina í sjónvarpssal með hinum félagshyggna Ólafi Ragnari Grímssyni, sem nú er forseti Íslands. Ólafur lýsti yfir mikilli vanþóknun á að rukka ætti á fyrirlestur Friedmans.
Aðgangurinn hefur verið ókeypis, en þinn fyrirlestur markar því miður brot á þeirri hefð. Þetta er í fyrsta sinn sem Háskóli Íslands tekur þátt í selja dýra aðgöngumiða á slíka uppákomu! sagði Ólafur þá hneykslaður. Þessi gjaldtaka eykur hvorki akademískt né annað frelsi, bætti hann við.
Friedman svaraði þá glaður í bragði: Mig grunar í fyrsta lagi að einhver hafi nú greitt kostnað við þessa fyrirlestra. Hverjir borguðu fyrir þessa ókeypis fyrirlestra? Þeir sem komu ekki. Friedman bætti svo við: Orðið ókeypis er ofnotað. Talað er um ókeypis menntun, en menntun kostar sitt. Fyrirlestrarnir sem þú talaðir um voru ekki ókeypis. Það þurfti að leigja sali, útbúa aðstöðu og fræðimennirnir hafa eflaust fengið eitthvað greitt. Það sem þú ætlaðir þér að segja er að þeir sem sóttu fyrirlestrana fengu niðurgreiðslu frá þeim sem sóttu þá ekki. Að mínu mati endurspeglar það ekki frjálst samfélag.
Gagnrýnendur náttúrupassans falla í sama pytt og Ólafur gerði 30 árum áður. Ólíkt því sem gildir um núverandi fyrirkomulag þar sem allir borga í gegnum skattheimtu, gerir náttúrupassinn ráð fyrir því að þeir sem njóti, borgi. Ekkert er frekara en að krefja þá sem ekki geta eða vilja ferðast að niðurgreiða ókeypis útivist annarra. Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis."
kv
Sleggjan
![]() |
Framsókn með miklar efasemdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
8.12.2014 | 19:39
Hætta við All Tomorrow´s Parties
http://www.dv.is/menning/2014/12/8/atp-iceland-i-fjarhagsvanda/
Ef að einkahátíð stendur ekki undir sér , þá á einfaldlega að hætta við hana. Ég er alfarið á móti því að skattpeningar fari í eitthvað partý uppá velli. Ekki bara venjulegt partý. Heldur mesta Hipsteraveislu sem ég hef vitað um. Line-uppið á þessari hátið er eitthvað sem bara Tómas Young og vinir hans fíla.
Engin rök eru fyrir því að skattgreiðendur/útvarsgreiðendur séu að standa undir partýinu hans.
kv
Sleggjan
5.12.2014 | 13:41
Flott þróun, leigubílstjórar þurfa ekki að óttast
Þetta snýst um frelsi.
Einstaklingur getur hérna valið hvort hann vill ferðast með venjulegum bíl þar sem atvinnubílstjóri með réttindi er ekki að keyra. Og öryggisatriði eins og ójafn loftþrýstingurinn í bílum gæti verið til staðar.
Taxibístljórar með sín réttindi og reynslu af akstri ættu ekki að óttast þessa samkeppni. Þeir eru svo góðir bílstjórar, ekki satt taxikeyrendur? Svo eru þeir líka með bílana sína tipp topp, ekki satt?
Þannig einstaklingur sem er umhugað um öryggi sitt ferðast bara með leigubíl og málið dautt.
Einstaklingur hefur valið. Leigubílstjórum ber að fagna.
kv
Sleggjan
![]() |
Verðmætasta nýsköpunarfyrirtæki heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2014 | 09:52
Eðlileg vinnubrögð hjá LÍ
Uppsagnir eru auðvitað ekki gleðiefni.
Ekki fyrir starfsmanninn og ekki fyrir vinnuveitandann. Algengasta ástæðan er hagræðing eða samdráttur eins og í þessu tilfelli. Life goes on.
En af hverju er fólk alltaf butthurt ef það er gert að yfirgefa staðinn strax. Taka það alltaf PERSÓNULEGA. Það er í eðli banka að ákveðinn trúnaður þarf að vera, miklar upplýsingar og fjármunir. LÍ í þessu dæmi vill hafa öryggið í fyrirrúmi og láta starfsmennina hætta strax.
Þau hafa sín rétindi. Borgaðan sinn uppsagnarfrest í tjillinu og allt það.
En þu ákváðu að fara með þetta í blöðin sem einhver persónulega árás. Verði þeim að því.
kv
Sleggjan
![]() |
Gert að hætta samstundis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2014 | 07:10
Sigurinn unninn
"Fólk var alveg ótrúlega heillað. Það var bara gaman að segja frá því hversu vel íslenskir karlmenn taka í þetta og séu svona tilbúnir að taka þátt í jafnréttismálum. Þetta hefur vakið heimsathygli."
Nauðsýnlegt er að leggja niður jafnréttisstofu og spara skattfé til hagsbótar fyrir heimilin í landinu.
Jafnréttið hér á landi er við heimsmælikvarða og óþarfi að skattpína fólk áfram til þess að halda uppi fólki á lanunum alla daga á ríkisspenanum.
hvells
![]() |
Íslenskir karlmenn vöktu heimsathygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2014 | 07:07
Mikilvægt
Það er mikilvægt að seinka klukkunni.
Við Íslendingar notum hvað mest af geðlyfum, kvíðastyllandi lyfum og svefnlyfum.
Það er vegna rangra klukku hér á landi.
Ef við seinkum henni þá munm það spara gríðarlegar fjárhæðir í heilbrigðiskerfinu....til hagsbótar fyrir heimilin í landinu.
hvells
![]() |
Mjög brýnt að seinka klukkunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2014 | 07:02
Margar ástæður
Það eru margar ástæður fyrir kostnaðarsömu bankakerfi hér á landi.
Of strangar reglugerðir frá FME
of strangar reglugerðir og skýrslugerðir til SI.
ef umfangsmikil endurskoðunarkröfur miðað við vesturlönd
of mikið eigifé kröfur.
skattpíning sem á sér engar hliðstæður í vestrænu ríkjum
En vinstri menn segja að bankakerfið er of dýrt útaf græðgi bankana
enda stígur það fólk ekki í vitið
hvells
![]() |
Bankakerfið er of dýrt í rekstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2014 | 01:55
Sami söngurinn
Hér er ASÍ að pönkast í stjórnvöldum út af þeirra eigin einkasamningum við félagsmenn.
SA er ekkert skárri. Þau pönkast líka í stjórnvöldum út af þeirra einkasamningum.
Skilaboð til ASÍ og SA:
Semjið á milli ykkar og ekki blanda öðrum í þetta. Þetta eru ykkar kjarasamningar. Ykkar frelsi.
kv
Sleggjan
27.11.2014 | 20:45
Vinstri dólgarnir
Svavar Gestsson og aðrir vinstri dólar sem eru hrifnir á höftum hafa margoft haldið fram að hinn venjulegi Íslendingur finnst gjaldeyrishöft allt í lagi.
Það er ekki satt.
Ef þetta verkefni fer ekki af stað þá tapast hundrað störf og hundruði milljónir í skattekjur og útsvar.
Þetta er enn ein sönnun þess að vinstri menn ljúga ávalt að þjóð sinni.
hvells
![]() |
Ná ekki að fjármagna risagróðurhús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |