Flott þróun, leigubílstjórar þurfa ekki að óttast

Þetta snýst um frelsi.

Einstaklingur getur hérna valið hvort hann vill ferðast með venjulegum bíl þar sem atvinnubílstjóri með réttindi er ekki að keyra. Og öryggisatriði eins og ójafn loftþrýstingurinn í bílum gæti verið til staðar.

 

Taxibístljórar með sín réttindi og reynslu af akstri ættu ekki að óttast þessa samkeppni. Þeir eru svo góðir bílstjórar, ekki satt taxikeyrendur? Svo eru þeir líka með bílana sína tipp topp, ekki satt?

Þannig einstaklingur sem er umhugað um öryggi sitt ferðast bara með leigubíl og málið dautt.

 

Einstaklingur hefur valið. Leigubílstjórum ber að fagna.

kv

Sleggjan


mbl.is Verðmætasta nýsköpunarfyrirtæki heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er þrælsniðugt og fín þróun, rétt eins og með húsnæðið.

Og rök leigubílstjóra og annarra gegn þessu standast enga skoðun.

Við megum fá far með hverjum sem er, hvort sem við þekkjum viðkomandi eða ekki.

Við megum standa úti í kanti og húkka okkur far.

Við megum láta vin okkar skutla okkur, mömm og pabba og hvern sem er skutla okkur hvert sem er.

Við megum jafnvel láta 16 ára próflausan krakka skutla okkur, í skjóli æfingaaksturs.

Ekkert vandamál.

En ef við ætlum að taka upp veskið og borga fyrir greiðann, þá erum við skyndilega í stórkostlegri lífshættu í einherri druslu sem við vitum ekkert ástandið á?

Common.

Bílarnir, bilstjórinn eða ferðin verður ekkert hættulegri við það að borga fyrir skutlið.

Sigurður (IP-tala skráð) 5.12.2014 kl. 13:59

2 identicon

að gera lítið úr dauðsföllum, nauðgunum, og árásum með því að tala um "ójafnan loftþrýstingin" er skammarlegt og barnalegt og sýnir nátturlega bara ykkar rétta andlit.

komískt er það svo að nota orðið samkeppni þegar kemur að uber því það eru þeir sem geta ekki farið eftir lögum, það eru þeir sem geta ekki borgað skatta þar sem þeir eru með starfsemi.

ef uber er svona gott og frábært af hverju geta þeir ekki borgað verktökum sínum betri laun? af hverju geta þeir ekki farið eftir lögum? af hverju geta þeir ekki borgað skatta þar sem þeir starfa?

tryggvi (IP-tala skráð) 8.12.2014 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband